Samvinnan - 01.12.1984, Page 77

Samvinnan - 01.12.1984, Page 77
Að Brunahvammi. Horft niður dalinn. Næst sé ég Brunahvamms getið árið 1786. Þá skrifar presturinn á Hofi, að bærinn sé „nú í eyði“, eins og komizt er að orði, en það táknar vitaskuld, að þá hefur verið búið þar annað slagið. Líklegt er þó, að fremur hafi búsetan verið slitrótt fyrr á tímum. Árið 1807 koma hjón í Bruna- hvamm og búa þar til 1811. Síðan er jörðin í eyði til vorsins 1820, en þá gerist dálítið undarlegur hlutur. Þá flyzt í Brunahvamm maður að nafni Gissur Gissurarson, sagður 50 ára að aldri, og gerist nú einsetumaður í kofunum, sem staðið höfðu mannlaus- ir í níu ár. Það er svo ekki að orðlengja, að karl unir einverunni svo vel, að hann býr aleinn þarna í heiðinni allan áratuginn 1820-1830. - Það er tveggja klukkustunda gangur til næsta bæjar, út með ánni, en annars reginheiðar aílt um kring. Það þarf mikla sálarró til þess að lifa slíku lífi í hinu langa, íslenzka skammdegi, og ekki hefur Gissur karlinn unað sér við bóklestur. Öll árin skrifar presturinn í athugasemd, þegar hann hefur hús- vitjað Gissur á Brunahvammi: „Bæk- ur fáar.“ Það þýðir, að karl hefur varla átt nægilegan kost guðsorðabóka til þess að geta lesið húslesturinn skammlaust yfir sjálfum sér, hvað þá tneira, en við það miðuðu klerkarnir í gamla daga, jjegar þeir voru að fiska eftir bókaeign heimilanna. • Þorleifur Þorleifsson Næst ber að nefna þann fyrri tíðar heimilismann að Brunahvammi, sem frægastur hefur orðið í munnmælum, og ómaklega skyggt á marga aðra, sem hafa átt þar lengri dvöl og skilað stærra æviverki. Það er Þorleifur draugur. . Sú saga hefur orðið lífseig í Vopna- firði, að minnsta kosti síðustu hundrað árin,’ að einhvern tíma á 19. öld hafi hjón búið á Brunahvammi og ekki verið annað heimilismanna þar, auk hjónanna, en smalastrákur, pöróttur og ódæll, sem Þorleifur hét, og kerling ein, forn í skapi. Einhvern sunnudag riðu hjónin út í Hof til messu, en strákurinn og kerling voru heima. Þegar á daginn leið, skipar hún strakn- um að fara að smala kvíaánum. Hann tekur þá lítt bandvant tryppi, hnýtir upp í það spotta og ætlar að ríða á stað. Tryppið sem var ótamið, ærist undir honum, dansar með hann suöur brekku sem síðan heitir Þorleifs- brekka, og loks hverfa þau niður í þurra gróf, sem heitir síðan Þorleifs- gróf. Þar finnur kerling þau, og fer tvennum sögum um, hvort tryppið var hálsbrotið, eða hvort það þaut eitt- hvað út í buskann, þegar kerling nálgaðist. En Þorleif bar hún meðvit- undarlausan inn í bæ og hugði hann dauðan. Þar lagði hún hann á fjalir í frammikofa, sem var síðar kallaður í átt til sveitarinnar. ,,Og áin streymir um eyðibyggð“. (Ljósm. Alexander Árnason). 77

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.