Samvinnan - 01.12.1949, Page 61

Samvinnan - 01.12.1949, Page 61
(Tramhald). Tvær langar og skelfilegar klukkustundir liðu enn, og regngrátt loftið var þegar tekið að dimma af kveldi, er skipið virtist loks strandað fyrir fullt og allt, svo að engar líkur væru til þess framar, að það ræki lengra í áttina til lands. Öldurnar gengu nú sjaldnar en áður yfir skipið, en þegar enn gaf á, slöngvuðu þær þungri sandleðju inn á þil- farið. Ekkert var líklegra en að skútan liðaðist rneð öllu í sundur, eða sykki gersamlega í sandkafið, og öll áhöfnin með henni, ef ekkert kæmi henni til bjargar, áður en langt væri liðið af nóttu. Hinum megin við strandstaðinn á grynningunum — þeim megin, sem fólkið sást á ferli uppi á ströndinni — var djúpur áll með flugstraumi, og var þeim ljóst, að það hafði þó verið lán í óláni, að brimið hafði ekki skolað skipinu alveg inn fyrir grynningarnar, því að þá myndi skútan hafa sokkið alveg. Þeir sáu, að fólkið í landi hafði séð og skilið merki þeirra. En þeim varð ekki um sel, þegar það hvarf allt í einu ger- samlega á brott af ströndinni, svo að enginn þeirra vissi, hvert það hafði farið. Sölvi náði sér í fáeina lausa planka, sem hann reyrði saman. Skipshöfnin fylgdi dæmi hans, og hver og einn reyndi að ná sér í eitthvað lauslegt, sem haldizt gæti á floti um stund. Sölvi hafði í hyggju að bjarga Elísabet og barninu upp að ströndinni og freista þess, hvort röskleiki hans og sundfærni dygði til þess að draga þau á línu í gegn- um sogandi brimgarðinn, sem ýmist valt freyðandi inn yfir fjöruborðið, eða þurrkaði sandinn gersamlega í útsoginu. Á meðan þessu fór fram sat Elísabet í stiganum með barnið í faðmi sér, og áttaði sig naumast á því, sem gerðist í kringum hana. En allt í einu leit Sölvi upp frá starfi sínu við flekann. Hann heyrði, að hásetarnir ráku upp fagnað- aróp. Þeir höfðu komið auga á hóp manna, sem kom í ljós í gilskoru nokkurri uppi í bökkunum, og drógu þeir stór- an bát á milli sín. Þeir námu ekki staðar fyrr en fremst í fjöruborðinu. Þegar þangað kom stukku nokkrir þeirra viðstöðulaust upp í bátinn, en hinir sættu færi og hrundu bátnum fram í brimgarðinn um leið og ný holskefla reið yfir og sogaðist aftur í djúpið með kyngikrafti og hreif bútinn í einu vetfangi með sér alllangan spöl fram í álinn, en bátsverjar lögðust af alefli á árarnar. Augljóst var, að þessir djörfu drengir þekktu sjólagið og siglingaleiðina þarna eins og sína eigin buxnavasa. Þeir tóku á sig stóran krók og stýrðu á haf út í fyrstu, unz komið var út fyrir ýmis sker og grynningar, sem voru á leið þeirra. En svo létu þeir vind og öldu bera sig í áttina til strandar- innar aftur, unz þeir voru komnir á hléborða við flakið, en í skjóli þess var tiltölulega kyrrt. Þeir náðu í kaðalenda og hrópuðu: „Flýtið ykkur, drengir!“ En skipshöfnin á „Júnó“ þurfti naumast nokkurrar hvatningar við. Sölvi bar konu sína, sem nú var orðin næstum því meðvitundarlaus, út að borðstokknum, þar sem hjálpfúsar hendur tóku á móti henni og komu henni fyrir aftur í skut á bátnum. En Elísabet reis þá upp með útbreiddan faðminn, unz hún hafði aftur náð til barnsins, sem rétt var mann frá manni til móðurinnar. Þá varð hún rólegri, en mændi þó kvíðvænum augum á allt, sem gerð- ist, unz hún sá Sölva koma sjálfan niður í bátinn. Síðastur allra yfirgaf hann skip sitt. En þegar Elísabet sá hann loks stökkva yfir borðstokkinn, fjaraði eftirvæntingin og æs- ingin, sem haldið hafði henni uppi, út, og hún hneig í öngvit þarna í skutnum. Björgunarbáturinn hélt nú frá flakinu áleiðis til lands, þar sem næstum því tuttugu menn í sjóstígvélum og ullar- peysum stóðu úti í brimgarðinum og héldust í hendur. Nú seildust þeir fremstu til bátsins, og var honum kippt með rösklegum handtökum upp í fjöruna og úr allri hættu. Sölvi og menn hans heyrðu að lostið var upp fagnaðar- ópi umhverfis þá, og sá björgunarmannanna, er setið hafði undir stýri á ieiðinni til lands, hrópaði til Sölva, er gripið hafði þögull í hönd hans, en kom sjálfur engu orði upp: „Það var djarflega og skynsamlega gert, Norðmaður, að stýra skútunni í strand! Ef þú hefðir ekki tekið þann kost- inn, hefðuð þið orðið að gista þarna frammi í nótt!“ Strandbyggjar skiptu skipbrotsmönnum á milli sín til gistingar og aðhlynningar, sem alls staðar var veitt af ein- lægri hluttekningu og gestrisni. Sölvi bar son sinn í fang- inu og studdi konu sína með annarri hendi. Skipstjóri og skipshöfn, þreytt og holdvot, fylgdi hinum djarfa bjarg- vætti sínum, Ib Matthisen og félögum hans, inn á milli sandhólanna, sem skýldu fyrir hafáttinni, svo að stormsins varð naumast vart, eftir að þangað var komið. Hópurinn varð þó að ganga fulla mílu inn í landið, áð- ur en hann kom að fyrstu verbúðunum. Rökkrið féll á, og dapurleg þögn og þreyta greip skipbrotsmennina, en föru- nautar þeirra yrtust aðeins á öðru hvoru. Stundu síðar kom hópurinn út á flatlendi, þar sem sandurinn feyktist framan í menn, svo að sveið undan. Loks sáu þau nokkur ljós blika í myrkrinu, og að vörmu spori sáu þau dálitla kofaþyrpingu. Ib Matthisen átti stærsta kofann, og þangað tók hann Sölva, konu hans og barn, en nágrannar hans 61

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.