Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 59

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Blaðsíða 59
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 249 Fardagar fugla eru venjulega um mánaðarmótin september og október, eða jafnvel nokkru fyr eða sið- ar. Oft fara þrestir ekki fyr en í nóvember. Viðstaða far- fugla hér á landi er um 4—5 mánuði. Á þeim tíma búa þeir til hreiður, verpa, unga út, og annast unga sína, þang- að til þeir eru orðnir fleygir og færir. Árlega koma hingað 12—14 tegundir af vaðfuglum, en ekki nema 6—8 spörfuglategundir. þá er og miklu fleira af hverri tegund vaðfugla en spörfugla. Verpa þó spör- fuglar fleiri eggjum en hinir. Ætti því viðkoman að vera meiri. Getur þetta stafað af því, að spörfuglar eru þrótt- minni til flugs, og hljóta að farast umvörpum á hinum löngu og erfiðu ferðum yfir hafið. Leiðir farfugla, að og frá íslandi, liggja að jafnaði um svæðið frá Trlandi austur á móts við Svíþjóð. Venju- lega fljúga fuglar, um nætur, yfir hafið og í stórum hóp- um eins og t. d. lóan. Ránfuglar (smyrlar) ferðast þó oft fáir saman. Stundum eru nokkrar tegundir saman í ein- um hóp. En venjulega ferðast eldri fuglar og yngri hvor i sínu lagi. Flughraði fugla er sagður að meðaltali um 150 km. á klukkustund. Fuglar með slíkum hraða, ættu þá að vera nálega 6 klukkustundir á leiðinni frá íslandi til Skot- lands. þar sem fuglar hitta fyrir eyjar, á ferðum sínum yfir hafið, taka þeir sér hvíld. Kemur oft fyrir, að þeir setjast á skip út á hafi, þegar þeir eru að þrotum komnir. Einstöku fuglar verða viðskila við félaga sína, missa flug- ið af þreytu og falla í hafið. Enginn veit þó, hve margt af farfuglum gistir Rán, en fleiri munu þeir vera en margur hyggur. Fuglar fljúga venjulega hátt á lofti, alt að 4000 metra hæð. Fer það venjulega eftir því, hve loftbjart er. þeir fljúga ætíð fyrir neðan skýin. Lægst fljúga þeir í rigningu. Oft villast þeir í mikilli þoku. Fyrir þá sök slæðast oft hingað til lands sjaldgæfir fuglar. Farfuglar ferðast aðeins suður og norður eftir hnett- inum, en saldnar til austurs eða vesturs. Loftlagsbreyt- ing, sem stafar af árstíðum, mun ráða þessari stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.