Samvinnan - 01.12.1949, Síða 58

Samvinnan - 01.12.1949, Síða 58
FORELDRAR OG BÖRN (Framhald af bls. 39) 2) Hjálpið til við að halda skip- inu á réttum kili, ef svo má að orði kveða. Þetta er ákaflega mikilvægt atriði. Allir þekkið þið, hvernig ástandið verður, þegar mamma og börnin eru búin að vera saman all- an heila daginn. Þau verða stund- urn dálítið þreytt hvert á öðru. Þarna getur þú bjargað miklu, er þú kemur inn á sviðið að starfi loknu, og þá helzt með því að leiða athygli beggja stríðsaðilanna að nýju efni, t. d. einhverju, sem þú hefur í huga að koma í framkvæmd heima fyrir eða einhverju, sem ná- grannar þínir eru að gera. Það kost- ar talsverða hugkvæmni, að gera þetta laglega og án þess að tilgang- urinn verði auðsær, og ekki má nota sama tilefnið oft. Það dugar ekki. En ef laglega er á haldið, get- ur slík hugulsemi ráðið miklu um heimilisgleðina. 3) Vertu glaður á heimilinu. Komdu fjölskyldunni í gott skap. Þetta þýðir alls ekki það, að þú eigir að leika trúð. Heldur hitt, að þú eigir að gera að gamni þínu og kenna börnunum að gera það líka. Hæfileiki til þess að gera að gamni sínu og sjá skemmtilegar hliðar til- verunnar, getur orðið mörgum manninum hjálparhella í hvers- dagsstritinu. Möguleikarnir eru margir og miklir. Karlmenn, er þeir hittast, hafa hnittin tilsvör og gamanyrði á vörum. Konur síður. En því ekki að taka upp þennan hátt innan veggja heimilisins? Það gjörbreytir andrúmsloftinu. ANNAÐ er vert að hafa í huga. Ný áhugamál og ný skemmti- efni ættu að vera sérgrein pabba. Mamma er svo upptekin við að sjá um föt heimilismanna og búa til mat handa þeim, að liún getur blátt áfram ekki alltaf verið að hugsa upp einhver ný ævintýri til þess að hafa ofan af fyrir fjölskyldunni. A þessu sviði getur pabbi hjálpað, svo að um munar. Stundum er mamma hrædd við að fara ein ofan í dimm an kjallara, eða klifra upp brattan stiga. Þar á pabbi að ganga á und- 58 an, og börnunum mun þykja gam- an að því. En gæta verður þess, að mamma hverfi ekki alveg úr sjónar- spilinu. 4) Lofaðu börnunum að kynn- ast íþróttum þínum og „hobby“. Aldrei finnst börnunum skemmti- legra að vera með pabba, en þegar hann sýnir þeim, hvað hann getur á einhverju sviði og kennir þeim, t. d. að smíða fallegan hlut, gera við vél, sparka bolta, kasta flugu, reisa tjald o. s. frv. Drengir þrá alveg sérstaklega karlmannlega leiki eða íþróttir, og pabbi hefur ótal tæki- færi til þess að svala þessari þrá þeirra með því að veita þeim hlut- deild í sínum eigin leikjum. Dreng- ir þurfa nú á tímum að vera meira með mömmu en pabba, vegna at- vinnu eiginmannsins og ástæðna heimilanna, en íþróttir og leikir gefa kærkomið tækifæri til þess að vega upp í móti þessu. 5) Gefið gott fordæmi í daglegri hegðun og venjum. Ef þú lætur föt þín ekki skipulega frá þér, verður erfitt að kenna börnunum það. Ef þú skilur blöð og bækur eftir á gólfinu eða tvístrar þeim um her- bergið, verður ekki gaman að kenna börnunum hirðusemi að þessu leyti. Ef þú mætir óstundvís- lega á matmálstímum, læra börnin það líka. Ef þú hjálpar mömmu aldrei með uppþvott eða annað, verða börnin líka tregari til þess. Ef þú vilt skjóta þér undan þessu öllu — og mörgu fleiru — á þeim forsendum einum, að þú sért höfuð heimilisins og húsbóndi, þá mun það verða til þess að vekja andúð í brjósti barnanna, þótt þú verðir hennar ef til vill ekki var á yfirborð- inu. Það er alltaf auðveldara að kenna unglingum með því að sýna þeim dæmin. F'NGINN annar getur gegnt hlut- í verki pabba. Ef þú gerir það ekki sjálfur, er það hlutverk ófyllt. Og því er ekki gegnt, þótt gripið sé í það um helgar eða í sumarleyf- um. Þetta hlutverk þarf að leika alla daga ársins. Margir feður halda, að nægilegt sé að eftirláta mömmu allt umstangið, nema ef eitthvað sérstakt stendur til. En þetta er FRÚ CECIL COOK (Framhald af bls. 23) nokkuð væri, sem ég gæti gert fyrir hana þennan stutta tíma, þangað til lagt yrði af stað á ný, en innan tveggja stunda var ferðinni heitið með lest yfir þvera Danmörk til Esbjerg, en þar ætlaði frú Cook að taka „Eng- landsbátinn", eins og Danir kalla skipin, sem sigla áætlunarferðir milli Danmerkur og Englands. Enskir ferðamenn, sem koma til Danmerk- ur, byrja venjulega og enda á því, að kaupa sér nokkta te-pakka, því að hér í landi er það óskammatð, en í Eng- landi skammtað, og rneira að segja töluvert naumt, a. m. k. finnst hinum sí-tedrekkandi Englendingum mjög til um teskömmtunina og reyna gjarnan að birgja sig upp, ef kostur er á. Mér datt því í hug, að frú Cook myndi biðja mig að fylgja sér í einhverjar verzlanir. Nei, hún hafði aðrar óskir. „Ef þú hefðir tíma til að koma með mér út á hina svokölluðu Löngulínu og sýna mér Litlu hafmeyjuna, þá væri ég ánægð.“ Og við ókum út á Löngulínu, og frú Cook sá „Den lille havfrue", hina fögru myndastyttu af hafmey, sent sit- ur á stórum steini við fjöruborðið. Eg fylgdi frú Cook síðan á brautar- stöðina, og um leið og lestin rann út úr stöðinni, kallaði hún til mín út um gluggann á lestinni: „Hver veit nema við getum hitzt næst á íslandi." Eg rölti heim, með liugann fullan af þeirri ósk, að frú Cook ætti eftir að korna til íslands og hvetja konur þar til dáða, eins og hún hefur gert í öðr- urn löndum. Anna S. Snorradóttir. gamaldags hugsunarháttur, úreltur fyrir mörgum áratugum. Sá faðir, sem er með börnum sínum daglega, tekur á sínar herðar sinn skerf ábyrgðarinnar af uppeldinu og leggur sig fram um að kenna börn- um sínum hegðun og góða siði, fær sína umbun fyrr en hann gerir sér í hugarlund til að byrja með. Hún mun áreiðanlega falla honum í skaut áður en hárin grána.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.