Samvinnan - 01.12.1984, Page 57

Samvinnan - 01.12.1984, Page 57
nokkru stærri. Allmörg skip, nokkur þúsund tonn að stærð, ganga frá Karlstað og til ýmissa fjarlægra landa, niður skipastigann mikla hjá Tröll- hettu, til Gautaborgar og þaðan út á hin víðáttumiklu höf til fjarlægra landa. Út eru einkum fluttar trjávörur af ýmsu tagi, pappír og járnvörur, en mn einkum kol, olía og nýlenduvörur. ® Sólarbærinn í heimalandi sínu gengur Karlstaður undir öðru nafni, - gælunafni - sem sjálfsagt er að geta og ekki dregur úr orðstír bæjarins. Það er nafnið sólar- bcerinn, og er því eðlilega ekki haldið leyndu af íbúum Karlstaðar. Mér var LJáð, að nafnið væri þannig til komið, að samkvæmt veðurathugunum síðari bma hefði enginn bær Svíþjóðar fleiri sólardaga á ári en hann. Þar væri löngum sólskin og heiðríkja, þótt unnarsstaðar væri þokuloft og úr- homa. Eins og nærri má geta, þykir ýmsum þetta furðulegt og því mikið um talað. Ekki er hægt að skilja svo við Karlstað, að íbúanna sjálfra sé ekki getið með nokkrum orðum. Þeir eru yfirleitt mjög myndarlegir, eins og ^Vlar almennt, alúðlegir og gestrisnir, °g leggja sig fram við að gera ferða- mönnum allt til hæfis. Mér er líka ljúft að votta það, að ég hef aldrei mætt öðru en einstakri vinsemd og gestrisni 1 þessu ágæta landi. Ef til vill á sá orðrómur rætur að ^kja til hinna mörgu sólardaga í Karlstað, að bæjarbúar hafa alltaf pott glettnir og gamansamir og gefnir yEr að skemmta sér. Eru að sjálf- s°gðu til um það margar sögur. Meðal annars hafa þeir alltaf verið miklir ansmenn og eru vissir þjóðdansar 'enndir við þá. Á mjög ánægjulegri skemmtisamkomu, sem Vermlending- ar héldu í aðalleikhúsi borgarinnar ynr gesti norræna þingsins, fengum nö meðal annars að sjá frábæra þjóð- ansa frá Vermlandi. Ég hef alltaf Verið hrifinn af þeirri sönnu gleði og Þeirri fegurð og snilli sem birtist í Jáningu eða túlkun fólks á mörgum Þjóðdönsum, er ég hef fylgst með og aotið á ferðum mínum erlendis. Og þá ef ég jafnan óskað, að þessi fagra jþrótt gæti sem fyrst orðið þjóðleg hér Ja okkur, - iðkuð af sem allra estum, ekki síst æskunni, eins og ^or virðist að hún sé meðal ýmissa 8rannþjóðanna. Þeir tiltölulega fáu, Sern vinna að því marki hér heima, eiga vissulega miklar þakkir skilið. ® Hjarta Vermlands ^egar norræna bindindisþinginu í arlstað var lokið, fóru þátttakendur í eins dags skemmtiferð um Vermland, einkum þó um nokkurn hluta Frykdalsins fagra. Ferð þessi mun verða okkur öllum ógleymanleg. Veðrið átti líka sinn ágæta þátt í því, að hún tókst svo vel sem raun varð á. Það var bjartviðri og blíða allan daginn, og gátum við því notið hins fagra umhverfis svo sem best varð á kosið. Við ókum frá Karlstað svo sem leið liggur upp Fryksdalinn, sem nefndur er hjarta Vermlands. Ekið var um hinar fegurstu byggðir, meðfram ám og vötnum, stórum iðnaðarstöðvum, búsældarlegum býlum og víðáttumikl- um ökrum og engjareitum. En megin einkenni sænskrar náttúru er hinn gróskumikli, tignarlegi og víðáttu- mikli skógur. Fararstjóri skýrði sam- stundis frá því markverðasta, sem Selma Lagerlöf við ritstörf á skrif- fyrir augu bar á leiðinni og ýmsu öðru. Stöðuvatnið Fryken, sem er í Fryks- dalnum og er í rauninni þrjú samtengd vötn, er feikilangt, um fimmtíu kíló- metrar, en þó hvergi breiðara en fjórir kílómetrar. Við námum fyrst staðar, alllanga stund, á sögufrægu bændabýli, sem Ransáter heitir. Frægð sína hefur það fyrst og fremst hlotið af því, að þar fæddist árið 1783 og ólst upp, skáldið, rithöfundurinn og teiknarinn, tón- skáldið og prófessor við Uppsalahá- skóla um árabil, Erik Gustav Geier. Hann var óvenju fjölhæfur og afkasta- stofu sinni á Márbakka. 57

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.