Samvinnan - 01.12.1949, Side 52
SAMBANDIÐ milli föður og sonar er
eitt af því merkilegasta í heiminum.
Það veit eg nú vel, þegar eg sjálfur hef eign-
ast syni.
Drengur gerir alltaf ákveðnar kröfur til
föður síns. Talið er að feður óski þess jafn-
an, að synir þeirra megi verða það, sem þeir
sjálfir hafa aldrei getað orðið. En eg veit af
reynslu að hið gagnstæða á sér einnig stað.
Eg man vel, að þegar eg var lítill drengur
óskaði eg, að eg ætti pabba með ákveðnum
eiginleikum, eiginleikum, sem pabbi minn
atti ekki til að bera. Faðir minn átti að vera
stilltur og virðulegur maður. Þegar eg væri
í fylgd með öðrum drengjum, og hann gengi
fram hjá á götunni, vildi eg geta sagt með
staerilæti í röddinni:
„Þarna er pabbi. Þetta er pabbi minn.“
En pabbi minn var ekki þannig að eg gæti
það. Mér fannst hann alltaf vera að leika
fífl jafnframt því, sem hann miklaðist af
sjálfum sér. í þorpinu, þar sem við áttum
heima, voru öðru hverju sýndir smáleikir.
Allir í þorpinu tóku þátt í leikstarfseminni,
lyfsalinn, dýralæknirinn og afgreiðslupiltur-
inn i skóbúðinni, gamlar, æruverðar frúr og
ungar stelpur. Pabbi lék æfinlega skrípa-
hlutverkin. Ef leikritið fjallaði um borgara-
stríðið lék hann einhvern hlægilegan her-
mann, sem sagði og gerði hina heimskuleg-
ustu hluti. Ollum nema mér fannst hann
ákaflega spaugilegur og skemmtilegur. Mér
fannst alveg hræðilegt að horfa á hann, og
eg skildi ekki hvernig mamma fór að þola
það, en hún hló bara þegar aðrir hlógu.
Vafalaust hefði eg líka hlegið að honum, ef
hann hefði ekki verið pabbi minn.
I hvert sinn, sem þorpsbúar minntust ein-
hvers þjóðhátíðardags tók hann þátt í skrúð-
göngunni. Hann var meira að segja alltaf í
broddi fylkingar sem hátíðarstjóri. Eg sá
hann ríða hvítum hesti á undan fylkingunni
og veifa marskálksstaf í kringum sig. En
hann gat aldrei setið á hesti og datt af baki,
en allur þingheimur veltist um af hlátri.
Honum stóð alveg á sama um slíkt. Það leit
jafnvel út fyrir að hann hefði ánægju af
öllu saman.
Eg man eftir einu sérstöku tilfelli, þegar
hann lék fífl, og það meira að segja í aðal-
götu bæjarins. Eg stóð og horfði á ásamt
nokkrum öðrum drengjum. Þeir hlógu og
hrópuðu til hans, og hann hló og hrópaði á
móti og skemmti sér jafn vel og þeir. En eg
læddist burtu, niður hliðargötu, bak við
verzlunarhúsin og skreið inn í gamalt út-
hýsi, þar sem eg lá lengi og grét alveg óhugg-
andi.
Eg man líka, þegar eg var háttaður á
kvöldin og heyrði pabba koma heim, góð-
glaðan ásamt hópi af félögum sínum. Hann
var aldrei einn. Aður en söðlasmíðaverk-
stæðið hans varð gjaldþrota var vinnustofa
hans æfinlega full af kjaftandi slæpingjum.
Auðvitað varð pabbi gjaldþrota vegna þess
að hann lánaði allt of mikið. Hann kunni
ekki að segja nei, þegar hann var beðinn
um lán. I þeim efnum fannst mér hann vera
mikið flón. Smám saman fór eg að hata
hann.
52
Oft sá eg pabba í félagsskap með mönn-
um, sem eg áleit að hefðu átt að telja sig of
góða til að flækjast með honum. Það var t.
d. skólastjórinn og hinn æruverðugi kaup-
maður þorpsins. Eg man líka eftir hvíthærð-
um, virðulegum manni, gjaldkeranum í bank-
anum, sem eg sá með honum. Eg undraðist
það alltaf, að þessir menn skyldu láta sjá
sig í fylgd með öðrum eins skjallara og faðir
minn var í mínum augum. Nú fyrst veit eg
hvað það var, sem dró þá að honum. Lífið í
fæðingarþorpi mínu var drepleiðinlegt eins
og í öllum öðrum smáþorpum, en pabbi gat
gefið því lit og ljóma. Hann kunni að segja
sögur. Hann gat vakið hlátur. Stundum gat
hann meira að segja fengið þorpsbúa til þess
að syngja.
Ef pabbi og félagar hans komu ekki heim
til okkar á kvöldin, fóru þeir oft út á engið
við ána. Þar matbjuggu þeir við lítið bál,
sem þeir kveiktu, drukku öl og sátu í hvirf-
ingu umhverfis föður minn og hlýddu sög-
um hans.
Sögurnar snerust mest um hann sjálfan og
alla þá merkilegu hluti, sem komið höfðu
fyrir hann um æfina. Og hann var ekkert
sýtingarsamur í frásögnum sínum. Oft túlk-
aði hann sjálfan sig sem erkifífl í þessum
ÞEGAR ÉG FANN
PABBA MINN
Smásaga eftir
SHERWOOD ANDERSON
sögum, og þóttist maður að meiri.
Ef Irlendingur kom í heimsókn til okkar
einn góðan veðurdag, fullyrti pabbi að hann
væri sjálfur fæddur í Irlandi. Honum varð
ekki skotaskuld úr því, að nefna greifadæm-
ið, þar sem hann hafði fæðst, og gat sagt
frá ýmsum atburðum, sem gerzt höfðu í
bemsku hans heima á Irlandi. Og hann
sagði frá af svo lifandi sannfæringu, að
meira að segja eg mundi hafa trúað sögum
hans, ef eg hefði ekki vitað að hann var
fæddur í Ohio.
Væri gestur hans frá Skotlandi lék pabbi
sama leikinn. Hann velti errunum á tung-
unni alveg eins og hreinræktaður Skoti.
Stundum lék hann þetta hlutverk sem Svíi
eða Þjóðverji. Hann var æfinlega frá sama
landi og gesturinn, sem í heimsóknina kom.
Eg held að allir þessir menn hafi vitað að
hann laug, en þeim þótti ekkert minna vænt
um hann fyrir það. Þetta var eitt af því,
sem eg skildi aldrei, þegar eg var lítill
drengur.
Og svo var það mamma. Hvernig gat hún
þolað þetta? Oft langaði mig til að spyrja
hana um það, en eg þorði það ekki. Það er
ekki hægt að spyrja mömmu um slíka hluti.
Margt kvöldið lá eg í rúminu mínu uppi
á loftinu og heyrði hann segja raup-
sögur sínar niðri í stofunni. — Oft
voru það sögur frá borgarastyrjöldinni, og
þegar hann sagði frá, mátti ætla, að hann
hefði tekið þátt í öllum orrustum, sem þá
voru háðar. Hann virtist líka hafa verið
góðkunningi allra mestu hershöfðingjanna.
Einkum hafði hann verið perluvinur Grants,
æðsta foringja Norðurríkjanna. Og þegar
Grant tókst á hendur að stjórna sókn hers-
ins tók hann auðvitað föður minn með sér.
„Eg var boðliði í aðalstöðvunum þá, og
þá sagði Sam Grant við mig: „Irve,“ segir
hann, „án þín get eg ekki verið. Þú verður
að koma með mér“.“
Þeir Grant laumuðust stundum á afvik-
inn stað til þess að fá sér glas saman í næði.
Að minnsta kosti báru sögur föður míns það
með sér. Hann sagði til dæmis oft frá deg-
inum þegar Suðurríkin gáfust upp. A því
stóra augnabliki var Grant hvergi finnan-
legur.
„Þið kannist auðvitað við það úr bókinni,
sem Grant hefur sjálfur skrifað,11 sagði
pabbi, „endurminningum hans. Þar hafið
þið auðvitað tekið eftir því, að hann heldur
því fram, að hann hafi haft höfuðverk, en
orðið alheill um leið og hann fékk boðskap-
inn um að nú væru Suðurríkjamenn albúnir
að mæta berlæraðir í skyrtunni til þess að
semja.“
„Jú, þökk fyrir,“ bætti svo pabbi við eftir
hæfilega þögn. „Vitið þið hvar hann var?
Hann var með mér úti í skógi.“
Alls staðar var leitað að Grant, en hann
hafði hlaupið af hestbaki og farið út í skóg,
og þar rakst hann á mig. Hann var ataður
leiri frá hvirfli til ilja.
„Eg sat þarna upp við tré úti í skóginum
með flöskuna í hendinni, og kærði mig koll-
óttann. Stríðinu var lokið. Við vorum búnir
að skaka vindinn úr óvinunum.“
Eftir sögum föður míns að dæma varð
hann fyrstur til þess að skýra Grant frá upp-
gjafartilboði óvinanna. Hann hafði fengið
vitneskju um það frá boðliða, sem af til-
viljun hafði riðið fram hjá, og sá boðliði
hafði vitað að pabbi var dús við Grant. Þess
vegna sagði hann pabba leyndarmálið
Og í tilefni af þessu ákváðu þeir, pabbi
og Grant, að fá sér brjóstbirtingu í samein-
ingu. Og þeir gerðu það svikalaust. En pabbi
vildi ekki, að Grant skildi mæta ölvaður
þegar hann kæmi til móts við Lee, foringja
Suðurríkjamanna. Þess vegna braut hann
flöskuna upp við tré.
„En þið verðið að þegja yfir þessu,“ bætti
pabbi við. „Nú er Grant dauður, og eg kæri
mig ekki um að þessi saga komist á flot,
enda þótt hún sé dagsönn."
Þetta var aðeins ein af raupsögum hans.
Auðvitað vissu áheyrendurnir að hann laug,
en það varpaði engum skugga á gleði þeirra
yfir sögum hans.
EGAR PABBI varð gjaldþrota misstum
við allt, sem við höfðum undir höndum.
Og þegar enginn matur var lengur til í hús-
inu fór pabbi að heiman í heimsókn til