Samvinnan - 01.10.1968, Síða 54

Samvinnan - 01.10.1968, Síða 54
ESAMVINNAE P. Nyboe Andersen, efnahags- og markaðsmálaráðherra Dana: NÝTT SKREFI NORRÆNU EFN AHAGSS AMST ARFI Ræða á afmælishátíð Norræna samvinnu- sambandsins (NAF) í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 26. júní 1968 Það er mér mikil ánægja að geta sem ráðherra fyrir norræn málefni fært Norræna sam- vinnusambandinu kveðjur og heillaóskir dönsku ríkisstjórn- arinnar í tilefni af 50 ára af- mæli þess. Norræna samvinnu- sambandið er fyrsta meiri- háttar dæmið um hagnýtt efnahagslegt samstarf á sviði norræns atvinnulífs. Það var stofnsett undir lok fyrri heims- styrjaldar með þá möguleika á sviði alþjóðaverzlunar fyrir augum, sem opnast myndu að stríðinu loknu, en hugmyndin að hagnýtu norrænu samstarfi samvinnufélaganna rekur ald- ur sinn allt aftur til loka 19. aldar, þegar m. a. Severin Jörgensen gerðist talsmaður hennar í Danmörku og átti bréfaskipti við Ole Dehli í Noregi og von Koch í Svíþjóð um málið. Norræna samvinnusamband- ið hefur unnið brautryðjanda- starf með þvi að breyta hinum mörgu fögru orðum, sem síð- ustu 100 árin hafa verið látin falla um norrænt samstarf, í bjargfastan veruleika, sem undir stjórn Frederiks Nielsens fyrstu 33 árin óx upp í það að verða stórfyrirtæki á alþjóð- legan mælikvarða. Norræna samvinnusamband- ið hefur ekki aðeins verið Frederik Nielsen brautryðjandi í hagnýtu nor- rænu samstarfi, heldur hefur það haft mikil áhrif þann tíma, sem það hefur starfað, á álit manna á Norðurlöndum til framdráttar auknu sam- starfi þjóða þessara landa. Ég vil sérstaklega minna í því sambandi á aðalfundina árin 1954—58, sem haldnir voru undir kjörorðinu „Norræn stefna.“ Á þessum ráðstefnum töluðu forystumenn á sviði stjórn- og efnahagsmála frá öllum fimm Norðurlöndum um möguleikana á aukinni nor- rænni samvinnu. Það var einn af stofnendum NAF og stjórnarformaður þess í 25 ár, dr. Albin Johansson, sem hafði forgöngu um þessar norrænu ráðstefnur, eins og svo margar aðrar hagnýtar og hugsjónalegar aðgerðir innan samvinnuhreyfingarinnar á Norðurlöndum. Viðkvæði Al- bins Johanssons var jafnan: Burt með óskynsamleg efna- hagsleg landamæri, frjálsa verzlun landa á milli til gagns fyrir neytendurna, þ. e. a. s. til gagns fyrir okkur öll. Á þeim tíma, er þessar norrænu ráðstefnur voru haldnar í sambandi við aðal- fundi NAF, fóru fram lang- varandi rannsóknir og umræð- ur á milli Norðurlanda inn- Dr. Albin Johansson byrðis um stofnun norræns tollabandalags. í yfirlýsingum aðalfunda NAF var lýst fullum stuðningi við það, að þessar áætlanir næðu fram að ganga. Það kom hins vegar í ljós árið 1958, að ekki var hægt að ná stjórnmálalegu samkomulagi á milli Norðurlanda um þetta efni. Tollabandalagið strand- aði, eins og hugmyndin um norrænt varnarbandalag hafði strandað 10 árum áður, 1948. Nú eru aftur liðin tíu ár og komið árið 1968. Aftur er gerð tilraun til að taka ákveðið skref fram á við innan hins norræna efnahagssamstarfs. En liggur þá annað að baki en fyrir 10 árum? Eru meiri möguleikar á að ná víðtæku efnahagslegu samstarfi árið 1968 en árið 1958? Að minni hyggju verður svarið jákvætt. í fyrsta lagi hefur norrænt samstarf þróazt mjög síðustu 10 árin. Myndaður hefur verið sameiginlegur vinnuaflsmark- aður, og samkomulag hefur náðst um tryggingamál. Víð- tæk samræming í löggjöf á óskyldum sviðum hefur farið fram. Innan ramma Frí- verzlunarbandalags Evrópu (EFTA) hefur myndazt toll- frjáls samnorrænn markaöur fyrir iðnaðarvörur, og aukin sameining á sviði iðnaðarmála hefur þróazt áfram síðustu árin, m. a. vegna framleiðslu- samvinnu bæði á sviði einka- reksturs og samvinnureksturs. í öðru lagi hafa evrópskar forsendur útvíkkaðs norræns samstarfs breytzt. Það átti bæði við um varnarbandalagið 1948 og tollabandalagið 1958, að Norðurlönd áttu sjálf að leysa úr verkefnunum. Nú við- urkenna allir, að norrænt sam- starf verði að hafa skýrt evrópskt takmark. Við sjáum hliðstæðu í samstarfi Benelúx- landanna. Þau mynduðu tolla- bandalag eftir stríðið. Tíu ár- um síðar gengu þau saman inn í sex landa samfélag Efna- hagsbandalags Evrópu (EEC), og nú í dag óska Benelúx- löndin eftir, að þetta samfélag verði fært út, svo að það nái einnig til Stóra-Bretlands og annarra landa, sem sótt hafa um inngöngu. Nútíminn krefst lausna á breiðum grundvelli. Það er frá þessum sjónarhóli, sem líta verður á nýtt nor- rænt átak. Norðurlönd eru ekki einangr- aður og afskekktur útkjálki neins heimshluta. Landfræði- lega, efnahagslega og menn- ingarlega eru þau hluti af Evrópu. Norðurlönd eru ekki sjálfum sér næg. Við getum ekki haldið okkur utan við samstarf við önnur Evrópu- ríki. Við höfum jafnvel getað slegið því föstu, að hið nor- ræna samfélag okkar hafi orð- ið raunhæft og styrkzt vegna tengsla okkar við Evrópu. Nær- tækasta dæmið um þetta er samstarfið innan EFTA, sem Danmörk, Noregur og Svíþjóð taka þátt í sem fullgildir að- ilar, Finnland sem aukaaðili, og sem ísland kannar nú möguleika á að sækja um að- ild að. Það er EFTA að þakka, að við getum nú talað um frjálsan norrænan markað fyrir iðnaðarvörur. Niðurfell- ing tolla af iðnaðarvörum og heildartakmarkana á innbyrð- is verzlun með slíkar vörur innan EFTA-landanna hefur leitt af sér sívaxandi viðskipti milli Norðurlanda, án þess að það hafi leitt af sér alvarlega erfiðleika fyrir atvinnulífið í hinum einstöku Norðurlönd- um. Þessi þróun hefur jafnvel farið fram úr björtustu vonum, sem áköfustu fylgismenn nor- ræns tollabandalags ólu í brjósti á fimmta tug aldarinn- ar. EFTA hefur aldrei verið ætl- að neitt framtíðarhlutverk. Eitt af skýrum megintak- mörkum EFTA er myndun svo víðtæks evrópsks markaðar sem mögulegt er. Þetta er tak- markið af hálfu fjögurra Norð- urlanda, þó að efnahagslegar og stjórnmálalegar aðstæður þeirra séu mismunandi. Það eru þvi skiptar skoðanir um það, hvernig takmarkinu skuli náð. í markaðsmálum stefna bæði Danmörk og Noregur að fullri aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Að því var stefnt með umsóknum Danmerkur og Noregs í maí á liðnu ári. Þær eru þó ekki samhljóða, því að Danmörk hefur ekki sett nein sérstök skilyrði fyrir inngöngu sinni í bandalagið. Noregur hefur aftur á móti í umsókn sinni tekið fram nauðsyn þess, i að gert verði ráð fyrir breyt- ingaraðgerðum og aðlögunar- ráðstöfunum, sem álitnar eru nauðsynlegar með tilliti til norsks landbúnaðar. Svíþjóð sækir um svo náið samstarf sem frekast er hægt að sam- ræma sænsku hlutleysi. Eftir að ráðherrafundi Efna- hagsbandalagsins tókst ekki hinn 19.—20. desember á liðnu ári að ná samkomulagi um að hefja samningsviðræður við Stóra-Bretland og önnur þau ríki, sem sótt höfðu inn aðild, hafa Norðurlönd lýst því yfir, að þau haldi fast við stefnu 54

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.