Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 12

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 12
202 Tmarit íslenskra samvinnufélaga. Guðmundar, en af öðrum fundarmanna var honum hent á, að hann skyldi svara sjálfur. ef honum þætti þörf tii bera. Litlu síðar kom Guðmundur suður og hitti að máli ritstjóra þessa tímarits. Bauð hann Guðmundi rúm í næsta hefti nú í vor, en kvaðst myndi svara um leið. Guð- mundur tók þessu boði, en grein hans er ekki enn komin. Af því að þetta mál, skipulag' kaupfélagsins í Borgar- nesi og aðstaða þess til annara félaga er nokkuð með sér- stöku móti, er gott að það mál sé rætt í alvöru og með fullum rökum á báðar hliðar. Mun gerð ráðstöfun til að félagsmenn í Borgamesfélaginu fái tækifæri til að sjá það sem skrifað verður um málið með og móti í þessu tíma- riti. Andstæðingum samvinnunnar hefir þótt mikill mat- ur í því, að vinir og velunnarar Sigurðar kaupmanns Run- ólfssonar og bænda þeirra er vildu stofna samkepnisdeild við félagið hafa þotið upp á nef sér í þessu máli. Komu ádeilugreinar á ritstjóra tímarits þessa bæði í blaði hinna’ erlendu kaupmanna og blaði sem síldarútvegsmenn gefa út. Sést af því að sá lýður hefir talið sér gagn að kaup- mensku-umbrotum þeim sem á hefir bólað í Borgarfirði. Alt öðru máli er að gegna um Guðmund Ólafsson bónda á Lundum, sem er einn í stjóm félagsins og hef- ir lengi verið öruggur styrktarmaður þess. Hann kom að máli við ritstjórann og bað þess getið, til skýringar á tapi félagsins í tíð Sigurðar Runólfssonar, að það tap stafaði mest frá verðfalli á vörum, og hlutdeild í skipinu „Svölu“. Aftur væri útlit fyrir að tap á skuldum yrði til- tölulega lítil. það er gleðilegt, því það bendir á þá al- mennu staðreynd að skuldatöp fyrir mótþróa að borga eru sjaldgæf í sveitunum.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.