Samvinnan - 01.12.1984, Side 80

Samvinnan - 01.12.1984, Side 80
Frá kaupfélagsstjórafundi: Verja þarf fé til að vinna að nýsköpun í atvinnulífinu Kaupfélagsstjórafundinn sátu að þessu sinni nánast allir kaupfé- lagsstjórar landsins, svo og stjórnarmenn Sambandsins, forstjóri og framkvæmdastjórar þess og sam- starfsfyrirtækjanna, og nokkrir starfsmenn. Fundurinn fór vel fram að vanda, og urðu þar miklar og málefna- legar umræður um mörg efni sem snerta samvinnufélögin. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var gestur fundarins og flutti þar ræðu. Verslunarmálin voru sérstakur dag- skrárliður á fundinum, en framsögu um þau höfðu þeir Kjartan P. Kjar- tansson frkvstj. Fræðslu- og kaupfél- agadeildar, Hjalti Pálsson frkvstj. Verslunardeildar og Axel Gíslason aðstoðarforstjóri. • 24,29% veltuaukning Erlendur Einarsson forstjóri gaf að vanda yfirgripsmikla skýrslu um rekst- ur og afkomu Sambandsins fyrstu níu rnánuði þessa árs, og einnig fjallaði hann um þróun og framvindu efna- hagsmála í landinu í því sambandi. Hann gat þess m. a. að fyrstu níu Steingrimur Hermannsson torsætisrao- , -J?, t ■' herra ræddi stöðu efnahags- og at- manuði arsins væri velta Sambandsms vinnumála í ræðu sinni. (Ljósin. Krist- ján Pétur Guðnason). orðin 6.379 milj. kr., sem væri 24,2% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Veltuaukningin hefur orðið mest hjá Búvörudeild, og stafar það af miklum kjötútflutningi á þessu tíma- bili. Þá hefur orðið aukning í frystingu hjá Sambandsfrystihúsunum. Nokkrir erfiðleikar hafa verið í rekstri Iðnað- ardeildar á Akureyri undanfarið, sem stafa m. a. af óhagstæðri gengisþróun og sölusveiflum í garni, en unnið er að því af fullum krafti að sigrast á þeim. I lok ræðu sinnar vék Erlendur að hagræðingarmálum rekstrarins, sem vinna yrði ötullega að, en þýðingar- mest væri þó að huga vel að því að fá dugmikla starfsmenn til starfa. Tryggja þyrfti samvinnufélögunum dugmikið starfsfólk og gera félögin að eftirsóttum vinnumarkaði. Þangað þurfi að veljast til starfa fólk sem hafi áhuga og metnað fyrir hönd samvinnu- félaganna. • Nýjar atvinnugreinar Steingrímur Hermartnsson forsætis- ráðherra ræddi stöðu efnahags- og atvinnumála í ræðu sinni. Hann benti á að síðustu ár hefðu menn kannski lifað í voninni um betri aflabrögð og batnandi afla. Núna væri það stað- reynd að sjór færi hlýnandi og þorsk- göngur vaxandi, sem lofaði vissulega góðu. Menn deildu oft á það að fiskiskipaflotinn væri of stór, en hafa þyrfti í huga að ykist aflinn þ^rfti á fleiri skipum að halda, og við Islend- ingar mættum ekki falla aftur í þá gryfju að vanrækja endurnýjun fiski- skipaflotans. Varðandi landbúnaðinn harmaði forsætisráðherra að ekki hefði gengið hraðar en raun bæri vitni að gera nauðsynlegar breytingar á honum. Þetta snerti fyrst og fremst breytingar á framleiðslu og upptöku nýrra búgreina. í þessu sambandi væri loðdýrarækt þýðingarmikil, því að hún lofaði mjög góðu. Vinnslustöðv- arnar yrðu að bregðast fljótt og vel við breytingum af þessu tagi, m. a. í fjárfestingum sínum. Þegar til lengri tíma væri litið þyrfti að renna fleiri 80

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.