Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 35
Ljáirnir skoðaðir
á undan slætti
eftir Olav H. Hauge (1908- )
Þau bera kröfuspjöld
eftir Hans Börli (1918- )
Þau bera kröfuspjöld
§egnum borgir á Jörðu,
§egnum sundursprengdar götur,
þ&r sem kantsteinarnir titra og skjálfa
eins og húðin í rándýrsnára.
FRIÐ! stendur á spjöldunum
engin KJARNORKUVOPN í LANDI VORU!
BURt MEÐ MÚRVEGG HNEISUNNAR!
FRIÐ í VÍETNAM!
stendur á spjöldunum
með stórkarlalegum svartkrítarstöfum.
En í hjarta fólksins
situr STRÍÐIÐ í hnipri,
slímugt, í vaxtarblindni
eins og fóstrið í móðurlífi.
f*au sem bera kröfuspjöldin,
þau sem standa meðfram gangstéttunum,
þau sem snúa sér undan
°g glotta kaldranaglotti -
öU, öll
erum Við þunguð af Dauða.
Ug kröfuspjöldin blakta í vindinum
yfir þúsundhöfða vanmætti.
Ljáir í notkun
haldast fagrir,
ryðga ekki, enda þótt
þeir sjáist ganga úr sér.
Hvort mun betra
að ryðga ónotaður í ljástokknum
eða slitna af klöppu og brýni?
Dúnmjúkur -
eftir Idar Hanagaard (1874-1959)
Mjúkur sem æðardúnn,
mýkri jafnvel en svo, -
hlýr eins og sumarsjór,
jafnvel honum hlýrri, -
mildur eins og miðsumarsengið,
glitað sólskini og blómskrúði, -
þannig skal konufaðmur
vera þeim sem gefinn var
hj ásvæfurétturinn
eina nótt og allar
ljúfar nætur.