Samvinnan - 01.12.1984, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 14
Maður og klukka Klukkan þín tifar. Klukkan slær og tifar. Pað kvöldar snemma. Nóttu lengir ótt. Horfir þú einn á hönd sem lítið skrifar, hlustar á klukkuslátt og tifið rótt. Hönd þín er þreytt og önd þín ekki síður. Endalaus þögnin kann við fáu svör. Þér finnst sem tifið segi: Tíminn líður! Tak pennann, karl minn! Senn mun ljúka för! Klukkan þín? Dvergsmár mælikvarði manna á misjafnt straumlag afstæðs dularfljóts, rétt eins og barnsleg tilraun til að kanna teskeiðarfylli hafdjúps og ölduróts. Hversvegna ertu á gamalsaldri að glíma hjá glugga þínum bak við læstar dyr við óravíddir rúms og afstæðs tíma og öngvu svarar, þegar stjarna spyr? Hraðfleygast alls var bernskuvorið bjarta, en blakkar nætur drógust vart úr stað. Annar er tími hugar þíns en hjarta. Og hvernig ætti klukka að greina það? Margt hefur brostið. Sitthvað að þér amar. Ekki er tíðin þessa daga góð. Ef til vill muntu aldrei kveða framar annað en fánýtt klukkusláttarljóð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.