Samvinnan - 01.12.1984, Síða 49

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 49
Eitt kvöldið brenndi hún þennan með blúndunum. Hún tók að kaupa nærfötin sín í herrafatabúðum. Svo kom barnið. Það er að segja hún varð ófrísk, mitt á milli kvenna- baráttunnar og megrunarinnar. Og það átti alls ekki við hana. Ég veit ekki hvers vegna ég beið alltaf eftir Mónu-Lísu-brosinu, frið- sældinni og prjónadótinu, sem átti að spretta milli handa hennar. Hún kastaði upp. Brjóst hennar hefndu sín. Þau tútn- uðu út. Sofía Loren. Aníta Ekberg. Brjóst hennar sprengdu alla ramma samlífs og millistéttardrauma. Slökun var komin í tísku. Hún fór á námskeið til að læra að slaka á og andvarpa. Ég heyrði hana aldrei and- varpa. Hún þaut gegnum meðgöngu- tímann í víðum skrifstofukjólum og með samanbitna jaxla, nöldrandi eins °g rækjukerling og ragnandi eins og sjómaður. Þetta gaf henni engan frið né heldur eftirvæntingu. Bara beitta úthverfa reiði. Þetta átti ekki vel við líkama hennar heldur. Ég fór fram til að sjá barnið. Ég reyndi að brosa. En þessi nýja sótt- hreinsaða vera, hreyfingarlaus og hrukkótt, kom mér á óvart. Þetta var eins og að sjá lík í fyrsta sinn. Ég gat ómögulega ímyndað mér að þessi vera myndi nokkurntíma glíma við vanda- mál, sem líktust okkar. Hún og barnið komu heim. Hún gaf brjóst og pela. Kvennabaráttan og mengunin héldu áfram. Og barnið hélt áfram. Barnið missti dökka hárið og því fór að vaxa ljóst og lifandi hár. Barnið lærði að halda höfði. Að skríða og borða stöppu. Karína, eins og hún var látin heita, var það fyrsta í okkar tilveru sem ekki var á einhvern hátt óhlutrænt. Okkur fannst það skylda okkar að sjá til að hún yrði hamingjusöm, umlykja hana, bólusetja hana með hamingju, fyrst okkur hafði orðið á í hugsunarleysi að gefa henni þetta Hún veiktist eftir fæðinguna. Hún lá alein í hvítu herbergi og grét yfir að það skyldi hafa °rðið stelpa. Ég reyndi að hugga hana með því að ef allt héldi áfram á sama hraða, þá væri strax eftir tuttugu ár langbest að vera stelpa. En hún hélt afram að gráta og sagði að ég gæti nú ljklega séð að þetta væri eitthvað líkamlegs eðlis. Og ef barnið næði á annað borð tvítugsaldri í þessu skíta- þá yrði örugglega svo komið að hvorki væri til vatn né kjöt. Og ef til yrði vott eða þurrt þá myndu þeir kynstofnar, sem við hefðum kúgað og húguðum enn, koma og éta og drekka Það allt saman frá okkur í fullum rétti. Hún var með samviskubit yfir að haía fætt þessa hvítu varnarlausu veru, sem tilheyrði hnignandi kynstofni, sem von bráðar dæi út. Barn sem myndi heimta hreina og mjúka hluti. reyöiböð. Raðhúsagarð, sérherbergi °g rúm. í Asíu þurftu smábörn ekki ao klára matinn. í Indlandi var hægt ferðaútvarp fyrir að gera sig ofrjóan. Eða maður var neyddur til Þess. í sumum löndum voru þrykkt jtrík mynstur af lykkjum og p-pillum a mjúka bómull. • Það var engu líkara en hún óskaði Þess að hún hefði fætt barnið í pálma- aufskála eða á götunni í Bombay, af Því að þar hefði einskis verið að vænta riema framfara. GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFELAG FASKRUÐSFIRÐINGA FáskrúSsfirSi 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.