Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 64

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 64
254 Tímarit íslenskra samvinnufélag'a. hann sem lengst frá hreiðrinu. Takist það ekki neyðist móðirin til að skríða af eggjunum. Ilún sér þá að öll von er úti Hún barmar sér þá á allar lundir, breiðir út stélið, ber sig með vængjunum og tístir öi'væntingarfull. Er þá oft átakanlegt að sjá, hve sorg og harmur virðist nísta hjarta hennar. En út yfir tekur þó, þegar hún kemur aft- ur að tómu hreiðrinu. Eftir að ungarnir eru farnir úr hreiðrinu, halda for- eldrarnir áfram að mata þá. En smámsaman venjast þeir á að leita sér sjálfir fæðu. Flugið æfa þeir fyrst með því móti, að foreldrarnir láta þá elta sig með fæðuna þúfu af þúfu, eða stein af steini. Neyðast þeir þá til að lyfta sér frá jörðu til að ná í matinn. þegar spörfuglsungarnir eru orðnir fleygir og færir, fara foreldrarnir með þá heim að húsum og haugum, eða á aðra staði, þar sem gnægð er af flugum til matar. Hættur eru ekki afstaðnar þó að ungarnir séu búnir að yfirgefa hreiðrið. Fari þeir ekki varlega eiga þeir á hættu að verða óvinum að bráð. Fjöldi af spörfuglsungum deyja áður en þeir ná fullum þroska, og þykir gott ef 4/5. komast af æskuskeiði. Verstu óvinir þeirra eru ránfugl- ar, refir og kettir. Flestir fuglar hafa varnarliti, sem hjálpa þeim til að forðast óvinina. Vaðfuglar eru jafnan módröfnóttir að lit, eða eins og móarnir og mýrarnar, þar sem þeir halda sig. Ránfuglar eru ííkir á litinn og klettarnir kringum hreiður þeirra. Spörfuglar eru flestir mógráir. þúfutitl- ingur ber sama lit og þúfan, sem hann velr sér að hreiður stað. Maríuerlur, sólskríkjur og steindeplar eru skjóttir eða flekkóttir eins og umhverfið, þar sem þeir verpa og halda til. Sumir fuglar skifta litum eftir árstímum eins og t. d. rjúpan. Svanurinn ber ekki varnarlit. En í þess stað hefir hann langan háls og ber höfuð hátt. Og verður hann því var við óvininn nógu snemma til að forðast hann.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.