Samvinnan - 01.10.1968, Page 4
HAGSYN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
leit að nýjum leiðum, forvitni-
leg umbrot, sem ekki skera
þó úr um framtíðarveginn. En
hann segir: „— Þó má á köfl-
um eygja jákvæða vegagerð í
þessum samtengdu atriðum,
sem sum eru haglegar smásög-
ur, og þá sýnir hann lesand-
anum veruleika samtíðarinn-
ar ósjaldan af alveg nýjum
sjónarhóli í skarpri birtu og
nakinni hörku.“
Nú spyr ég Andrés Kristj-
ánsson: Hverjar eru þessar
haglegu smásögur? Og hvar í
bókinni er verulelki samtíðar-
innar sýndur af alveg nýjum
sjónarhóli? Mér þætti gott að
fá nefnd nokkur dæmi. Þá
sjaldan ég komst á nýjan sjón-
arhól við lestur bókarinnar,
eins og t. d. í ævintýri Katrín-
ar og kúlunnar, var mér ekki
sýndur neinn veruleiki. Ég
fann ekki heldur fyrir skarpri
birtu né nakinni hörku. Mér
virtist lengst af við lesturinn
að verið væri að segja frá með
þjálfuðum og glottandi kaffi-
húsavörum.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
segir í Samvinnunni: „Þessir
tólf þættir einkennast öðru
fremur af hinu nístandi, skarp-
sýna auga höfundar fyrir ýms-
um lítt aðlaðandi veilum í
mannlífi nútímans. Höfund-
urinn hefur magnaða stílgáfu
og er bæði miskunnarlaus og
hæðinn. Bókin er ófögur eins
og þau lífssvið eru, sem hún
fjallar um.“
Ég spyr Eirík Hrein: Hver
eru þau ófögru lífssvið, sem
fjallað er um í bókinni? Það
gæti þá komið fram, hvað er
eiginlega hægt að kalla lífs-
svið. Ég fann það vel við lest-
urinn, að höfundurinn hefur
gaman af að segja frá ýmsu
ófögru á þann hátt, að vel má
segja, að hann sé miskunnar-
laus og hæðinn. En það minnti
mig meira á samtíning held-
ur en hitt, að fjallað væri um
lífssvið.
Þá kemur Erlendur Jónsson.
Hann segir: „Guðbergur er
gæddur auga, sem allt sér. Það
er líka manntak að kasta hrá-
blautum hanzka framan í
hræsnaraskarann — þá sem
sí og æ reyna að bæla sérhvern
hlut niður í hægindi sinna
rósrauðu blekkinga og telja sér
og öðrum trú um, að svínaríið
í mannlífinu sé ekki til, alla
götu meðan því sé ekki flíkað
á prenti. Guðbergur sendir
þeim þá sneið, sem þeir hafa
gott af að kyngja."
Þetta segir Erlendur. í
bernsku minni lærði ég í
Helgakveri, að guð einn væri
alskyggn. Nú er loksins kom-
inn maður með auga, sem allt
sér. Það fer vel á því, að hann
heitir Guðbergur.
Ég býst við, að ég sé einn í
hræsnaraskaranum, sitjandi í
hægindi rósrauðra blekkinga.
Ég hef meira að segja þá trú,
að ekki verði allt að veruleika,
þó að einhverjum detti í hug
að setja það á bók. Mér er að
vísu ljóst, að ég er fávís Vest-
firðingur og veit ekki mikið,
hvernig það líf kann að vera,
sem ég hef ekki þekkt. Þess
vegna deili ég ekki við neinn
Fái ég aö velja tek ég
BLANDAÐ
GRÆNMETI OG
GRÆNAR BAUNIR FRÁ
Heildsölubirgðir:
Birgðastöð SÍS.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
Kjötiðnaðarstöð KEA.