Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 21

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 21
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 211 hugur Zöllners kemur jafn glögglega fram í tilboði hans, þótt ekki yrði úr framkvæmdum. Síðan þá hefir Samband- ið átt ýmiskonar skifti við Zöllner, seldi honum m. a. mikið af hestum 1923. Og öll þau skifti hafa borið vott um sömu eiginleika í fari hans, eins og Islendingar voni áðm’ búnir að þrautreyna í nærfelt 40 ár. Fyrir utan verslunarmálin lét Zöllner sér viðkoma hverskonar vandamál, er snertu ísland. Hann var að vísu ræðismaður Dana og íslendinga í Newcastle, en það eitt er ekki nóg skýring á umhyggju hans. þegar flestir bæir hrundu á Suðurláglendinu við jarðskjálftana 1896 safnaði hann í Newcastle 9000 kr. handa bágstöddu fólki á jarðskjálftasvæðinu. Hann sendi eitt sinn hingað danskan smjörgerðarfræðing til að leiðbeina í smjörgerð. þegar fult var orðið af enskum togurum hér við land var Zöllner fyrstur eða með þeim fyrstu, sem sá að sjálfsagt var að stunda þá atvinnu hér úr landi. 1899 kom hann því til leiðai' að 6 togarar settu afla sinn í land í Reykja- vík og víðar við Faxaflóa. Jón Vídalín mun hafa haft að- aleftirlitið með útgerðinni. Fyrsta tilraunin mishepnaðist en samt var sporið stigið í rétta átt. Árið 1890 þrengdu Englendingar mjög að um inn- flutning lifandi sauða. Síðan þá hafa Danir ekki getað flutt þangað kindur á fæti. En með mikilli fyrirhöfn og áreynslu, og vegna persónulegrar kynningar við áhrifa- mikla menn tókst Zöllner að afstýra hættunni að því er ísland snerti. Litlu síðar gaf ræðismaður Breta á íslandi stjórn sinni skýrslu um fjárkláðann hér. Átti þá að setja algert bann á móti innflutningi héðan. þá skrifaði Zöllner Scierbeck landlækni, fékk hann til að koma til Englands. Kostaði för hans þangað, og tókst aftur með hans hjálp að fresta algerðu banni enn um stund. En 1896 kom bannið á, og hefir ekki fengist nein breyting á því síðan, nema lítið eitt að því er snertir nýlendurnar. Á næstu árum seldi Zöllner íslenska sauði til Antwerpen, en smátt og smátt dofnaði yfir þeim markaði, enda hafði hann altaf verið mjög takmarkaður. Á þingi var þá til 14*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.