Samvinnan - 01.10.1968, Side 33
fram þótt ótrúlegt sé, að svona nefnd
eins og þessari komi það ekki við í
sjálfu sér sem slíkri þótt Ijón gangi
upprétt. En sú skoðun stafar í bezta falli
af misskilningi en því miður oft af spillt-
um hugsunarhætti; enda málið flóknara
en svo. Þessu dýri nægir nefnilega ekki
að ganga upprétt, heldur gengur það líka
í stígvélum. Og ekki nóg með það. Það
sem sýnir bezt hve málið er alvarlegs eðlis
og hversu mjög það krefst skjótra að-
gerða, hiklausra aðgerða, og róttækra
aðgerða, er sú staðreynd •— ég vil segja
uggvænlega staðreynd — að ljónið geng-
ur ekki aðeins í stígvélum. Ljónið geng-
ur í stórköflóttum stígvélum. Ég verð að
viðurkenna að ég skil ekki slíka geð-
bilun. Þið sjáið það sjálfir að þetta er
sko alveg — ha? í raun og veru veigrar
maður sér við að tala um svonalagað
upphátt. Þótt maður á hinn bóginn neyð-
ist til þess sökum óskiljanlegrar þrjózku
þessarar skepnu.
Allt er þetta háttvirtum nefndarmönn-
um fullkunnugt um, þar eð við höfum
margrætt þetta mál áður hér í þessari
nefnd, á þessum háttvirta stað. Og við
höfum bannað þennan stígvélaburð ljóns-
ins sem slíks, innan takmarka bæjar-
landsins.
Það sem Uggur ljóst fyrir er eftirfar-
andi: Það verður að færa ljónið úr stíg-
vélunum. Og þarafleiðandi verður að
draga úr því vígtennurnar. Fyrst verður
að draga úr ljóninu vígtennurnar. Og
þvínæst færa það úr stígvélunum. En
sökum þess, að ég er nú eins og þið allir
vitið héraðslæknir hér, svo sem alþjóð
er kunnugt, þá vil ég enn skírskota til
háttvirtra nefndarmanna og minna á
hið fornkveðna: Þettaersko ekki hægt!“
□ □ □
Nú þurftu fleiri að taka til máls.
Sá sem næstur talaði flutti ræðu er
frá sjónarmiði skikkanlegra manna skaut
dálítið skökku við. Enda var þessi mað-
ur sérvitur. Og þessi maður var ekki að-
eins sérvitur, heldur var hann einnig
alveg greinilega kínakommi úr hófi fram,
en að sumra sögn það sem jafnvel var
ennþá verra: anarkisti! Bezt gæti ég samt
trúað því, að hann hafi bara verið venju-
legur útgerðarmaður á viðreisnartímum.
Hvað um það: sem betur fer var hann
ávallt borinn atkvæðum í nefndinni ef
hann var með múður — sem hann var
alltaf með. Jæja — hann talaði nú eitt-
hvað á þessa leið: „Ekkert skil ég hvað
þið eruð að gera með þessi helvítis stór-
köflóttu stígvél. Það er eitt sem aldrei
hefur verið útskýrt — ekki fyrir mér að
minnsta kosti — og það er þetta: af
hverju í andskotanum stórköflótt stíg-
vél eru hættulegri en tilaðmynda svört
stígvél með hvítum botnum, svo maður
taki nú dæmi úr þjóðUfinu. Það er merg-
urinn málsins. Ég skora á ykkur að
benda á þá grein í íslenzkum lögum,
sem leggur bann við því að ljón gangi í
stórköflóttum stígvélum. Mér er spurn:
hvar er sú grein? Ennfremur vil ég
stínga upp á því, að það verði útskýrt
vísindalega, án persónulegs ágreinings,
hversvegna Ijón yfirleitt mega ekki
ganga upprétt, ef þeim finnst það betra
heldur en ganga á fjórum fótum. Mér
er spurn. Ég veit ekki betur en bæði
Pétur og Páll gangi uppréttir um allar
trissur — að minnsta kosti þegar þeir eru
ekki ofurölvi. Jafnvel stjórnmálamenn
ganga stundum uppréttir, sem ætti þó
að vera óþarfi — án þess ég ætli að fara
að blanda pólitík í þetta mál, meira en
nauðsyn krefur. Svo ætla ég ekki að
segja meira í bili — og svarið þið nú,
piltar mínir, eins og þið hafið vit til.“
Nú var orðið laust.
Sköllóttur maður stóð upp. Hann var
virðingarverður. Hann var einn af þeim
skikkanlegu. Eftir nokkur merkileg
byrjunarorð kom hann beint að kjarna
málsins: sagði sem satt var — „að við
sem ábyrgir erum þekkjum nú ósköp vel
háttvirtan síðasta ræðumann og vitum
nú ósköp vel hvernig hann er. Og hann
er nú eins og hann er. Að honum ólöstuð-
um í alla staði.“ Og meiru þyrfti í raun
og veru ekki að svara, því ekkert hefði
komið fram í ræðu háttvirts síðasta
ræðumanns sem að sínu áliti væri svara-
vert, sagði þessi ræðumaður. En vegna
skattþegnanna í þessu bæjarfélagi (hélt
hann áfram) þá vildi hann aðeins taka
það fram, að ef fara ætti út á þá braut
að ræða vísindalega það sem köflótt væri
yfirleitt, eins og sér virtist háttvirtur
síðasti ræðumaður vera að mælast til, þá
hefði hann persónulega ekkert á móti
því — en vildi ihinsvegar benda á, að þá
mætti eins vel tala um hvern kafla útaf
fyrir sig. Það væri hægt að draga ýmsa
kafla fram í dagsljósið og ekki víst að
þeir væru allir til ánægju fyrir háttvirt-
an síðasta ræðumann. Það væri hægt að
kryfja ýmsa kafla til mergjar, bæði inn-
anhúss og utan. Og hvað pólitík áhrærði
þá mætti kannski nefna kaflann frá
Skildingabrekkuhorninu að Kaupfélags-
sneyðingsumstöflunarskemmuhorni. —
Svona mætti lengi telja. O. s. frv. —
Ræðumaður hélt áfram á þessari bylgju
drykklanga stund, unz þar kom að lokum
að hann gleymdi hvað hann ætlaði að
segja næst. Þá þagnaði hann og settist
niður — tiltölulega ánægður.
„Háttvirtur síðasti ræðumaður“ —
anarkistinn — bað nú aftur um orðið.
Hann vék fyrst að þeim sem á undan
honum hafði talað, gleymdi að segja
háttvirtur, en sagði þvert á móti að ræð-
an hjá Kobba hefði nú verið það sem
á slæmri íslenzku er kallað hundalógík.
Sagðist ekki nenna að elta ólar við
barnaskap, eða fara í orðaleiki eins og
góðan daginn í axarskaft. Síðan endur-
tók hann ummæli sín og fyrirspurnir úr
fyrri ræðu og barði hausnum við stein-
inn. Hann var svo líkur sjálfum sér, að
hann bætti gráu á svart með því að
spyrja, hvort menn væru hræddir við
að svara. Hvað er að óttast? Leyfði hann
sér að spyrja. Um pólitík kvaðst hann
ekki ræða; enda væri þessi heldur
ómerkilegi götuspotti frá Skildinga-
33