Samvinnan - 01.12.1949, Page 55

Samvinnan - 01.12.1949, Page 55
„gamma“-geislarnir næðu þangað ekki. En þá skeði það undraverða, að brúnir hestar urðu gráhærðir, rauðar kýr hvítar fyrir hærum, og svartur köttur á einum af bæjunum varð hvít- ur. Vísindamenn hófu þegar umfangs- miklar rannsóknir á þessum undar- legu fyrirbærum, og með því að bera saman tímann, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að ofurfíngerð dögg, hefði komið úr „atom“skýinu, hún hefði lagst í feld dýranna og hinar geisla- virku smáagnir hefðu litað hárin nokkru síðar. — Dýrin deyja þrem árum siðar. 58 nautgripir, sem höfðu lent í „atom“-regninu voru fluttir til borg- arinnar Oak Ridge í Tennessee og komið þar fyrir sérstökum gripahús- um. Þessi dýr deyja nú unnvörpum og öll af sama sjúkdóminum. Hvítu blóð- kornin hverfa úr líkamanum. Dýrin sjálf eru geislavirk eftir „atom“-dögg- ina, sem settist í feld þeirra, tróð sér síðan inn í líffæri dýranna og veldur nú dauða þeirra. Líffræðingar hafa rannsakað mjólk þeirra, tímgunar- hæfni og allan framgang þessi þrjú ár, og liafa safnað merkilegum gögnum, sem munu verða mikils virði fyrir rannsóknir framtíðarinnar. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á högun- um, þar sem dýrin voru á beit, þegar þau urðu fyrir ,,atom“-regninu. Amer- íska kjarnorkumálanefndin hefur lát- ið rannsaka möguleika á því að auka gras- og kornvöxt með geislaverkun. Nú liggur frammi skýrsla vísinda- manna um þetta atriði, og eftir henni að dæma, mun landbúnaðurinn ekki geta vænzt neins slíks, a. m. k. ekki með þeim tækjum, sem nú eru þekkt. Fórnarlömb visindamia. Margar þeirra tilrauna og rann- sókna, sem vísindamenn gera um þess- ar mundir á áhrifum kjarnorkunnar, eru mjög áhættusamar. í Ameríku eru nú yfir 500 vísindamenn, sem koma svo nærri hinum geislavirku efnum, að þeir eru í stöðugri lífshættu þess vegna. Tveir þeirra hafa þegar látið lífið í rannsóknunum og 11 hafa særzt. í Bikini-flóanum eru gerðar mjög víðtækar rannsóknir, og mikill ara- grúi amerískra vísindamanna hefst við á ýmsum smáeyjum í flóanum. „Kon- ungur“ eyjanna, Judah, og hið litla þjóðbrot lians, varð að yfirgefa eyjarn- ar, þegar kjarnorkusprengjurnar voru reyndar, og það er sagt, að hann hafi litlar vonir um að komast þangað aft- ur í náinni framtíð. Hinar litlu, un- aðslegu eyjar eru orðnar lífshættuleg- ir staðir. Síðastliðið vor var Judah, sem er höfðingi yfir hinni litlu þjóð, í heimsókn á megineynni. Þar fékk hann að vita, að land hans myndi verða hættulegur staður í næstu 15— "20 árin. Hinn hörundsblakki höfð- ingi var sóttur til eyjarinnar af amer- ískum flotamönnum. Sagt er að hann hafi verið dapur í bragði, þegar hann yfirgaf hina fögru eyju og hélt áleiðis til Rongerik, sem er 190 mílur frá Bik- ini, en þar hefur hann og þjóð hans búið um sig, til bráðabirgða að vísu, en ýmsir óttast að það muni geta orðið um allan aldur. Um borð í einu rannsóknarskip- anna í Bikiniflóanum gerðu nokkrir vísindamenn merkilegða athugun. Þeir höfðu tekið mynd af litlum fiski frá því svæði, sem neðansjávarsprengj- an hafði sprungið. Þegar filman var framkölluð var hún næstum því eins og fullkomin röntgenmynd. Beina- grind fisksins var geislavirk og lýsandi. Fiskurinn var hættulegur fyrir um- hverfið og alla, sem nálægt honum komu. Sama er að segja um málmbúta, sem sóttir hafa verið í skip, sem sukku á þessu svæði. Þeim hefur jafnóðum verið fleygt í hafið aftur, vegna hinna hættulegu geislaverkunar. Vísinda- mennirnir hafa einnig fundið mikinn fjölda af plöntum, steinum og öðrum fiskum, sem eins er ástatt um. Við ströndina hafa verið sett upp stór skilti með aðvörunum, ef einhver skyldi koma þar að landi og vita ekki um hættuna. En hvað hefur orðið um Bikini-dýr- in? Talið er að neðansjávarsprengjan lrafi haft miklu mikilvirkari áhrif en bæði Hiroshima- og Nagasakisprengj- urnar. Árið 1946 voru 76 skip við Bik- ini, en nú eru aðeins eftir 10 þeirra. 9 sukku við sprenginguni í Bikiniflóan- um og 57 liggja eins og vogrek á víð og dreif. Nokkrum þeirra hefur verið sökkt af flotanum vegna hinnar gífur- legu geislaverkunar, en sum þeirra hafa verið notuð til rannsókna, t. d. hefur eitt þessara skipa verið flutt í höfn í Seattle í Bandaríkjunum. í skipunum voru 5000 rottur, 120 mýs, 200 svín og 200 geitur. Það, sem eftir lifir í dag af þessum skepnum er að- eins 3 svín og 25 geitur. Það er allt og sumt. Það voru þó ekki öll dýranna, sem dóu af geislavirkuninni. Nokkur þeirra fórust við sprenginguna, nokk- ur drukknuðu, þegar skipin sukku, og eitthvað er álitið hafa dáið af eðlileg- um ástæðum. En langsamlega flest dóu af hinni lífshættulegu geislaverk- un. Svínin þoldu geislaverkunina verst. Langflest þeirra dóu á fáum dögum. Sjúkdómseinkenni voru svip- uð og hjá fólkinu í Hiroshima og Nagasaki, en þó var sá munur á, að sjúkdómurinn var fljótari að taka á sig hina raunverulegu mynd sína, þeg- ar um dýr var að ræða, og fljótari að verða dýrúnum að bana en mönnum. Fyrst urðu dýrin lystarlaus, síðan stygg og hryssingsleg. Litlu síðar kom „atom“-dauðinn. Hvítu blóðkornin hurfu úr líkama dýranna og blæðing- ar hófust alveg á sama hátt og átt hafði sér stað með fólk í Japan, og dýrin dóu á fáum dögum. Hár og húð duttu af líkamanum, og síðasti þáttur- inn, sem var öruggt merki um dauða, voru innvortis blæðingar. Nokkrar geitur fengu blóðfærslu (transfusion) og fyrst virtist það ætla að bjarga þeim, en eftir 3 mánuði duttu þær niður steindauðar án þess að vitað væri um nokkra sérstaka ástæðu. Þrjár geitur, sem enn lifa og eitt svartflekk- ótt svín, sem öll hafa liið geislavirka eitur í líkama sínum, eru í meðferð hjá kjarnorkusérfræðingunum, og eru notuð nýjustu meðul og hjálpartæki, sem vísindin þekkja gegn „atom“-veik- inni. Hve lengi þessi dýr muni lifa, er ómögulegt að segja, en þau hafa sem sé fram að þessum tíma lifað, þótt geisla- verkun sé í líkama þeirra. Enn er það mjög takmarkað, sem vísindamenn hafa viljað slá föstu um kjarnorkuna og áhrif hennar. En hin- ar umfangsmiklu rannsóknir munu með tímanum leiða í ljós, margar merkilegar niðurstöður. Það hefur heyrzt frá Bikini-rannsóknunum, að hin margumtalaða geislaverkun ('Radioaktivitet) þurfi aðeins að finn- ast í litlum mæli, til þess að draga úr möguleikum dýranna til að geta lifað og að það framkalli tilhneigingu til 55

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.