Samvinnan - 01.12.1984, Page 21

Samvinnan - 01.12.1984, Page 21
Skelfiskeldisstöð í Hachinohe skoðuð. fiskvinnslustöðva og/eða frysti- geymslna. Japanir eru ein mesta fiskveiðiþjóð heims; þeir keppa um fyrsta sætið við Ráðstjórnarríkin. Mér er ekki kunnugt, hver hefur vinninginn í ár. . Heildarafli Japana er um 11 milljón- lr lesta og innflutningur hefur verið 11111 1.5 millj. lesta og útflutningur Peirra svipaður. Stærsti hluti aflans eru sardínur ca. 4 millj. lesta, þar af ein millj. til manneldis. Þeir veiða um 1° millj. lesta af makríl, 300 þús. lestir af Ship Jack og um 300 þús. lestir af túnfiski á heimamiðum. Þá veiða Peir mjög mikið af laxi í sjó, auk þess Sem kemur úr eldisstöðvunum. Neysla Japana á fiski er um 8 millj. esta. Af þessu magni er um 3 millj. lesta fryst, 2.4 millj. saltað, þurrkað eða reykt, um 2 millj. lesta pasta, 132 Pús. lestir eru fiskipylsur og fleira og J37 þús. lestir eru niðursoðnar. Fiskafurðir til iðnaðar, þ. e. a. s. ekki til manneldis eru um 3.6 millj. 'esta. Hér er um að ræða fiskimjöl í úýrafóður og úrgang sem áburð 1.8 jnillj. og síðan kemur fóður úr fiski yrir fiskeldisstöðvar sem að magni til er um 1.8 millj. lesta. Það segir sína sögu og sýnir hve fiskeldi er stundað í stórum stíl í Japan. ® Sömu vandamálin og hér Japanir eiga við alvarleg vandamál að stríða í sjávarútvegi sínum. Það er aðallega fernt sem veldur því: 1- Hin gífurlega hækkun sem orðið hefur á olíu síðan 1975. Hún er mjög tilfinnanleg fyrir Japani vegna þess hve þeir stunda veiðar á fjar- lægum miðum í ríkum mæli. 2. Við tvö hundruð mílna lögsöguna misstu Japanir stór veiðisvæði til annarra landa. 3. Minnkandi afli á heimamiðum. 4. Lækkandi verð á sjávarafurðum. Þegar horft er til baka kemur eftirfar- andi í ljós varðandi hækkun á fisk- afurðum til neytenda í Japan: 1965-1970_____________1970-1975 11,4% hækkun 20,6% hækkun 1975-1980_____________1980-1983 10,3% hækkun 3,4% hækkun Kannski segja þessar tölur nokkuð um aukningu þjóðartekna hjá okkur íslendingum á þessum árum, þótt ég hafi ekki gert samanburð á hækkun útflutningsverðs hér á landi á þessum árum. Það er staðreynd, að stór hluti af úteerðinni í Japan er rekinn með halla. Það er sama upp á teningnum hjá þeim og okkur, að fiskiskipin eru of mörg miðað við aflamagnið. Skuldir vegna halla á útgerðinni hafa hlaðist upp. Ríkisstjórnin hefur þurft að grípa hér inn í, m. a. á þann hátt, að lán eru veitt með mjög lágum vöxtum til þess að fjármagna tap á útgerðinni. Nokkuð stór hluti af útgerð Japana fer fram á fjarlægum miðum. Þeir hafa samning við mörg ríki um veiðirétt innan 200 mílna lögsögu þessara Það er sama upp á teningnum hjá þeim og okkur, að fiskiskipin eru of mörg miðað við aflamagnið, og skuldir vegna halla hafa hlaðist upp. 21

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.