Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 14

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 14
204 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. ur selstöðuverslunina, sem var arftaki einokunarinnar. Um 1880 tekur Kaupfélag pingeyinga til starfa. Jakob Hálfdánarson var framkvæmdarstjóri, en forgöngumenn og stjórnendur með honum Jón Sigurðsson á Gautlönd- um, Benedikt Jónsson á Auðnum og Benedikt Kristjáns- son í Múla. pegar á leið gátu þessir menn ekki felt sig við áframhaldandi skifti við Slimon. Jón Vídalín var stjúpsonur Benedikts í Múla. Hann var nokkuð æfður við verslun, framgjarn og djarfur. Stjórn Kaupfélags þingeyinga sendi Jón til Englands í því skyni að hann seldi sauðina á ábyrgð félagsins. Sala afurðanna var þá eins og nú mesta vandamálið. Vídalín kom til Newcastle því að þar var aðalmarkaðurinn fyrir lifandi fé. Hann komst þar í kynni við danskan kaupmann H. Lauritzen, fremur ómerkilegan. þegar til kom gat þessi maður hvorki selt sauðina né útvegað þingeyingum þær vörur sem þurfti. Zöllner seldi meginið af sauðunum fyrir Laur- itzen. þetta var árið 1884, og á sömu leið gengu viðskift- in 1885. þá sá Vídalín að hann myndi hafa lent á miður heppilegum viðskiftamanni og leitaði beint til Zöllners. Hittust þeir Zöllner og Vídalín fyrsta skifti í skák-klúbb í Newcastle. Vídalín var töluvert góður skákmaður og þótti furðu sæta að hann tapaði hverju taflinu eftir ann- að í skiftunum við Zöllner. En það var ekki að furða því að Zöllner var þá framarlega í röð skákmanna í Eng- landi. þessi kynning yfir skákborðinu var upphaf að löngu samstarfi milli þessara manna. Vídalín gekk eftir þetta í þjónustu Zöllners og var önnur hönd hans við íslensku verslunina. Kaupfélag þingeyinga hafði í fyrstu aðal- skiftin við Vídalín. Síðan kom Svalbarðseyrarfélagið, og síðan hvert af öðru af hinum nýstofnuðu pöntunarfélög- unum. Árferði var um þessar mundir íiið versta á Islandi, og þrátt fvrir ítrustu sparsemi höfðu þingeyingar safn- að skuldum. Eftir að Lauritzen haustið 1885 var búinn að fá haustvörurnar skulduðu þingeyingar honum 1100 £ sterling. þessa skuld borgaði Zöllner þá, og sendi líka vör-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.