Samvinnan - 01.12.1984, Síða 37

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 37
Hjálmar byggir hér að nokkru leyti a grundvelli kristinna kennisetninga, er> líkingarnar eru úr skáldamáli fornaldarinnar. Og síðast en ekki síst vekur þetta erindi okkur til umhugsunar um harða lífsbaráttu Hjálmars - sem og tugþús- Ur>da annarra bænda á íslandi um aldir; fjórði liður þessarar líkingar verður þá sá að lífsbaráttu bóndans er bkt við bardaga hermanns á vígvelli; þetta tvennt er borið saman. Þegar grannt er skoðað er það því ekki nhnna en fjórþætt líking sem birtist °kkur í þessu litla erindi, og má víst telja það vel á spilunum haldið hjá skáldinu. En með þessu er þó alls ekki ÖH sagan sögð. Það fer vissulega vel á því hér að vhna til orða eins af fyrrverandi rit- stjórum Samvinnunnar. Jónas Jóns- s°n frá Hriflu gaf 1942 út Ljóðmœli Hjálmars í ritröðinni íslensk úrvalsrit sem kom út hjá Menningarsjóði. Hann skrifaði fyrir þeim ýtarlegan jörmála, og meðal þeirra verka, sem hann tekur þar upp eftir Hjálmar, er erindið Mannslát. Um það fer hann svofelldum orðum: >.Hjálmar byggir hér að nokkru leyti á grundvelli kristinna kennisetn- lnga, en líkingarnar eru úr skáldamáli fornaldarinnar. Hetjan fylgir dánum vinum að boði feigðarinnar. Hann hefur barist hreystilega, meðan unnt var. Vopn hans og verjur sanna, að jeflt hafði verið um líf og dauða. En lnn í þessa heiðnu bardagalýsingu er °fin lífsskoðun kirkjunnar. JJetjan fer ekki aðeins með sín brotnu vopn og slitnu hlífar inn í annan heim. „Synda- gjþldin“ fylgja með inn á óþekktar leiðir dánarheimanna.“ Það þarf víst ekki að fræða lesendur Samvinnunnar á því að Jónas frá Hriflu var skarpgreindur maður. Að Því er ég fæ best séð hefur hann hitt jjaglann beint á höfuðið í túlkun sinni nér á þessu erindi. Nánar til tekið er þessu þannig náttað að í lífsskoðun heiðninnar - asatrúarinnar - var litið á það sem netjuskap að sýna hugrekki á vígvelli. sem barðist harðast þar var mestur Jþaður. Sú var æðst hugsjón manna í tornöld að falla fyrir vopnum; þeir sem það gerðu áttu sér vísa glaða daga 1 Valhöll hjá Óðni Ásadrottni. Af því leiddi að mannvíg voru talin mönnum til tekna og gildisauka í heiðinni trú og lífsskoðun. En svo kom kristnin, og þá hlutu að verða árekstrar. Kristin trú er í eðli sínu friðsöm og boðar fyrirgefningu: menn eiga að rétta fram hinn vangann. Af því leiðir að bardagar og mannvíg eru samkvæmt kenningum kirkjunnar af hinu illa, syndsamleg; í þessu sam- bandi skiptir engu þótt kristnir menn hafi í aldanna rás margoft brotið gegn þessum boðum, eins og við öll vitum. Það er boðskapurinn sem blífur. Með öðrum orðum, heiðinn bardagamað- ur, sem skiptir um trú, hlýtur þar með — að skilningi kirkjunnar - að vera orðinn syndugur vegna þess sem í gömlu trúnni var litið á sem hetjuskap. Þetta er raunar viðfangsefni sem víða er tekist á við í bókmenntum. Ef menn lesa til dæmis Njálu með athygli þá sjá þeir greinilegan árekstur af þessari ætt í dauðdaga Skarphéðins, eins og honum er lýst í þeirri góðu bók. Og í þessu ljósi held ég að menn eigi að skoða erindi Bólu-Hjálmars. Það er í eðli sínu frásögn af/lýsing á heiðnum bardagamanni sem stendur á þessum tímamótum. Hann hefur bar- ist með vopnum í samræmi við siða- Teikning af Bólu-Hjálmari eftir Hall- dór Pétursson. Mannvíg voru talin mönnum til tekna og gildisauka í heiðinni trú og lífsskoðun. 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.