Samvinnan - 01.02.1968, Side 22

Samvinnan - 01.02.1968, Side 22
árás á Þýzkaland yfir Ítalíu, en nota Noröur-Afríku sem stökkbretti. Ítalía var að því leyti auðunnin, að stjórnarkerfið féll saman 1943, Mussolini var steypt af stóli og ítalskar hersveitir voru brátt farnar að berjast með bandamönnum. En í landfræðilegum skilningi var Ítalía ekki auðunnin, og fjöllin þar (einkum Monte Cassino) reyndust Þjóðverjum öflug varnarvirki. Hinsvegar vildi Churc- hill beita sterkari liðsafla á þessum víg- stöðvum en Bandaríkjamenn gátu fall- izt á. Churchill vildi halda rakleitt yfir Norður-Ítalíu til Vínar og Búdapest, þar- eð hann sá hvað verða mundi að stríði loknu og vantreysti kommúnistum, en Roosevelt, sem var í sumu tilliti gam- aldags Bandaríkjamaður, þóttist finna þeíinn af „brezkri heimsvaldastefnu“ og vildi heldur treysta Stalín. Þessvegna varð stríðið í Suður-Evrópu aldrei annað en formáli eða útúrdúr. Höggið átti að koma úr vestri og þangað var megin- liðsaflanum stefnt. Þegar innrásin var gerð í Normandí i júní 1944, varð Georg konungur VI að „skipa“ Churchill að hætta við að fara með innrásarhernum yfir Ermarsund — á sama hátt og Eisenhower varð seinna að „banna“ honum að fara yfir Rín. Hin fræga „Mórberjahöfn", sem Bretar fóru með í pörtum yfir sundið og notuðu til lendingar, átti m. a. upptök sín í hug- myndum Churchills. Hann var vitaskuld gagntekinn af tilhugsuninni um sigur- inn sem í vændum var, en jafnframt hafði hann áhyggjur af fúsleika Roose- velts til að treysta Stalín fremur en Churchill. Roosevelt sá að sjálfsögðu fyr- ir sér nýjan heim þar sem tröllveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, lifðu saman í sátt og samlyndi. En Churchill sárnaði það ákaflega að vera ekki kvaddur til funda Rússa og Bandaríkjamanna, og honum gramdist að sjá Roosevelt sóa persónutöfrum sínum á slóttugan og til- litslausan harðstjóra einsog Stalin. Á ráðstefnunum í Teheran og Jalta (1943 og 1945) var Churchill lítil fróun í að sjá Roosevelt og Bandaríkjamenn fjalla um Breta sem hugsanlega árásar- aðilja á Ítalíu, í Júgóslavíu og Grikk- landi, á sama tíma og Stalín undirritaði ánægður sáttmála einsog þann að virða „frjálst og sjálfstætt Pólland“, sem hann hafði aldrei hugsað sér að halda. Churc- hill var staðráðinn í að bjarga Ítalíu og Grikklandi frá kommúnismanum og fór sjálfur til Aþenu á jóladag 1944 til að hindra valdatöku kommúnista og setja á laggirnar gríska stjórn. Skömmu síðar létu bandarísku herstjórarnir Marshall og Eisenhower sigursæla heri sína nema staðar við tékknesku landamærin, þráttfyrir hjálparbeiðnir frá skærulið- um i Prag, þareð þeim var „þvert um geð að hætta bandarískum mannslífum í hreinum pólitískum tilgangi". Þannig hernámu Rússar Prag, og þess var ekki langt að bíða að Tékkóslóvakía félli í hendur kommúnistum. Berlín hefði líka getað fallið í hendur vestrænu herjanna, en Eisenhower taldi það „hemaðarlega óskynsamlegt“. í maí 1945 var stríðinu lokið og Churc- hill naut um sinn sigurvímunnar; hann var helzti höfundur sigursins. En svo Churchill bauð Elísabetu drottningu til kvöld- verðar rétt áður en hann lét af embœtti 1955. kom kosningabarátta, og þessi mikli maður sýndi bresti sem vörpuðu skugga á dýrðarljómann. Tónninn sem hann beitti í baráttunni við andstæðinga sína, sem höfðu verið tryggir samstarfsmenn hans í stríðinu, var langt fyrir neðan virðingu mikilmennis. Það var barnalegt að stimpla gæflynda leiðtoga Verka- mannaflokksins, einsog Attlee, Cripps og Bevin, sem hugsanlega „Gestapómenn“. Aukþess talaði Churchill ekki lengur sem þjóðarleiðtogi, heldur flokksleiðtogi íhaldsmanna, og í hugum margra Breta var íhaldsflokkurinn með réttu eða röngu tengdur atvinnuleysinu á þriðja tug aldarinnar og friðunarstefnu Cham- berlains á fjórða áratugnum — það var flokkurinn sem hafði hunzað Churchill fyrr á árum. Brezkur almenningur vildi nú fá aukið félagslegt réttlæti og taldi Verkamannaflokkinn líklegri til að tryggja það en íhaldsflokkinn. Þessvegna beið Churchill herfilegan ósigur eftir hinn glæsilega sigur, og hann tók þeirri auðmýkingu mjög illa. í stjórnarandstöðunni var hann fullur hæðni og fyrirlitningar, en hitti ekki ævinlega í mark. Þegar hann sakaði stjórn Verkamannaflokksins um að „jafna eymdina og skipuleggja skortinn", fannst mörgum hann vera kominn útí pólitískan loddaraleik. í alþjóðamálum vöktu orð hans ævinlega eftirtekt, eins- og þegar hann bjó til hugtakið „járn- tjald“ i fyrirlestri í Bandaríkjunum og prédikaði samstöðu Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu gegn vaxandi ógn komm- únismans. Og endaþótt pólitiskir and- stæðingar réðust gegn honum í flokks- pólitískum málum, voru þeir fáir sem ekki hylltu hann við þau fjölmörgu tæki- færi þegar flokkastreitan var lögð til hliðar og hann heiðraður fyrir aírek sín í stríðinu. Hann var enn fullur af lífsorku þó kominn væri á áttræðisaldurinn. Hann var á sífelldum ferðalögum, tók við alls- kyns heiðursvottum, eignaðist kappreiða- hesta, málaði og sýndi reglulega i Royal Academy, og umfram allt las hann fyrir hina miklu sögu sína um seinni heims- styrjöld, History of the Second World War, sem kom út í sex þykkum bindum. Þaraðauki var hann leiðtogi stjórnar- andstöðunnar á þingi. Hinn pólitíski dingull sveiflaðist til- baka einsog við var að búast. Árið 1951 var Churchill aftur orðinn forsætisráð- herra 77 ára gamall í meirihlutastjórn íhaldsmanna. En breytingar urðu harla litlar. Að vísu var skömmtun afnumin nokkru fyrr en gert hefði verið undir stjórn Verkamannaflokksins. Einkaiðn- aður fékk aukið svigrúm. En verðbcflgan hélt áfram með sama hætti og fyrr. í utanríkismálum var sömu stefnu fylgt í NATO, hjá Sameinuðu þjóðunum og gagnvart nýlendum samveldisins. Chur- chill hafði oft verið kallaður stríðsæs- ingamaður, heimsvaldasinni, ævintýra- maður, en hann sýndi allt aöra eigin- leika á síðustu valdaárum sínum. Hann lagði sig fram um að komast að sam- komulagi við Rússa áður en vetnis- sprengjan gerði útaf við siðmenninguna; hann var fyrsti vestræni stjórnmálamað- urinn sem barðist fyrir fundi æðstu manna, en hvorki Bandaríkin undir ógnaráhrifum hins móðursjúka Mc- Carthys né Sovétríkin á síðustu árum Stalíns vildu hverfa úr virkjum haturs og tortryggni. Árið 1952 lézt hinn tryggi vinur hans, Georg VI, og við krýningu Elisabetar II tók hann loks við sokkabandsorðunni, sem hann hafði áður hafnað. Hann tók þátt í krýningarhátíðinni 1953 með öllu því rómantíska hrifnæmi sem honum var eiginlegt. En á þessu sama ári fór hestaheilsu hans að hraka. Hann fékk slag, en náði sér til þeirra muna að hann gat gegnt embætti rúmt ár til við- bótar og varði þá öllu sínu þreki til að koma á varanlegum friöi. Það tókst ekki og hann dró sig í hlé 1955. Síðasta ræða hans í embætti var hvatning til heims- ins um að beita ekki hinum hræðilegu nýju gereyðingarvopnum og missa ekki vonina. „Hörfið aldrei, þreytizt aldrei, örvæntið aldrei,“ sagði hann. Hugrekkið hafði ævinlega verið ríkasti þátturinn í eðli hans. Hann hafði stund- um verið fljótfær og einþykkur. Hann hafði átt ýmsa snögga bletti. En víð- sýni hans, hugkvæmni og hugarflug var fágætt, og í því efni átti hann engan jafningja meðal vestrænna leiðtoga. Hann var elskuverðasti og dáðasti stjórn- málamaður Breta á þessari öld. Winston Churchill sat á þingi til dauðadags, en var orðinn mjög hrum- ur undir lokin. Hann lézt í ársbyrjun 1965 níræður að aldri. □ 18

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.