Samvinnan - 01.12.1984, Síða 70

Samvinnan - 01.12.1984, Síða 70
Með skáldsögu sem ferðahand- heiðloftin blá í fylgd með villigæsun- um. En næsta vor, þegar ár var liðið frá brottför hans, kom hann aftur og settist að á sínum gamla, góða stað, Márbakka. Og þá var hann ekki einn síns liðs, - með honum voru kona og börn. bók Framhald af bls.55. Bókin var þegar þýdd á margar tungur og gerði skáldkonuna heimsfræga. Löngu seinna, þegar Selma Lager- löf var beðin að skrifa bók um Svíþjóð fyrir sænska æsku, kom þessi gamla minning fram í huga hennar. Og hún varð til þess, að skáldkonan skrifaði hina heimskunnu bók sína, ævintýrið um Nilla litla Hólmgeirsson og gæsina, sem bar hann um loftin blá. Engin bók hennar hefur náð meiri útbreiðslu, borið nafn hennar víðar um heim en ævintýrið um Nilla. Ég mætti kannski leyfa mér, áður en lengra er haldið, að drepa á annað atvik frá æsku skáldkonunnar. Þegar hún var barn, var hún sjúk á löngu tímabili og gat ekki gengið. Þá varð hún oftast að vera inni og undi þá löngum í eldhúsinu hjá ömmu og hlustaði á hana segja sögur frá Verm- landi fyrr á tímum, því að amma kunni þau ógrynni af sögum. Sjúkl- ingurinn litli drakk í sig þessar sögur ömmu af svo miklum áhuga, að hún vildi helst aldrei frá ömmu fara. Seinna sagði skáldkonan, að sögur ömmu í eldhúsinu á Márbakka væru ljúfustu bernskuminningar sínar, og frama sinn ætti hún fremur ömmu að þakka en nokkrum öðrum. Ef ég man rétt, hafa fleiri frægir rithöfundar og skáld líka sögu að segja. 0 Skjótur frami Hér er ekki ætlunin að rekja æviferil skáldkonunnar né efni neinnar sögu hennar. Það er miklu stærra verkefni en svo, að hægt sé að gera því nokkur fullnægjandi skil í stuttu máli. Hins vegar verður hér drepið á örfá fleiri atriði, sem skáldkonuna varða, og eru í tengslum við þessa ferðareynslu mína. Selma Lagerlöf stundaði nám í Stokkhólmi og lauk þar kennaraprófi árið 1885. Að því loknu starfaði hún um skeið sem kennari í borginni Landskrona. En „snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill“. eins og einn af okkar ágætu talsháttum segir. Þegar á skólaárunum vaknaði löngun hins unga kennaranema til ritstarfa, og á kennaraárum sínum skráði hún þegar töluvert. En árið 1890 vann hún fyrstu verðlaun sín í smásagnakeppni, sem ritið IÐUNN efndi til. Voru það kaflar úr Gösta Berlingssögu, sem skáldkonan var þá þegar að móta sem heild. Um jólin, sama árið og skáldkonan fékk þessi fyrstu verðlaun sín, fór hún til Stokkhólms. Bauð þá ritstjóri Iðunnar henni að gefa út söguna í heild strax og hún væri tilbúin. Með aðstoð góðra vina fékk hún ágæta aðstöðu til að ganga að fullu frá bókinni og lauk því á tæpu ári. Gösta Berlingssaga, sem er frásögn af lífi fólksins í Vermlandi frá fyrri tíð, er því fyrsta bók hennar, sem út kom. Bókin var þegar þýdd á margar tungur og gerði skáldkonuna heimsfræga. Mun svo skjótur frami næsta fágætur meðal rithöfunda. Eins og nærri má geta, var nú framtíð skáldkonunnar ráðin og helg- aði hún sig ritstörfum upp frá þessu. Árið 1904 fékk hún heiðursverðlaun í gulli frá sænsku akademíunni fyrir frábæra frásagnarlist. Árið 1907 var hún gerð að heiðursdoktor við Upp- salaháskóla. Árið 1909 fékk hún svo Nóbelsverðlaunin, - hina mestu viður- kenningu, sem rithöfundi getur hlotnast. Og árið 1914 var hún kjörin í sænsku akademíuna. Svo sem vænta má, sýndu líka ýmsar erlendar þjóðir henni margs konar sæmd. 0 Eignaðist æskuheimili sitt En þótt skáldkonan hlyti mikla viður- kenningu og frægð að makleikum, og nyti þess á margan hátt, bar hún alltaf, í vissu tilliti, söknuð í brjósti. Hún þráði alltaf æskuheimili sitt, þar sem foreldrar hennar höfðu sýnt henni svo mrkla ástúð, og þar sem amma hafði sagt henni svo margar heillandi sögur, sem orðið höfðu kveikja ýmissa skáld- sagna hennar. Hún þráði að eignast þetta heimili, endurbyggja það og eiga þar heima það sem eftir væri ævinnar. Faðir skáldkonunnar dó á námsár- um hennar, eða fyrstu kennaraárum, og þá neyddist fjölskylda hennar til að selja jörðina vandalausum. En þegar skáldkonan hafði fengið Nóbelsverð- launin, gat hún fyrst gert þennan gamla draum sinn að veruleika. Hún eignaðist þá ekki aðeins jörðina nokkru síðar, heldur tókst smám sam- an að láta endurbyggja rauðmálaða húsið gamla, þar sem hún hafði leikið sér sem barn og alist upp. Og árið 1925 var því verki að fullu lokið. í þessu nýja, glæsilega herragarðssetri dvaldi svo skáldkonan til æviloka, 16. mars 1940, og var þá 82 ára gömul. Þarna skráði hún öll sín síðari verk, tók á móti stórmennum þjóða og veitti við- töku margs konar sæmd og sóma. Hún hafði mælt svo fyrir, að heimili hennar skyldi opið almenningi, hverjum sem 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.