Samvinnan - 01.12.1949, Síða 54

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 54
19 ára piltur, sem var póstþjónn i Hiroshima, pegar kjarnorkusprengjan var látin falla á borgina. 31/2 ári síðar eru örin eftir bruna- sárin stór og upphlaupin, eins og myndin sýnir Ijóslega. kjarnorkusprengjunni. Þessi undarlegu og margbreytilegu áhrif kjarnorkunnar hafa skapað ný starfssvið fyrir vísindin. Uppgötvanir eru gerðar, og reynslan færir mönnum heim sanninn um ýmislegt, sem ekki einu sinni vísindamennina hafði nokkru sinni órað fyrir. Fyrstu afleið- ingar sprengjunnar, sem rannsakaðar hafa verið, eru af sprengju þeirri, sem varpað var í New Mexico við Los Ala- mos þ. 16. júlí 1945. Vísindamennirn- ir horfðu sjálfir á þessa sprengju, og fylgdu eftir hinu einkennilega skýi, sem myndaðist eftir sprenginguna og, sem færðist með vindi inn yfir Amer- íku í ógurlegri hæð. Dauðaregnið. Þrem mánuðum eftir sprenginguna fékk kjarnorkumálanefndin fyrstu fregnir af afleiðingum hennar. Þær voru ekki frá eyjunni, þar sem sprengjan hafði verið látin falla. Þar höfðu engar sérstakar afleiðingar orð- ið, aðrar en þær, að myndast hafði svæði með geisavirkum fradioaktiv) sandi, sem öllum var bannað að fara inn á. Fregnirnar voru miklu merki- legri og eftirtektaverðari. í héraði einu, sem lá 32 kílómetra frá sprengju- staðnum, höfðu hestar og kýr verið í haga. Fjallkambur lá á milli þessa staðar og sprengjustaðarins, og átti hann að vera nægileg vörn þess, að Effir kjarnorkusprenginguna Eitt af Bikini-dýrunum, angóra-geit, frer blóðfærslu um borð i rannsóknarskipi. Undraverðar uppgötvanir vísindamanna á áhrifum kjarnork- unnar þrem og hálfu ári eftir Hiroshima-sprengjuna YFIR 3000 VÍSINDAMENN vinna í dag að því að rannsaka áhrif kjarnorkusprengjunnar á menn, dýr, fiska, málma, jurtir og vatn. Það eru áhrif sprengjanna, sem þegar hafa ver- ið „notaðar“, en þær eru átta talsins, sem rannsökuð eru af vísindamönnum frá hinum ýmsu félögum og stofnun- um vísindanna. Það eru ekki einvörðungu menn, sem lifðu af hina ægilegu sprengju í Hiroshima, sem rannsakaðir eru, heldur ýmiss konar dýr frá New Mexico og fiskar, dýr og jurtir frá Bikini. Þessar víðtæku rannsóknar á afleiðingum sprengjanna eru tvenns konar. Hér er ekki einungis um það að ræða, að slá því föstu, hvers kyns áhrif kjarnorkusprengjurnar höfðu á menn, dýr, jurtir og vatn, heldur einn- ig er reynt að finna hjálpartæki gegn sjúkdómum, og hjálpartækin fæðast svo að segja við hinar áköfu og um- fangsmiklu vísindarannsóknir. 50 amerískir og 125 japanskir lækn- ar og eðlisfræðingar, sem vinna í To- kio, Hiroshima og Nagasaki að þess- um rannsóknum, hafa ákveðið að rannsaka um 300,000 manns á öllum aldri, bæði sjúka og heilbrigða, fólk, sem ber ör eftir bruna, fólk, sem í fljótu bragði virðist vera heilbrigt, en sem skyndilega verður veikt af þeim sjúkdónrum, sem mest ber á meðal fólks í þeim borgum, sem urðu fyrir Gráhærð dýr með „Atómveikina“. — Lífshættulegar eyjar í Bikinifló- ' ) anum. — Undarlegir sjúkdómar á ) ; Hiroshima. — \ 54

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.