Samvinnan - 01.12.1984, Page 36

Samvinnan - 01.12.1984, Page 36
Dr. Eysteinn Sigurðsson: Mínir vinir fara fjöld . . . Eina eiginhandrit Hjálmars af er- indinu MANNSLÁT er í Lbs. 467,4to V. I>etta er lítið kver, og stendur erindið í opnunni sem hér er sýnd. Bókmenntaperlur er víða að finna. Ein slík - meðal margra annarra-erörlítið verk, aðeins eitt erindi, eftir Bólu-Hjálmar. f>að stendur í einu af handritum hans frá efri árum, skrifuðu þegar heilsu hans er farið að hnigna og greinilega má sjá af kvæðum hans að hann er farinn að finna óþyrmilega fyrir nálægð dauð- ans. Það ber fyrirsögnina Mannslát: Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannské í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Hér má vekja athygli á að sú villa hefur komist inn í nokkrar útgáfur að skrifað er „rifinn skjöld“ í næstsíðustu línu. Þetta er alls óleyfileg „leiðrétt- ing“; handrit Hjálmars sjálfs hefur „rofinn" og því hefur enginn leyfi til að breyta. Annars er það alkunna að góð listaverk leyna oft á sér. Þar má oft við nákvæma skoðun finna ýmislegt sem mönnum getur sést yfir við skyndilest- ur. Þetta litla erindi samanstendur af því sem bókmenntamenn nefna lík- ingu - og reyndar fleiri en einni; skáldið líkir sjálfum sér við hermann, og líkama sínum, hrörlegum og slitnunr, við herklæði, illa farin og sundurtætt eftir langar og harðar or- ustur. Vinir hans, sem hann nefnir, geta sem best verið vinir Hjálmars sjálfs sem horfnir eru á undan honum; þá líkir hann þeim sömuleiðis við þá sem fyrrum börðust við hlið gamla her- mannsins í orustum. Hjálmar/her- maðurinn er þá að búa sig undir að fylgja þeim fyrr en seinna á vit hins ókunna handan við gröf og dauða. í' I 2foím Jjf Jydui, JýrcL mama. ‘llfb Waiuíójr /T) * i * • dtnai'cCt f/'j> ^elLún 'xuvuriciifa) JhrmrmmA A ‘ • ' !'a fA A'TV » /, dteí/, Wk? ,^)opW9icL(EihE kcum lifíSJort tLUisr Jxxl (%Jhf'Si$pTp.wm Unbúfvrul S/töur cfcít ifpwmiM Qtfugí.Min Jfítekeáoi án. ffiaf/fþwnnajn ? (f ^ c 'S'cirb oxs ep ^ 36

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.