Samvinnan - 01.12.1984, Page 59
GLEÐILEG JOL
FARS/ELT NÝTT ÁR
Pökkum viðskjptin á liðnu ári
KAUPFÉLAG AUSTURSKAFTFELLINGA
HÖFN í HORNAFIRÐI
>ngju hafði hann stungið ræðunni í
vasann um morguninn, og hempuna
hafði hann í kirkjunni. En í flaustrinu
gekk hann með hlaðna byssuna inn í
kirkjuna og reisti hana upp við predik-
unarstólinn. Síðan hófst guðsþjónust-
an eins og venja var til. En hvernig
sem það hefur atvikast, vildi svo til, að
þegar prestur var stiginn í stólinn og
tekinn að flytja predikun sína, hljóp
skotið allt í einu úr byssunni. Það fór
tjPP úr þaki kirkjunnar og olli ekki
^ðru tjóni, en að sjálfsögðu urðu
kirkjugestir óttaslegnir. Prestur hafði
stutt hlé á ræðu sinni, steig niður úr
stólnum og reisti upp vopnið, sem
fallið hafði niður af eðlilegum ástæð-
Urn. Stóð þá upp einn kirkjugesta og
jnælti stundarhátt, svo að allir máttu
heyra:
>,Gætið ykkar. Hann hleður á ný.“
^etta var nú kannski útúrdúr, en
gefur þó innsýn í vissan eðlisþátt, sem
talið er einkenni Vermlendinga.
® Fór með villigæsunum
frá æskuheimili Erlanders forsætis-
ráðherra héldum við sem leið li^gur
að aðaláfangastað ferðarinnar, MAR-
“AKKA, heimili skálddrottningar-
•nnar sænsku, SELMU LAGERLÖF.
Munu flestir ferðalangarnir hafa mest
hlakkað til að koma þar - á þennan
fræga stað, þar sem hin heimskunna
skáldkona fæddist og ólst upp, og bjó
síðar allan seinni hluta ævinnar og
skrifaði mörg af hinum kunnu verkum
sínum. Allir höfðu ferðalangarnir les-
ið einhver verka hennar, fleiri eða
færri.
Márbakki er stórt, hvítmálað og
óvenju glæsilegt sveitasetur að öllu
leyti, hið innra og ytra, eins og þegar
skáldkonan skildi við það. Umhverfið
er hið fegursta og örvar til andlegra
afreka. En þegar skáldkonan ólst upp,
var heimili hennar rauðmálað og frem-
ur lítið, eins og flest býlin í sveitinni.
Til er sögn um það, að þegar
skáldkonan var barn að aldri, hafi hún
eitt sinn sem oftar verið úti í varpa að
leika sér og orðið fyrir reynslu, sem
hún aldrei gleymdi. Stór hópur villi-
gæsa flaug yfir bæinn á leið sinni
norður í land. Og þegar aligæsirnar á
Márbakka heyrðu til þeirra og sáu,
urðu þær órólegar og tóku að garga og
baða út vængjunum. En ein þeirra,
sjálfur steggurinn, lét sér það ekki
nægja. Frelsisþráin greip hann sterk-
um tökum. Með þróttmiklu vængja-
blaki hóf hann sig til flugs, þrátt fyrir
köll heimagæsanna, og hvarf upp í
Framhald á bls. 66
Marbakki er stórt,
hvítmálað og óvenju
glæsilegt sveitasetur -
að öllu leyti eins og
skáldkonan skildi við
það.
59