Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Qupperneq 19

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Qupperneq 19
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 209 engan íslending hygg eg að Zöllner hafi þótt jafn vænt, eins og Jón í Múla. En fyrir Jón sjálfan var þessi staða ekki að öllu leyti heppileg. Hann hafði verið í fremstu röð meðal foi-vígismanna kaupfélagsstefnunar. Og þegar B. Kr. hóf eina af ofsóknarherferðum sínum á hendur félögunum var Jón þar einn hinn harðsnúnasti landvamarmaður. En sem umboðsmaður þess kaupmanns,sem var heildsali kaup- félaganna gat Jón ekki notið sín eins og æskilegt hefði verið fyrir slíkan hæfileikamann. Hann varð að taka tillit til beggja hliða, og það var hverjum manni ókleyft að gera, svo að ekki orkaði tvimælis. Um þetta leyti kom Zöllner í hug að íslensku pöntunar- félögin ættu að koma á sambandi innbyrgðis og föstu skipulagi. Hann gerði frumdrætti að hinu nýja skipulagi. Verslun hans í Newcastle (íslandsdeildin) átti að verða íslenskt fyrirtæki, sameign félaganna. Tilboði þessu var allvel tekið. Fyrir hönd Zöllners tók Jón Jacobsson þátt í þessum samkomulagstilraunum hér á landi. En eftir eitt ár var ekkert orðið ágengt. í júlí 1902 kemur Zöllner sjálf- ur hingað til lands og heldur fund með helstu leiðtogum kaupfélaganna í gamla „Hótel Reykavík" á Vesturgötu. Zöllner stakk upp á að félögin gerðu samband með sér. Hefðu þriggja manna stjórn í Reykjavík. Skyldi Jón í Múla vera tilnefndur af Zöllner, en félagsdeildirnar kjósa tvo. Zöllner skyldi vera fulltrúi félaganna út á við, og sam- ábyrgð komið á í öllum deildum sambandsins. Eftir göml- um heimildum er það haft að fulltrúar gömlu félaganna á Austur- og Norðurlandi hafi verið mjög fýsandi þessarar ráðabreytni. En fulltrúar frá Vesturlandi, sennilega Skúli Thoroddsen og fleiri, tekið daufara í málið. Einkum áttu þeir bágt með að fella sig við samábyrgðina. Daginn eftir kom Zöllner með nýja uppástungu. Hann vildi að Sam- band væri stofnað á hlutafélagsgrundvelli. Hvert félag skrifaði sig fyrir ákveðnum hlutum, en Zöllner legði til það af hlutum sem á vantaði. Ábyrgð hvers félags var þá takmörkuð við hlutafjáreign. þetta strandaði á því að félögin höfðu ekki handbært fé. En þetta varð til þess að 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.