Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 59

Samvinnan - 01.12.1949, Qupperneq 59
GÖTHE: „FÁST OG MEFISTÓFELES' (Framhald af bls. 42) því að fullkomna það sjálft og jafn- framt fullkomna andstæðu þess, svo að nálgast andleg heimsyfirráð undir skikkju háðsins, eða að svíkja eitt mál- efni í hendur annars með bros á vör. HÉR er allt og ekkert eitt og hið sama, alveg eins og Mefistófeles og Fást eru það sama í persónu skap- ara þeirra, sem lætur þá gera samning sinn þannig, að hann umbreytir hinu illa — því, sem er frá djöflinum, — í allt, sem er mannlegt. „Brjóst mitt, sem er læknað af lær- dómsþorsta, mun héðan í frá vera opið gagnvart sársauka, og það, sem er hlut- skipti mannkynsins, skal verða mér hin hæsta gleði, andi minn mun grípa fegins hendi allt, sem er háfleygt og djúpt og safna gleði mannkynsins og sorgum þess í brjóst mitt og þannig útvíkka mitt sjálf til þess að ná til sjálfs þess alls.“ Er þetta samningur við kölska? Eða játning um níhilisma? Vissulega ekki. Þetta er hin hæsta játning til lífsins, hinar háfleygustu vonir um að verða fyrirmynd mannkynsins með því að vera eins fús til þess að fórna og að taka á móti fórnum. Þetta er hæsta þrep húmanismans. ESSI lífsjátning er of stórkostleg og háfleyg til þess að hægt sé að ganga fram hjá því ,,góða“ í henni, eða hinu friðsamlega og jafnvel bljúga. Aðeins ógagnrýninn dýrkandi gæti þó látið sér yfirsjást, eða neitað því, að Göthe var eins mikill andstæð- ingur liugsjóna og Bismarck, hann var aristókrati, menningarlega og póli- tískt, og á stundum harðsvíraður íhaldsmaður. Látum oss vera hrein- skilin, jafnvel á þessari minningar- liátíð. Hann var á móti prentfrelsi, á móti almennum kosningarrétti, hann var andstæðingur lýðræðis og stjórnar- skipunar. Hann var sannfærður um, að „vizka" væri einkaeign minnihlut- ans, og hann var fylgismaður forsætis- ráðherrans, sem stjórnaði með einræði gegn vilja konungs og þjóðar. Enda þótt honum væri í brjóst borin djúp ást á andliti einstaklingsins — og hann sagði, að eitt andlit gæti læknað sig af þunglyndi —, hafði hann samt litla eða enga trú á framþróun mannkyns- ins, hvorki á byltingatímum þess né á friðsamlegri framsóknartímum. HANN var ekki friðarsinni, hann hafði meira að segja góðan skiln- ing á gildi valds og máttar í orustu, „þangað til metinn er meiri styrkleiki andstæðingsins“. Hann var þó alltof vitur til þess að játa ekki, að „stríð er sjúkdómur, sem upphafsmenn þess ætluðu að mundi viðhalda hreysti, en var síðan breytt til þess að styrkja utanaðkomandi og ónáttúrleg öfl“. En hann efaðist stór- lega um hæfileika mannsins til þess að læra rök og réttsýni. Þess vegna verður enginn endir á reikulu ráði og blóðs- úthellingum. Persónulega játar lrann, að sér finnist það niðurdrepandi, að vera góðknnningi nokkurs manns, reiðin sér heilsusamlegri. Enda þótt þetta sé tæplega kristileg ást á friði, er hún lúthersk og í ætt við Bismarck. Vegna snilligáfu sinnar og skýrrar hugsunar, hefur hann stundum verið nefndur „hinn þýzki Voltaire", og er það um margt réttnefni. Hann hefur verið borinn saman við Erasmus, og er það ekki illa til fundið. Hin fjand- samlega afstaða hans til frönsku bylt- ingarinnar — enda þótt „Werther" hans vísaði þar veginn — er keimlík afstöðu Erasmusar til endurreisnar- innar. En þótt þessum samanburði væri haldið áfranr, mundi hann naumast verða til þess að lyfta Erasmusi. Alveg eins og Erasmus, gáfaður, háfleygur en fíngerður, fölnar við hlið hins sterka Lúthers, fölna þeir báðir, þegar þeir eru bornir saman við hið fágaða og agaða eðli Göthes, því að Göthe var bæði Erasmus og Lúther, sam- bland hins grófa og hins guðlega, og af slíku samblandi hefur engin svipuð stærð litið ljós þessa heims síðan sögur hófust. í persónu Göthes finnum við hinn náttúrlega Þjóðverja og Suður- Evrópumanninn sem algera, sam- hæfða heild, og slík samhæfing er raunar hin sama og að sameina snilli- gáfu og skynsemi, leyndardóm og skýr- leika, ljóðrænu og sálarfræði, skáld og rithöfund. Það er raunar kraftaverk! Hið „góða“ Þýzkaland er styrkt og blessað af skáldgyðjunum. Fyrir þeirra verk varð þýzkur maður fyrirmynd, ekki aðeins fyrirmynd þjóðarinnar, BRUNNURINN (Framhald af bls. 47) búri eða fangelsi. Það eina, sem maður sér, er dálítill blettur af bláum himni. Börnin eru farin, og þar með er síðasta bandið slit- ið. Eitt sinn höfðu þau setið í kjöltu hans, voru rjóð og heit, hlógu og flissuðu, tóku ut- an um hálsin ná honum svo fast, að manni lá við köfnun. Og svo hverfa þau einn góð- an veðurdag og þá á maður engin börn leng- ur. Hefur raunar aldrei átt nein börn og mun aldrei eignast nein, því að nú er maður orðinn gamall. Gamall og einn. Loksins kom hún, hún Anna, með rós- rauðar kinnarnar og æskufjör i hverri hieyf- ingu. Hún hló að honum, skildi allt án þess að spyrja nokkurs, gerði allt eins og hann vildi, án þess að hann þyrfti að segja eitt einasta orð. Hann steig þungt fram á las- burða fótinn þegar þau gengu hlið við hlið niður að þjóðveginum. — Eg hef verið að hugsa um það, sagði hann þegar þau stóðu úti fyrir dyrum húss- ins, að eg er líklega orðinn of gamall fyrir þig. Eg held að við ættum að hætta við giftinguna. Ætli það sé ekki bezt að láta allt vera eins og það er? Hún horfði upp til hans, og það var hvorki undrun né móðgun í svipnum. — Eins og þú vilt, sagði hún. — Aðal- atriðið er að þér líði vel. Og svo brosti hún og tók undir handlegg hans og leiddi hann inn í húsið og hann var ekki einn lengur. (Lausl. þýtt). KRON f REYKJAVÍK (Framhald af bls. 22) við. Verkalýðshreyfingin hefur þegar komið kaupgjaldsmálum alþýðustétt- anna í bæjunum í það horf, að atvinnu rekendur heimta verðlagshækkun í hvert skipti sem kaupgjald verkalýðs- ins er hækkað. Afleiðingin er sú, að þótt kaupið sé knúið upp þá verður ekki um neinar raunverulegar kaup- hækkun að ræða vegna þess, að verð- lagið fylgir alltaf á eftir. Þess vegna væri eðlilegast að verkalýður bæjanna, gjarnan undir forustu Alþýðusam- bands íslands og S.Í.S. sameiginlega, fari að gefa samvinnumálum meiri gaum en hingað til. Fyrsta skrefið er að alþýðustéttirnar í Reykjavík gerist meðlimir í Kron og noti neytenda- þjónustu þess. Næsta skrefið er svo að a. m. k. iðnaðarmenn og sjómenn stofni sín eigin samvinnuframleiðslu- félög á hliðstæðan hátt og bændur hafa gert. heldur og „alls mannkyns", en öll þess „sjálf“ umfaðmaði hann á sínu eigin, örláta „sjálfi“. (Lausl. þýtt. Stytt.) 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.