Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Síða 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Síða 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 199 ekki nema eitt skip, af því það getur tekið farm eftir r’arm fram eftir öllum vetri. Meirihluti nefndarinnar vildi fresta málinu. Emil Nielsen hefir þó haft mikinn áhuga á þessum fram- kvæmdum og mun enn verða liðtækur í þessu efni. Aft- ur munu fulltrúar kaupmanna og útvegsmanna telja sér málið óviðkomandi og er tæplega að búast við miklum beinum stuðningi úr þeirri átt. I þinginu höfðu tillögur minnihlutans mikinn byr. Var ákveðið að heimila nokkurt fé að láni til frystihús- bygginga vegna kjötsins, og að ábyrgjast tilraun með farm af frystu kjöti, ef Sambandið vildi framkvæma hana fyrir hönd þjóðarinnar. Ihaldsmenn í efri deild skildu ekki málið og vildu gera skilyrðin fyrir ábyrgðinni þann- ig að ekkert hefði orðið úr framkvæmdum. Samt tókst að rétta málið við og verður væntanlega tilraunum hald- ið áfram í stærri og stærri stíl. Áhugi bænda er mikill fyrir máli þessu. Um leið og fréttin barst út um land, að þingið vildi styðja íshús- byggingu kom þegar beiðni frá kaupfélaginu á Hvamms- tanga. Vill það hefjast handa þegar í sumar og er ekki örvænt um að úr því kunni að verða. Meðan Lárus Helgason var fulltrúi Skaft- „Bás“-mál fellinga á þingi útvegaði hann úr land- Skaftfellinga. sjóði fjárveitingu til að bæta lendingu í Vík í svonefndum „Bás“. Vestanvert við höfnina í Vík gengur fjall út í sjóinn, og hlífir fyrir vest- anátt, en ægisandur er framundan kaupstaðnum. Inn í hamrana vestanmegin við höfnina gengur lítið vik, sem er nefnt „Bás“. þar má stundum ferma og afferma báta, þótt ófært sé við sandinn. En erfitt er að koma vörum til og frá „Básnum“ yfir stórgrýtis urð. Lárus vildi láta leggja veg út í lendingarstað þennan eða gera einskonar loft-járnbraut yfir urðina og væru vörurnar fluttar eftir henni. Gísli Sveinsson sýslumaður reyndi að nota að- stöðu sína til að hindra þessa umbót. Sömuleiðis stóð óskiljanlega mikið á aðgerðum vegamálastjóra og endir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.