Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 19
Japanskar fiskveiðar eiga sér
mjög langan aldur.
Lénsherrarnir, sem réðu yfir
landinu, úthlutuðu og seldu
veiðileyfi á miðum fyrir sínu
landi. Og Japanir settu líka
reglur um sérstaka landhelgi.
Áætlunin fyrir dvölina í Japan hafði
verið vandlega gerð. Hún fól í sér
heimsóknir í fiskibæi, viðræður við
ríkisstofnanir og Samvinnusamband
fiskimannafélaga. Einnig hafði verið
ákveðið, að ég flytti fyrirlestur í
Tokyo um íslenskan sjávarútveg og
fiskvinnslu og þátttöku Sambandsins í
þessum atvinnuvegi.
Tá var í ferðaáætluninni gert ráð
fyrir tveggja daga dvöl í Kyoto, gömlu
höfuðborginni, og hugðum við Mar-
gret gott til þess að heimsækja hana í
annað sinn, en við vorum þar í
heimsókn 1975.
® Veiðileyfi og landhelgi
har sem einn þáttur ferðarinnar var að
hynnast japönskum sjávarútvegi og
fiskvinnslu, fannst mér rétt að fjalla
hér á eftir mest um skipulag og
umfang þessa gamla atvinnuvegar Jap-
ana.
Það er ljóst að japanskar fiskveiðar
^iga sér mjög langan aldur. Við upp-
haf Edo-tímabilsins árið 1603, en
þetta tímabil stóð til 1867, er talið að
fiskveiðar hafi orðið sérstakur at-
vinnuvegur í Japan. Fyrir árið 1603
v°ru fiskveiðar stundaðar af bændum,
sem aukastarf - til fæðuöflunar eða til
þess að afla áburðar. En það er
einmitt við upphaf Edo-tímabilsins,
sem einnig varð nýsköpun í fiskveið-
unum t. d. hvað varðaði veiðitæki og
veiðibúnað. Þá var einnig innleitt
N eiðileyfaskipulagið. Lénsherrarnir,
sejn réðu yfir landinu, úthlutuðu og
seldu veiðileyfi á miðum fyrir sínu
andi. - p>ejr Settu líka reglur um
sérstaka landhelgi. Aðeins utan við
hana, þar sem ekki var talin svo mikil
hskivon, var hins vegar frjálst að fiska
an leyfis eða greiðslu.
Árið 1875 gerist það svo, að ríkis-
stjórnin þjóðnýtir öll fiskimiðin og
Gullmusterið í Kyoto.
eftir það urðu allir sem vildu stunda
fiskveiðar í Japan að fá sérstakt leyfi
frá ríkisstjórninni, sem gjald þurfti að
greiða fyrir. En þetta stóð ekki lengi
og í kjölfarið settu fylkin (Prefectures)
sínar eigin reglur, sem báru í sér, að
skatt varð að greiða fyrir veiðileyfi.
Árið 1901 eru sett sérstök lög um
fiskveiðar, fiskveiðileyfi, fiskveiði-
reglur og samtök þeirra er fiskveiði
stunda. Lögum þessum var síðan
breytt árið 1910, en eftir það voru þau
óbreytt í 40 ár þar til eftir seinna stríð,
en þá komu ný lög til skjalanna, bæði
hvað varðar sjávarútveg og landbún-
að.
Nýju fiskveiðilögin kváðu á um
úthlutun veiðileyfa til fiskimanna, sem
skyldu nýta fiskimiðin eftir vissum
reglum. Sérstakar yfirnefndir, sem
kjörnar eru af fiskimönnum og sam-
vinnusamböndum þeirra, hafayfirum-
sjón með veiðiheimildum.
Hins vegar er það fylkisstjórinn í
hverju fylki sem veitir veiðiheimild-
19