Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 37

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 37
Tímarit íslenskra samvinnufélag'a. 227 hún þá umsvifalaust tekin og ónýtt. petta var lítil brún bók, hljóðaði ekki upp á nafn, en það fekkst við að sjá númerið. í henni voru 56 blöð og eru 52 þau fyrstu kvitt- anir, undirskrifaðar með nafni við móttöku, en á hin er stimplað hve mikið og hvenær tekið er út. Hafði bókareigandinn haft rétt til að fá hálfan lítra á viku og tekið það mjög samviskusamlega út. Stimplarnir sýndu að tekið var út með nákvæmlega 7 daga millibili. Nú var það búið að vera og geta verið margar aðrar ástæð- ur til að bókin verði afturkölluð. Meðal annara missa þeir eipnig bækur sínar sem ekki geta greitt skatta sína. Hygg- ur Bratt að þeir sem ekki hafi peninga til opinberra gj alda, hafi varla afgangs til áfengiskaupa. 1 byrjun komu stundum kvartanir um misnotkun í heimahúsum. Bað Bratt þá líknarfélag eitt þar í bænum að grenslast eftir á hvaða rökum þetta væri bygt. Ef kvörtunin var á rökum bygð var bókin ónýtt og svarti sauðurinn útilokaður í framtíðinni. Mörgum mun finnast þetta nokkuð nærgöngult, en þó segjast mennirnir lang- víðast eða alstaðar hafa fengið góðar móttökur. Bókin gildir aðeins á einni á útsölum félagsins og ef kross hefir verið settur við númerið fæst ekkert út á þá bók. Margir Svíar skoðuðu því áfengisbók sína sem þá bók, er þeir vildu síst missa og voru því ófúsir að stofna henni í nokkra hættu, með því að lána hana eða hjálpa þeim sem útilokaðir voru frá þessum eftirsóttu irykkjum. Nú var viðbúið að þeir sem útilokaðir voru mundu neyta allra ráða til að fá áfengi og þá annaðhvort kaupa af smyglurum, eða drekka ý, 'iskonar eitur, svo sem brensluspritt og hárvatn. þetta sá Bratt og setti því nokkurskonar öryggis- spjald á kerfi sitt, til að veita þeim kröftum útrás, sem annars mundu sprengja alt sundur. það er salan á veitingastöðunum. Hver fullorðinn mað- ur getur þar fengið vín og léttari drykki, meðan hann hag- ar sér sómasamlega. Dr. Bratt er samt harðhentur hér sem annarstaðar. 15*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.