Samvinnan - 01.02.1968, Side 41

Samvinnan - 01.02.1968, Side 41
Miðstjórn I.C.A. kýs ýmsar starfsnefndir, sem vinna að sérstökum málum. Má þar nefna: Landbúnaðarnefnd Heildsölunefnd Smásölunefnd Trygginganefnd Bankanefnd Húsbygginganefnd. Framkvæmdaráðið heldur nokkra fundi á ári, eftir því sem þörf gerist. IV. Aðsetur I.C.A. Aðalskrifstofa I.C.A. hefur aðsetur í London. Hlutverk skrifstofunnar, sem heyrir undir forstjóra I.C.A., er að út- búa dagskrár fyrir fundi fram- kvæmdaráðs, miðstjórnar og þingsins og sjá um allan und- irbúning fundahaldanna, varð- veita sjóði I.C.A., sjá um út- gáfustarfsemina, annast bóka- safnið, hafa á hendi rannsókn- ir og hafa umsjón með skrif- stofu I.C.A. fyrir Suðaustur- Asíu, sem hefur aðsetur í Nýju Delhi á Indlandi. V. Samstarf I.C.A. við aðrar alþjóðastofnanir Á seinni árum hefur I.C.A. haft víðtækt samstarf við ýms- ar alþjóðastofnanir. Má þar fyrst nefna Sameinuðu þjóð- irnar (U.N.). í 71. kafla stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna er gert ráð fyrir, að Efnahags- og félagsmálaráðið (Economic and Social Council) geti haft samstarf við aðrar alþjóða- stofnanir um ráðleggingar, er falla undir starfssvið þessara stofnana. I.C.A. var önnur al- þjóðastofnunin (Alþjóðasam- band verkalýðsfélaga var sú fyrsta), sem veitt voru þessi sérstöku réttindi sem ráðgjafi innan Sameinuðu þjóðanna. I.C.A. hefur síðan verið Efnahags- og félagsmálaráð- inu til ráðuneytis í ýmsum mikilvægum málum. Af þeim má nefna afnám takmarkana á alþjóðaverzlun, eftirlit með alþjóðlegum hringum og sam- steypum, staðfestingu á þeirri meginreglu, að allar þjóðir hafi jafnan og frjálsan aðgang að auðæfum heimsins, upptöku á meginreglum samvinnuhug- sjónarinnar á efnislegum og menningarlegum sviðum í van- þróuðum hlutum heimsins, og einnig má nefna ýmis þjóð- félags- og mannúðarmál, svo sem fullt jafnrétti kvenna, viðurkenningu í orði og verki á grundvallarmannréttindum, jafnt í félagslegu, stjórnmála- legu og efnahagslegu tilliti, í öllum ríkjum og heimshlutum, og afnám nýlendustefnu og kynþáttamisréttis. Einkanlega hefur I.C.A. þó látið til sín taka á þessum vettvangi í baráttunni fyrir því að hafa hemil á vaxandi fjölda af alþjóðlegum hringum og öðrum einokunarsamsteypum. I.C.A. átti fulltrúa á Havana- ráðstefnunni 1947—48, en nið- urstöður hennar leiddu til þess, að sett var í stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna ákvæði, er gerði ráð fyrir alþjóðlegri við- skiptastofnun, sem ynni að því að takmarka starfsemi einok- unarhringa, er skaðlegir væru alþjóðlegum viðskiptum. Þá var ályktun frá einu af þing- um I.C.A., þar sem farið var fram á afnám lagalegra tak- markana eða banna, sem stefnt væri gegn nýjum fyrir- tækjum á sviði vörudreifingar, á sínum tíma lögð fyrir Efna- hagsnefnd Evrópu eftir að I.C.A. hafði látið fara fram rannsókn á málinu á sínum vegum. Annað dæmi um starf I.C.A. er hlutdeild þess í Tækniað- stoð Sameinuðu þjóðanna. Þegar áætlunin um hana var lögð fram árið 1950, lét I.C.A. í ljós skoðanir sínar um skipulag og framkvæmd einstakra liða aðstoðarinnar og hélt síðan áfram að gera tillögur um mál- ið á síðari fundum Efnahags- og félagsmálaráðsins. Fulltrú- ar þess útskýrðu mikilvægi við- eigandi tilhögunar á hinum mismunandi tegundum sam- vinnufyrirtækja, sem til greina kæmu í þeim löndum, er að- stoðarinnar nytu, og gáfu ráð um það, hvenær haganlegast Frá þingi Alþjóðasamvinnusambandsins í Stokkhólmi 1957. Myndin e r tekin í Stadshuset, ráðhúsi borgarinnar. 37

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.