Samvinnan - 01.02.1968, Page 40

Samvinnan - 01.02.1968, Page 40
ERLENDUR EINARSSON: ÍSLAND OG ALÞJÚÐASAMVINNU SAMBANDIÐ I. Upphaf Nítjánda öldin er fæðingar- öld ýmissa stefna í stjórnmál- um og félagsmálum. Fátækt og umkomuleysi verkafólksins, eftir að iðnbyltingin fór að segja til sín í lok átjándu ald- ar og byrjun þeirrar nítjándu, vakti gáfaða menn til umhugs- unar um nýjar stefnur í stjórn- málum og félagsmálum. Þess- ir hugsuðir á öldinni sem leið horfðu með skelfingu á hinn sívaxandi fjölda öreiga, sem dæmdur var til þrælkunar og örbirgðar, á meðan yfirstétt og iðjuhöldar söfnuðu vax- andi auði og völdum. í hugum hugsjónamannanna fæddust nýjar stefnur, er miðuðu að auknu fjárhagslegu lýðræði. Nefna má menn eins og Bret- ann Robert Owen (f. 1771) og Þjóðverjann Karl Marx (f. 1818), en sá síðari átti eftir að skapa nýja stefnu í stjórnmál- um, er haft hefur víðtækari áhrif í heimsmálum en nokk- ur önnur einstök stjórnmála- stefna. Robert Owen var hins vegar brautryðjandi á þrengra sviði en Marx. Hugsjónir hans um útrýmingu fátæktar og eymdar byggðust á samstarfi manna til úrlausnar á vanda- málunum. Robert Owen kveikti ljós á stiku samvinnustarfsins. Hin nýja hreyfing Owens barst um Bretland, m. a. til iðnaðar- bæjarins Rochdale, sem er skammt frá Manchester, og þar stofnuðu 27 vefarar fyrsta reglulega kaupfélag veraldar árið 1844. Höfuðreglur vefar- anna eru enn í dag grundvall- arreglur samvinnustarfs í flest- um löndum heims. Skipulag samvinnustarfs vef- aranna breiddist síðan út um Bretland og önnur lönd. Kaup- félög og samvinnufélög risu upp. Ný barátta fyrir bættri verzlun var hafin. Árið 1882 stofnuðu bændur í Suður- Þingeyjarsýslu fyrsta kaupfé- lag á íslandi. Þegar félögunum fjölgaði voru stofnuð landssambönd félaganna. Þessi hreyfing — samvinnuhreyfingin — breidd- ist ört út á síðari hluta 19. ald- ar. í fylkingarbrjósti voru bændur og verkamenn. Sam- vinnufélög urðu baráttutæki fólksins fyrir bættum kjörum. Sumarið 1895 var haldinn fundur í Reykjavík. Þar mættu 9 fulltrúar frá 6 kaupfélögum. Var á fundi þessum samþykkt að stofna Samband íslenzkra kaupfélaga. Samband þetta varð ekki langlíft, en gegndi þó sínu hlutverki. Það gaf út tímarit í tvö ár um samvinnu- mál og hefur vafalaust undir- búið jarðveginn fyrir stofnun Sambands íslenzkra samvinnu- félaga 7 árum síðar, árið 1902. En fleiri voru það en íslend- ingar, sem unnu að stofnun sambands samvinnufélaga ár- ið 1895. Á þessu ári komu sam- an í Lundúnum fulltrúar sam- vinnusambanda frá nokkrum löndum og stofnuðu Alþjóða- samvinnusambandið — Inter- national Co-operative Alliance. Það voru brezkir og franskir samvinnumenn er beittu sér fyrst og fremst fyrir stofnun þess. II. Tilgangur Alþjóðasam- vinnusambandsins (I.C.A.) Með stofnun Alþjóðasam- vinnusambandsins var sam- vinnustarfið fært út á nýtt svið. Þetta samband varð sam- einingartákn samvinnufólks um víða veröld. Alþj óðasamvinnusambandið er fyrst og fremst fræðslu- og menningarsamband, enda þótt sumar deildir þess vinni á við- skiptasviðinu. Megintilgangur þess er að breiða út á meðal þjóða þá hugsjón, sem felst í samvinnustarfinu, og styrkja og styðja samvinnustarf í hin- um ýmsu löndum, skapa og samræma grundvallarreglur samvinnufélaga. I.C.A. gerir sér Ijóst, að samvinnusamtök hinna ýmsu landa hafa sam- eiginleg hagsmunamál og að hin ýmsu landssambönd geta með sameiginlegu átaki í I.C.A. verndað betur hagsmuni sína og náð betri árangri við að móta stefnu sína. í 3. gr. samþykkta I.C.A. er tilgangur þess skilgreindur þannig: a. Að vera sameiginlegur full- trúi hverra þeirra stofnana, sem í reynd fylgja þeim grundvallarreglum, sem I.C.A. hefur samþykkt. b. Að útbreiða grundvallarregl- ur og starfsaðferðir sam- vinnu í heiminum. c. Að útbreiða samvinnustarf í öllum löndum. d. Að tryggja hagsmuni sam- vinnuhreyfingarinnar á öll- um sviðum. e. Að viðhalda góðu sambandi á milli aðildarstofnananna, sem eru innan vébanda I.C.A. f. Að úttreiða vinsamleg og efnahagsleg sambönd á milli hinna ýmsu samvinnustofn- ana, bæði innan hvers lands og á alþjóðavettvangi. g. Að vinna að því að friður og öryggi megi ríkja í heimin- um. Samkvæmt 4. gr. samþykkt- anna hyggst I.C.A. ná tilgangi sínum með því: a. Að halda alþjóðaþing með vissu millibili. b. Að senda fulltrúanefndir í heimsóknir til samvinnusam- taka allra landa, með það sérstaka markmið fyrir aug- um að kynnast samvinnu- samtökunum, skiptast á reynslu og gefa samtökun- um þær ráðleggingar og leiðbeiningar, sem þau kunna að óska eða I.C.A. kann að álíta æskilegar. c. Að annast útgáfustarfsemi. d. Að efla kennslu og kunnáttu í samvinnumálum í öllum löndum. e. Að efla starf Henry J. May stofnunarinnar, alþjóðlegr- ar miðstöðvar fyrir sam- vinnunám. f. Að annast rannsóknir á vandamálum, sem hafa mikla þýðingu fyrir sam- vinnuhreyfinguna, og safna tölfræðilegum upplýsingum (statistics) frá samvinnufé- lögunum. g. Að stofna alþjóðlegar deild- ir á meðal samvinnufélaga á sviði verzlunar, landbúnað- ar, framleiðslu, iðnaðar, banka og fjármála, vátrygg- inga, húsbygginga auk ann- arra sviða efnahagslífsins; og að hafa náið samband við þessar deildir. h. Að hafa sem nánast sam- starf við allar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og við aðrar frjálsar alþjóðastofn- anir, sem ekki eru á vegum ríkisstjórna og sem skilja og meta þýðingu samvinnu- starfs. í samþykktum I.C.A., 7. gr., er sérstakt ákvæði um frelsi og sjálfstæði. Þar segir: I.C.A. lítur á samvinnu sem cháðan grundvöll, þar sem fólk með hinar ólíkustu skoð- anir og stöður, af hinum ólík- ustu kynþáttum getur starfað saman. I.C.A. má ekki tengjast nein- um pólitískum eða trúarlegum stofnunum. Slíkt sjálfstæði, sem ein- ing alþjóðasamvinnuhreyfing- arinnar hvílir á, skal varðveitt á öllum samkomum og í allri útgáfustarfsemi I.C.A. Starfsemi I.C.A. hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fyrstu árin eða fram að fyrri heimsstyrjöld 1914, voru það nær eingöngu neytenda- samvinnusambönd, sem stóðu að I.C.A. Á árunum á milli heimsstyrjaldanna, 1919—1939, varð I.C.A. meira fulltrúi allra hinna ýmsu samvinnusam- taka: neytenda, framleiðenda, húsbyggj enda, samvinnu á sviði trygginga, bankastarf- semi o. s. frv. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldar hefur starfsemi I.C.A. beinzt inn á fleiri svið. Má þar nefna aðstoð við þróunarlönd- in og aðlögun samvinnustarfs- ins að þeim breyttu aðstæð- um, sem tæknibylting síðustu ára hefur skapað á meðal hinna þróuðu iðnaðarþjóða. Meðlimasambönd I.C.A. eru nú um 140 talsins í um 60 lönd- um. Að baki þessara sambanda eru um 215 milljónir einstak- linga, sem eru félagsmenn í samvinnufélögunum. III. Skipulag I.C.A. Grundvallarreglur um stjórn- skipulag I.C.A. eru byggðar á sömu reglum og gilda almennt í samvinnufélögunum. Atkvæði félagsmannsins er ráðandi eins og gerist í lýðræðisskipulagi. Æðsta vald í málefnum I.C.A. er hið svonefnda þing (con- gress), sem haldið er þriðja hvert ár. Hin ýmsu aðildar- sambönd eiga rétt á að senda fulltrúa á þingin í hlutfalli við félagsmannafjöldann heima fyrir. Þingið kýs svo miðstjórn og í henni eiga sæti einn eða fleiri fulltrúar frá hverju að- ildarsambandi. Miðstjórnin kýs svo forseta og varaforseta og framkvæmdaráð (executive committee). Framkvæmdaráð- ið ræður svo forstjóra (direc- tor) fyrir sambandið. Miðstjórnarfundir, einn eða tveir, eru haldnir á hverju ári. Geta má þess, að árið 1952 á 50 ára afmæli Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var haldinn miðstjórnarfundur I.C.A. í Reykjavík. 36

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.