Samvinnan - 01.10.1968, Qupperneq 56
Leikárið 1967—68 var mikið sorgarár,
þó það ætti jafnframt sínar björtu hlið-
ar; það reyndist skæðara hinni fámennu
íslenzku leikarastétt en nokkurt ár ann-
að í leikhússögunni. Svo einkennilega
vildi til, að fjórar kynslóðir íslenzkra
leikara misstu hver sinn fulltrúa, allt
listamenn í úrvalsflokki, og gefur auga
leið að svo stór skörð verða vandfyllt,
einkanlega skörð þeirra yngri úr hópn-
um.
Guðrún Indriðadóttir (f. 1882) var
meðal frumherjanna sem fyrstir hófu
leiklistina til vegs í landinu. Fyrsta hlut-
verk sitt, Esmeröldu í samnefndu leik-
riti, lék hún 16 ára gömul á öðru ári
Leikfélags Reykjavíkur (1898—99), en
stærsta og minnisverðasta sigur sinn
vann hún þegar hún fór með hlutverk
Höllu í Fjalla-Eyvindi fyrst allra leik-
kvenna veturinn 1911—12. Hún var ein
helzta leikkona Leikfélagsins í þrjá ára-
tugi, og má meðal hlutverka hennar
nefna: Yfirdómarafrú Ellrich í Heimil-
inu 1901—02, konu ráðsmannsins í Jeppa
á Fjalli og frú Linde í Heimilisbrúðunni
(Brúðuheimili) 1904—05, Láru í Ævintýri
á gönguför 1905—06, Magdalenu Wöhlers
í Dauðasyndinni 1906—07, Guðrúnu í
Nýársnóttinni og Petru Stockmann í
Þjóðníðingnum 1907—08, Gvend smala í
Skugga-Sveini, Þóru í Bóndanum á
Hrauni og Prudence í Kamelíufrúnni 1908
—09, Helgu í Stúlkunni frá Tungu og
Angeliku í ímyndunarveikinni 1909—10,
Ingibjörgu í Kinnarhvolssystrum og
Svövu í Þórólfi í Nesi 1910—11, Amalíu í
Ræningjunum 1911—12, Ingiríði í Lén-
harði fógeta 1913—14, Hrafnhildi í Höddu
Pöddu 1915—16, biskupsfrúna í Galdra-
Lofti 1916—17, Birgit Römer í Landa-
fræði og ást 1917—18, frú Alving í Aftur-
göngum 1919—20, Normu í Vér morðingj-
ar 1920—21, Hjördísi í Víkingunum á Há-
logalandi 1922—23, Annie í Frk. Júlíu
1923— 24, Candidu í samnefndu leikriti
1924— 25, Hlaðgerði í Dansinum í Hruna
1925— 26, móðurina í Sex verur leita höf-
undar og Hermíóne í Bandinu 1928—29,
sem var hennar síðasta hlutverk, en Poul
Reumert var leikstjóri. Einsog sjá má á
þessari upptalningu, sem þó er langtífrá
tæmandi, er nafn Guðrúnar Indriðadótt-
ur samofið sögu og viðgangi íslenzkrar
leiklistar fyrsta aldarþriðjung hennar.
Haraldur Björnsson (f. 1891) var full-
trúi kynslóðarinnar sem hóf leikferil
sinn á þriðja tugi aldarinnar. Hann var
fyrsti sérmenntaði leikarinn sem kom
he:m til starfa og vann merkilegt braut-
ryðjandastarf bæði sem leikari og leik-
stjóri, aukþess sem hann kenndi leiklist
og gaf út í heilan áratug fyrsta íslenzka
tímaritið helgað leikhúsmálum. Hann
stjórnaði 32 leiksýningum hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og lék þar 63 hlutverk, en í
Þjóðleikhúsinu stjórnaði hann 10 sýn-
ingum og lék þar rúmlega 50 hlutverk.
Eru þá ótalin fjölmörg verkefni á vegum
leikfélaga útá landsbyggðinni, Tónlistar-
félagsins, Grímu og Ríkisútvarpsins. Har-
aldur lagði ríka rækt við íslenzk leikrit
og stjórnaði t. d. Fjalla-Eyvindi oftar
en nokkur annar og lék sömuleiðis í því
leikriti oftar en nokkur maður fyrr og
síðar. Af öðrum leikritum sem hann
setti á svið má nefna Galdra-Loft, Lén-
harð fógeta, Jósafat, Hallstein og Dóru,
Skugga-Svein, Þann sterkasta, Dauða
Natans Ketilssonar, Hrekki Scapins,
Dóma, Októberdag, ímyndunarveikina,
Ævintýri á gönguför, Álfhól, öll hjá Leik-
félagi Reykjavíkur, en hjá Þjóðleikhús-
inu setti hann m. a. á svið Jón biskup
Arascn, Heilaga Jóhönnu, Þess vegna
skiljum við, Nitouche, Þeir koma í haust
og Fyrir kóngsins mekt.
Fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, Gregers Werle í Villiönd-
inni, lék Haraldur veturinn 1927—28 og
var jafnframt leikstjóri. Af öðrum hlut-
verkum hans, sem í minnum eru höfð,
eru titilhlutverkin í þremur ofannefnd-
um leikritum Einars H. Kvarans, Arnes
og síðar Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi
(síðasta hlutverkið sem hann lék), skáld-
ið Jakob Johnsen í Dóra, Angakok seið-
karl í Landinu gleymda, Klenow prófess-
or í Þeim sterkasta (fyrir það hlaut hann
Silfurlampann fyrstur manna vorið
1954), Scapin í Hrekkjum Scapins, Svale
í Ævintýri á gönguför, Sigurður í Dal í
Skugga-Sveini, bóndinn í Gullna hliðinu,
Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum
(sem er einhver frægasta túlkun í ís-
lenzkri leiksögu), Pólóníus í Hamlet,
Jakob í Sem yður þóknast, Hæstvirtur
höfundur í Uppstigningu, séra Sigurður
í Skálholti, borgarstjórinn í Eftirlits-
manninum, Volpone í samnefndu leikriti
sem var meðal minnisstæðustu hlutverka
hans, séra Sigvaldi í Manni og konu,
Jón Marteinsson í íslandsklukkunni,
Alfieri í Horft af brúnni, Júlíus Sesar í
samnefndu leikriti, Hóras Vandengelder
í Hjónaspili, Karsky í Flekkuðum hönd-
um, Brynjólfur Sveinsson í Tyrkja-
Guddu, Krogstad i Brúðuheimili, Castel-
Bénac í Topaz, Vielgeschrei í Æðikollin-
um, séra Steinþór í Þeir koma í haust,
Kreón í Antígónu, Tong í Krítarhringn-
um, saungprófessorinn í Strompleiknum,
torgarstjórinn í Sú gamla kemur í heim-
sókn, Botard í Nashyrningunum, Alex-
ander páfi í Kóngulónni, og er þá enn
mikið ótalið.
Haraldur Björnsson var ákaflega lit-
ríkur og margslunginn persónuleiki,
snjall samræðumaður og orðlagður tæki-
færisræðumaður, síungur í anda og
áhugasamur um allt sem stuðla mátti að
eflingu innlendrar leiklistar. Má fullyrða
að sjaldan hafi orðið annar eins sjónar-
sviptir á íslenzku leiksviði og við frá-
fall hans.
Lárus Pálsson (f. 1914) var fulltrúi kyn-
slóðarinnar sem tók til starfa á fjórða
tugi aldarinnar. Hann kom heim frá leik-
námi 1940 og varð fyrstur íslendinga til
að gera leiklistina að lífsstarfi. Hafði
hann leikið fyrsta hlutverk sitt hjá Leik-
félagi Reykjavíkur veturinn 1933—34
(Finn í Manni og konu), og að loknu
prófi lék hann um skeið í Kaupmanna-
höfn við góðan orðstír. Kvað mikið að
Lárusi eftir að hann hóf starf hjá Leik-
félaginu, bæði sem leikara og leikstjóra.
Varð hann fyrstur manna til að túlka
fyrir íslendingum hlutverk einsog Pétur
Gaut og Hamlet. Meðal leikrita sem
hann sviðsetti fyrsta áratuginn má nefna
Guðrun Indriðadóttir í hlutverki Höllu vet-
urinn 1911—12.
Háa-Þór, Gullna hliðið, Á flótta, Orðið,
Vopn guðanna, Kaupmanninn í Feneyj-
um, Hamlet, Gift eða ógift?, Uppstign-
ingu, Skálholt, Jónsmessudraum á fá-
tækraheimilinu, Eftirlitsmanninn og
Volpone. Eftir að hann fór til Þjóðleik-
hússins 1950 stjórnaði hann miklum
fjölda verka, og má meðal þeirra nefna
fslandsklukkuna, Flekkaðar hendur,
Hve gott og fagurt, Önnu Christie, Sem
yður þóknast, Tyrkja-Guddu, Júnó og
páfuglinn, Stefnumótið í Senlis, Landið
gleymda, Valtý á grænni treyju, Æðikoll-
inn, Silfurtúnglið, í deiglunni, Töfra-
flautuna, Horft af brúnni, Gauksklukk-
una, Föðurinn, Dómarann, Júlíus Sesar
og Kröfuhafa, en fyrir Leikfélagið setti
hann aukþess á svið hin seinni ár Deleri-
um búbónis og Eðlisfræðingana.
Hlutverk Lárusar Pálssonar voru legíó,
og skal ekki freistað að rekja þau hér,
einungis getið nokkurra þeirra helztu:
Indíáninn í Háa-Þór, Scrubby í Á útleið,
Óvinurinn í Gullna hliðinu, Freysteinn í
Lénharði fógeta, Oliver Farrant í Ég
56