Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 3
Kirkjubóli í Bjarnardal
Herra ritstjóri!
Það gladdi mig að sjá i Sam-
vinnunni greinargerð frá gagn-
rýnendum dagblaðanna undir
fyrirsögninni „Fimm beztu
bækur ársins 1967.“ Þeir taka
þó fram, að ekki vilji þeir úr-
skurða, hverjar séu beztu
bækur ársins, heldur tilnefna
þær, sem orðið hafi þeim til
mestrar ánægju eða minnis-
stæðar á annan hátt.
Allir þessir gagnrýnendur
nefna bókina „Ástir samlyndra
hjóna“ eftir Guðberg Bergs-
son; þrír nefna hana fyrst
allra bóka. Þetta þótti mér for-
vitnilegt, því að ég hafði ný-
lokið lestri hennar og ekki
fundizt mikið til um hana. Ég
fann að vísu, að höfundurinn
var ritfær í bezta lagi, og stíll
hans virtist taminn til mis-
munandi blæbrigða, en að öðru
leyti fór ég á mis við ágæti
bókarinnar. Rétt er að geta
þess, að mér leiddist bókin og
las hana því ekki eins vel og
þær bækur, sem mér verða til
unaðar og ánægju.
Nú er ég roskinn útkjálka-
maður, ekki mjög lesinn og hef
jafnan verið íhaldssamur í
bókmenntalegum efnum. Mér
duldist því ekki, að ég hafði
litla hæfileika til að njóta
stórra nýjunga í bókmenntum.
Þess vegna las ég vandlega um-
sagnir ritdómaranna í Sam-
vinnunni, en það dugði mér
ekki. Allir fara þeir lofsamleg-
um orðum um bókina, mis-
munandi miklum að vísu. Sum
þessara orða eru hástemmd og
upphafin, en ég veit ekki, hvað
þau eiga við. Ég skrifa þessar
línur til þess að biðja um betri
leiðbeiningar og leggja nokkr-
ar spurningar fyrir ritdómar-
ana, hvern fyrir sig. Vænti ég
þess, að þeir gefi sér tíma til
að svara þessum spurningum,
enda þykist ég vita, að svör
þeirra muni verða mörgum
öðrum en mér til skilnings-
auka, ekki einungis á bókinni,
heldur einnig á ýmsum fyrir-
bærum í íslenzku þjóðlífi. Tel
ég því, að 2 eða 3 opnum í
Samvinnunni væri vel varið til
þess að skýra nánar þessa
merkilegu bók.
Árn-i Bergmann segir í sinni
greinargerð: „Það er erfitt að
finna annan höfund, sem hafi
íslenzkan veruleika betur á
valdi sínu; furðulegt næmi og
enn ótrúlegra minni gera höf-
undi mögulegt að rekja jafn-
vel minnstu hræringar í þjóð-
lífi síðastliðinn aldarfjórðung
rétt eins og hann hefði þær
allar í vösunum. Og ekki að-
eins rekja þær heldur taka
þær undir magnaðan og sér-
stæðan skilning."
Nú spyr ég Árna Bergmann:
Hvar í bókinni eru breytingar
og hræringar í þjóðlífi raktar
verulega vel? Það væri gott að
nefna 3 eða 4 dæmi. Og —
hvað er það annars „að taka
hræringar í þjóðlífi undir
magnaðan skilning"?
Mér þætti vænt um, ef Árni
Bergmann gæti bent mér á,
hvar trúarlegum hræringum
væru gerð góð skil í kaflanum
um biskupinn og prestana í 7.
atriði. Ég fann það ekki. Hins
vegar las ég þar margorðar
lýsingar á því, hvernig tungur
og tennur tveggja biskupa
hrærðust á mismunandi hátt,
þegar þeir tuggðu matinn
sinn. En það teljum við ekki
til þjóðlífshræringa.
Andrés Kristjánsson virðist
ekki hrifinn af Ástum sam-
lyndra hjóna í heild. Hann
talar um umbrot höfundar í
3