Samvinnan - 01.12.1984, Síða 40

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 40
Mínir vinir fara fjöld . . . Þetta er smágert en fagurt listaverk, sem margt leynist í, þegar eftir er gáð. Vancouver 1954 og geymir geysimikið af þýðingum sem hann hefur gert á ljóðum eftir íslensk skáld frá seinni tímum. Þýðing Páls Bjarnasonar er svona: The Call Friends are passing fast away, Fate’s insistent call obey. Perhaps I, too, am due today, With dented armor, shield aspley, A broken helmet, shattered sword and sins to pay. Hér tel ég að besta þýðingin af þessum þremur sé komin, þótt ekki sé hún hafin yfir gagnrýni. Á sama hátt og í hinum má hér finna ýmsa smávægilega ónákvæmni til að setja út á, ef vel er eftir leitað. Þannig vísar orðið „armor“ samkvæmt orðabókum til málmplötubrynju, sem ég get alls ekki frekar en áður verið trúaður á að Hjálmar hafi haft í huga. Annað sem setja má út á er þó ekki til miska. Svo er t. d. um það að höfundurinn segist ætla að koma „í dag“ (,,today“) í stað „í kvöld“ sem engu máli skiptir. Orðið „aspley“ í fjórðu línu þarfnast trúlega skýringar; það er dregið af sögninni „to spley“ eða „to splay“ sem þýðir að „glenna út“. Skjöldurinn er því „út- glenntur“, þ. e. tættur eftir sverðs- höggin úr bardaganum. „Sins to pay“ nær líka að því er mér sýnist miklu betur „syndagjöldum“ Hjálmars en „dökk syndarálögin“ og „svört vítis- álögin“ áður. Líka má vekja athygli á að eftir því sem best verður séð er í þessari þýðingu haldið stuðlum og höfuðstöfum, með sama hætti og í frumverkinu, og í einu og öllu fylgt íslenskum reglum um setningu þeirra eftir bragliðum og áhersluatkvæðum. Þetta ber vissulega góðan vott um fimi þýðandans. 9 Á norsku og ítölsku Loks er þess að geta að enn eru til tvær þýðingar á þessu sama erindi. Önnur er á norsku, gerð af manni að nafni Hans Hylen, og kom í bók með þýðingum hans á íslenskum ljóðum sem nefnist Millom frendar, islendsk lyrikk 1850-1930. Hún var gefin út í Stavangri 1944. Norska þýðingin er svona: Ljámannen Mine vener fara brátt, dauden hentar stort og smátt, eg kjem etter kanskje i nott med kloven hjelm, og skjoldet sprott, brynja slitna, brotna sverd - ein skuldaskrott. Hér sýnist mér aftur vera alltrúlega þýtt, og mun þetta auðskiljanlegt Islendingum. Fyrir sjálfum mér þvæld- ist orðið „skuldaskrott“; samkvæmt orðabókum þýðir seinni hlutinn nán- ast það sama og „skrokkur“. Þýðand- inn sýnist samkvæmt því vera að segja lesendum að skáldið haldi á fund örlaga sinna með syndugan skrokk/ líkama sinn. Þetta er vissulega óná- kvæmt miðað við „syndagjöld“ Hjálmars, en gert af skáldlegum til- þrifum og verður því að fyrirgefast. Hin þýðingin er á ítölsku, gerð af manni sem borið hefur nafnið G. Prampolini. Hún birtist fyrir rúmri hálfri öld alla leið suður í Mílanó, í tímariti sem bar heitið II convegno (XI, 1930). Þegar ég fletti því hefti tímaritsins, sem flytur þessa þýðingu, hér á Landsbókasafni sá ég ekki betur en það væri sérstaklega helgað íslensk- um bókmenntum frá öldinni sem leið og byrjun þessarar, ogflytti allrækilegt úrval af þeim í ítalskri þýðingu. Um gæði þess er ég ekki dómbær, en þýðingu Prampolinis á erindinu Mannslát skrifaði ég upp eins og hér fer á eftir úr þessu hefti: Preparazione I miei amici partono a schiere, li reclama la fredda morte, io li seguo, forse stasera, fenduto l’elmo, squarciato lo scudo, rotte la spada e l’armatura, ad espiare i miei peccati. Sjálfur kann ég ekki stakt orð í ítölsku, en samstarfsmaður minn einn hér hjá Sambandinu hefur aftur á móti góð tök á henni. Hann er Svavar Lárusson yfirkennari við Framhalds- deild Samvinnuskólans í Reykjavík. Hann var svo vinsamlegur að líta á þetta hjá mér, snara erindinu aftur yfir á íslensku í orðréttri þýðingu og gefa mér leyfi sitt til að láta hana fylgja hér með. Geta litlir ítölskumenn á borð við sjálfan mig því leikið sér að því að bera þetta saman hvort við annað. Við slíkan samanburð kemur í ljós að þýtt er nokkuð nákvæmlega; það eina sem ber á milli og getur talist skipta máli er að síðasta ljóðlínan er klofin í sundur í tvær. Erindið verður því sex vísuorð í stað fimm. Þessi orðrétta þýðing er svona: Undirbúningur Vinir mínir fara í hópum, þá heimtar kaldur dauðinn, ég þeim fylgi, kannski í kvöld, klofinn er hjálmurinn, rofinn skjöldurinn, brotið sverðið og brynjan, til að gjalda mínar syndir. Og lýkur þar að segja frá smágerðu en fögru listaverki, sem margt leynist í þegar eftir er gáð, og frá tilraunum manna til að búa það í þann stakk að fólk af öðru þjóðerni geti notið þess. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.