Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 59

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 59
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 249 Fardagar fugla eru venjulega um mánaðarmótin september og október, eða jafnvel nokkru fyr eða sið- ar. Oft fara þrestir ekki fyr en í nóvember. Viðstaða far- fugla hér á landi er um 4—5 mánuði. Á þeim tíma búa þeir til hreiður, verpa, unga út, og annast unga sína, þang- að til þeir eru orðnir fleygir og færir. Árlega koma hingað 12—14 tegundir af vaðfuglum, en ekki nema 6—8 spörfuglategundir. þá er og miklu fleira af hverri tegund vaðfugla en spörfugla. Verpa þó spör- fuglar fleiri eggjum en hinir. Ætti því viðkoman að vera meiri. Getur þetta stafað af því, að spörfuglar eru þrótt- minni til flugs, og hljóta að farast umvörpum á hinum löngu og erfiðu ferðum yfir hafið. Leiðir farfugla, að og frá íslandi, liggja að jafnaði um svæðið frá Trlandi austur á móts við Svíþjóð. Venju- lega fljúga fuglar, um nætur, yfir hafið og í stórum hóp- um eins og t. d. lóan. Ránfuglar (smyrlar) ferðast þó oft fáir saman. Stundum eru nokkrar tegundir saman í ein- um hóp. En venjulega ferðast eldri fuglar og yngri hvor i sínu lagi. Flughraði fugla er sagður að meðaltali um 150 km. á klukkustund. Fuglar með slíkum hraða, ættu þá að vera nálega 6 klukkustundir á leiðinni frá íslandi til Skot- lands. þar sem fuglar hitta fyrir eyjar, á ferðum sínum yfir hafið, taka þeir sér hvíld. Kemur oft fyrir, að þeir setjast á skip út á hafi, þegar þeir eru að þrotum komnir. Einstöku fuglar verða viðskila við félaga sína, missa flug- ið af þreytu og falla í hafið. Enginn veit þó, hve margt af farfuglum gistir Rán, en fleiri munu þeir vera en margur hyggur. Fuglar fljúga venjulega hátt á lofti, alt að 4000 metra hæð. Fer það venjulega eftir því, hve loftbjart er. þeir fljúga ætíð fyrir neðan skýin. Lægst fljúga þeir í rigningu. Oft villast þeir í mikilli þoku. Fyrir þá sök slæðast oft hingað til lands sjaldgæfir fuglar. Farfuglar ferðast aðeins suður og norður eftir hnett- inum, en saldnar til austurs eða vesturs. Loftlagsbreyt- ing, sem stafar af árstíðum, mun ráða þessari stefnu.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.