Samvinnan - 01.10.1968, Síða 65

Samvinnan - 01.10.1968, Síða 65
LEIÐRÉTTING Fyrir misgáning hefur dreg- izt a5 birta eftirfarandi leið- réttingu, sem átti að koma í 3. hefti. Við samningu greinar um skipulagsmál rannsóknarbóka- safna, sem birtist í marz-apríl hefti Samvinnunnar þ. á., urðu mér á þau mistök, að við hrein- ritun handrits féll niður smá- kafli, án þess að eftir því yrði tekið við yfirlestur prófarka. Verður þetta til þess, að í VIII. kafla, þar sem fjallað er um hugsanlega deildaskiptingu í íslenzku þjóðbókasafni (eftir sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns), vantar al- gerlega umsögn um flokkun- ar- og skráningardeild. Þykir mér rétt að bæta úr þessari vöntun, svo að engum mis- skilningi geti valdið. Með þess- ari viðbót yrði þá deildaskipt- ing sem hér segir: 1. íslandsdeild. 2. Handritadeild. 3. Aðfangadeild. 4. Flokkunar- og skráning- ardeild. í hlut þessarar deild- ar kæmi flokkun bóka eftir efni og skráning á spjöld til innröðunar í spjaldskrár safns- ins og til dreifingar í þá staði aðra, sem ástæða þætti til, svo sem 1 ýmis sérsöfn. Er þetta hvort tveggja meðal hins vandasamasta, sem unnið er í bókasöfnum. Einnig kæmi í hlut þessarar deildar að taka saman til dreifingar fjölritaða lista um erlenda ritauka hverr- ar viku eða mánaðar, er síðan gæti orðið stofn að ritauka- skrá, er næði yfir heilt ár eða stærra tímabil. Bæði við fjölg- un spjaldskrárspjalda og gerð bókalistanna koma til álita ýmsar tæknilegar aðferðir, sem of langt mál yrði um að ræða að þessu sinni. 5. Þjónustudeild. Henni er ætlað þríþætt hlutverk: 1) Afgreiðsla og salgæzla, leiðbeiningarþjónusta við not- endur og eftirlit með opnum bókageymslum. 2) Fræðsla við stúdenta um bókasafnsnotkun. 3) Stofnanaþjónusta, þ. e. tilsjón með safndeildum í há- skólastoínunum. Eins og fram kom í grein- inni, ætla ég einum fyrsta bókaverði að hafa með hönd- um daglega stjórn hverrar þessara fimm deilda undir yf- irstjórn aðalbókavarðar. Með þökk fyrir birtinguna. UMBOÐSMENN ATHUGI hjólbnrðar nfgreiddir beint úr toll uörugeymslu ARMULA 3 SÍMI 38900 Einar Sigurðsson bókavörður. 65

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.