Samvinnan - 01.12.1949, Side 53
■bændanna í nágrenninu, þar var honum
alltaf tekið tveim höndum. Stundum var
hann fjarverandi í margar vikur, en mamma
:Stritaði ein heima til þess að metta soltna
maga okkar barnanna. Einn góðan veðurdag
birtist pabbi máske allt í einu og hafði með-
ferðis einhvern mat, t. d. svínslæri, sem
■einhver vinur hans í sveitinni hafði gefið
honum. Þá fleygði hann feng sínum á eld-
húsborðið með miklum gauragangi og sagði
stoltur:
„Pabbi er kannske maður til þess að sjá
um að börnin hans fái eitthvað að borða.“
Þá stóð mamma hjá og brosti. Aldrei
heyrði eg hana mæla önugyrði um pabba all-
ar þær vikur og mánuði, sem hann var að
heiman án þess að leggja fram einn einasta
■eyri til að kaupa mat fyrir handa fjölskyld-
unni. Dag nokkurn heyrði eg mömmu segja
nágrannakonu okkar meiningu sína. Ef til
vill hefur nágrannakonan verið svo óvarkár,
að láta í ljós samúð með mömmu.
„O, svei,“ sagði mamma. „Eg kvarta ekki,
hann er að minnsta kosti ekki sami mó-
hraukurinn og þumbarinn og aðrir karlmenn
hérna í götunni. Lífið er aldrei þreytandi
eða leiðinlegt þegar hann er nærri.“
Hugur minn var alltaf fullur af beiskju
gagnvart föður mínum, og stundum óskaði
eg, að hann væri ekki pabbi minn. Það rak
jafnvel svo langt, að eg hugsaði mér, að
hinn rétti faðir minn væri allt annar maður.
Og til þess að bjarga siðferði móður minnar
skáldaði eg sögu um hjónaband, sem af ein-
hverjum ástæðum varð að halda stranglega
leyndu. Eg hugsaði mér, að einhver mikill
maður eins og t. d. forstjóri járnbrautar-
félags eða þingmaður, hefði gifzt mömmu í
þeirri trú, að fyrri kona hans væri dáin, en
svo kom í ljós að hún lifði þrátt fyrir allt.
Þess vegna urðu þau að halda hjónabandinu
leyndu, en þau höfðu ekki komist hjá því
að eg fæddist. Eg var ekki sonur þess
manns, sem talinn var faðir minn. Einhvers
staðar í hinum víðáttumikla heimi lifði mik-
ilúðlegur og alvarlegur maður. sem var hinn
rétti faðir minn. Það rak svo langt að eg fór
að trúa þessum hugarburði mínum meira en
til hálfs.
En svo kom kvöld, sem eg minnist alltaf.
Mamma var ekki heima, ef til vill hefur
verið guðsþjónusta í kirkjunni þetta kvöld.
Pabbi kom inn úr dyrunum. Hann hafði
verið á faraldsfæti í margar vikur. Nú hitti
hann mig einan í húsinu. Eg sat við eldhús-
borðið og las.
Það var rigning og pabbi var holdvotur.
Hann sat lengi og horfði á mig án þess að
mæla orð. Mér leið illa. Eg hafði aldrei séð
nokkurt mannsandlit jafn raunamætt og
andlit hans var þá. Hann sat langa stund
grafkyrr, en vatnið draup úr fötum hans.
„Komdu með mér,“ sagði hann loksins.
Eg stóð á fætur og gekk með honum út
úr húsinu. Eg var fullur undrunar, en
óhræddur. Við gengum eftir forugum veg-
inum út úr þorpinu. Vegurinn lá niður eftir
dalverpi að vatni, sem var nokkra kíló-
metra í burtu. Maðurinn, sem ætíð var van-
ur að vera sítalandi var nú þögull sem gröf-
in.
Eg vissi ekki hvað nú átti að gerast, en
einkennileg tilfinning um það, að hér væri
eg í návist alókunnugs manns hafði sezt að
mér. Eg veit ekki hvort faðir minn hefur
ætlast til þess að hafa slík áhrif á mig, en
eg hygg síður að svo hafi verið.
Vatnið var allstórt. Regnið féll stöðugt í
stríðum straumum og öðru hverju heyrðust
þrumur og eldingar leiftruðu. Við stað-
næmdumst á grasigrónum vatnsbakka, þeg-
ar pabbi tók loksins til máls. Rödd hans
hljómaði annarrlega í myrkrinu og rigning-
unni.
„Farðu úr fötunum,“ sagði hann.
Eg byrjaði að afklæðast, stöðugt jafn
undrandi yfir því sem var að gerast. Þegar
birti af næstu eldingu sá eg að pabbi var
allsnakinn.
Við óðum út í vatnið. Hann tók í hönd
mína og dró mig með sér. Eg þagði, ef til
vill hef eg verið of hræddur eða of mjög á
valdi hinna óvenjulegu hughrifa til þess að
geta talað. Fyrr en þetta kvöld hafði eg
aldrei orðið þess var að pabbi veitti mér
nokkra athygli.
„Hvað ætlar hann nú að gera?“ spurði eg
sjálfan mig, hvað eftir annað. Eg var léleg-
ur sundmaður, en hann lagði hönd mina á
öxl sína og lagðist til sunds út á myrkt
vatnið.
Pabbi var stór og herðabreiður maður og
prýðilega syndur. I myrkrinu fann eg
hvernig vöðvar hans hnykluðust undir húð-
inni. Við syntum þvert yfir vatnið, þar sem
það var breiðast og aftur til baka sömu leið
til þess staðar, sem föt okkar lágu. Ennþá
var stríður stormur og stórrigning. Stundum
synti pabbi baksund, en í hvert skipti, sem
hann skipti um sund tók hann hönd mína og
færði hana til, svo að hún hvíldi stöðugt á
öxl hans. Við og við leiftruðu eldingar, og
brot úr sekúndu sá eg þá andlit hans greini-
lega. A því var stöðugt sami sorgarsvipur-
inn og eg hafði tekið eftir heima í eldhús-
inu. A milli eldingarleiftranna varð ekki
annað skynjað en myrkur, stormur og regn.
En í brjósti mínu bærðist tilfinning, sem
eg hafði aldrei þekkt áður.
Eg fann nálægð pabba. Það var svo und-
arlegt. Líkast því að aðeins væru tvær
mannverur til í heiminum. Nú fannst mér
eg vera nýr maður í nýjum heimi, líkast
því, sem mér hefði skyndilega verið varpað
út úr skóladrengsheimi mínum, heiminum
þar sem eg hafði alltaf blygðast mín fyrir
pabba minn.
Hann var orðinn blóð af mínu blóði. Við
tveir, hann hrausti sundmaðurinn, og eg
drengurinn, sem hélt dauðahaldi í öxl hans í
myrkrinu, höfðum tengst órjúfandi böndum.
Við syntum þögulir, og þegjandi klæddum
við okkur og gengum heim.
Ljós brann á lampanum í eldhúsinu, þeg-
ar við komum inn úr dyrunum í rennvotum
fötunum. Mamma stóð í eldhúsinu og brosti
við okkur. Eg man að hún kallaði okkur
drengi, þegar hún ávarpaði okkur.
„Hvað hafið þið nú haft fyrir stafni,
drengir?" spurði hún. Pabbi svaraði engu.
VINTÝRI kvöldsins hafði byrjað í
þögn, þvi lauk einnig í þögn. Pabbi
sneri sér við og leit á mig. Svo gekk hann
út úr eldhúsinu, og mér virtist persóna hans
hafa eignast nýjan, undarlegan virðugleika.
Eg gekk upp stigann og inn í litla her-
bergið mitt, afklæddist og fór í rúmið. Eg
gat ekki sofnað, og eg vildi ekki sofna. í
fyrsta sinni á æfinni fann eg, að eg var son-
ur pabba míns. Hann var sagnaþulur og
skáld eins og eg ætlaði sjálfur einhvern
tíma að verða. Vel getur verið að eg hafi
hlegið með sjálfum mér þarna í myrkrinu,
en hafi það verið, var það vegna meðvitund-
arinnar um, að eg mundi aldrei, aldiei fram-
ar óska að eg ætti annan föður en pabba
minn.
Þ. F. þýddi.
EINKAFRAMTAKIÐ
Á UNDANHALDI
Hvergi hafa samvinnufélög átt harð-
ari andspyrnu að mæta en í Banda-
ríkjunum, þessu gósenlandi einka-
framtaksins. Heil blöð hafa verið gef-
in út einvörðungu til höfuðs þessari
sjálfsbjargarviðleitni almennings, og
útvarpsfyrirlesarar hafa haft það fyrir
aðalatvinnu að ófrægja samvinnufé-
lagsskapinn. Þó er óvíst, að sumt hið
merkilegasta í þessum málflutningi
taki skrifum íslenzka Morgunblaðsins
um samvinnufélagsskapinn fram á
stundum. En félagshreyfingar verða
ekki stöðvaðar með slíkum tilburðum.
Samvinnufélögin í Bandaríkjunum
eru í sífelldum vexti, og trúnaðar-
menn þeirra njóta vaxandi trausts.
Til dæmis um þetta er eftirfarandi
frétt í nýlegu fréttablaði Alþjóða-
samvinnusambandsins:
í september samþykkti öldungadeild
Bandaríkjaþings útnefningu Mr. John
Carson, sem er einn af forstjórum ame-
ríska samvinnusambandsins, í verzlunar-
ráð Bandaríkjanna. Útnefningin kom i
kjölfar víðtækrar yfirheyrslu þingnefnd-
ar. Kom þá í ljós, að mikil andspyrna var
uppi gegn því, að Carson fengi þetta
ábyrgðarmikla starf, en andstaðan var
ekki sprottin af því. að hann væri pers-
ónulega ekki talinn vel hæfur til þess,
heldur spratt hún af andúð á samvinnu-
félagsskapnum. Fram til þessa hafa aðeins
fulltrúar einkaframtaksins átt sæti í verzl-
unarráði sambandsríkjanna, og segja má
því, að útfnefning manns, sem er fulltrúi
neytendanna, sé mikill sigur. Eftir að
öldungadeildin hafði samþylckt útnefning-
una með. 45 atkvæðum gegn 25, lét aðal-
forstjóri ameríska samvinnusambandsins
svo ummælt: „Útnefning Carsons og sam-
þykkt þeirrar ráðstöfunar á þingi er eftir-
tektarverð viðurkenning á rétti neytenda
í borg og byggð."
53