Samvinnan - 01.12.1984, Side 18

Samvinnan - 01.12.1984, Side 18
Erlendur Einarsson segir frá Japansför Næstum öll fískiskip í Japan eru í eigu samvinnufélaga Vatnaliljur í Kyoto. J. Saito, formaður fískimálanefndar Alþjóðasambands samvinnumanna, tekur á móti Erlendi og Margréti á járnbrautastöðinni í Shizuoka. Það var í marsmánuði síðastliðn- um, er ég var á miðstjórnarfundi Alþjóðasamvinnusambandsins í Osló og á fundi í fiskimálanefnd Alþjóðasamvinnusambandsins, að japanskur félagi minn og vinur, hr. Saito, sem gegnir formannsstarfi í fiskimálanefndinni, kom að máli við mig og skýrði mér frá því, að stofnun sú í Japan sem fer með sjávarútvegs- mál gagnvart öðrum þjóðum myndi vilja bjóða mér og konu minni til Japan í 10 daga heimsókn, m. a. til þess að gefa mér kost á að kynnast japönskum sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Ég gat ekki annað en tekið vel í að þiggja þetta góða boð. Formlegt boð barst mér svo frá stofnuninni, sem á ensku nefnist Overseas Fishery Co- operation Foundation, en þá hafði verið búið að tímasetja heimsókina, 19.-29. sept. í boðsbréfinu var tekið fram, að mér gæfist tækifæri til að ræða við fulltrúa ríkisstjórnarinnar í Japan meðan á dvölinni stæði. Þar kom einnig fram, að fargjöld fram og til baka yrðu greidd af gestgjöfum okkar. Nú væri ekki óeðlilegt, að menn vildu spyrja, hvers vegna okkur hjón- unum hafi verið boðið í þessa ferð. Því miður hefi ég ekki fullkomið svar á reiðum höndum, en tiltækast er þó starf mitt í fiskimálanefnd Alþjóða- samvinnusambandsins, en ég hefi gegnt þar varaformennsku. Kannski einnig það, að ég flutti erindi í Tokyo á fiskimálaráðstefnu 1975, sem vaicti nokkra athygli. Við Margrét fórum til Japan með helgarstoppi í New York, en þaðan er beint flug til Tokyo, sem tekur 13-14 klukkustundir. Við ferðuðumst að sjálfsögðu með Japan Airlines og það verður að segjast, að þjónustan þar um borð á fyrsta farrými er engu lík, enda komum við algjörlega óþreytt til Tokyo, síðdegis þann 19. september. 18

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.