Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 71

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Page 71
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 261 1500 fermílna svæði. Hafi farist til jafnaðar, 1 miljón tugla, á hverjum 2 fermílum hefir geysi mikið drepist af fuglum í hretinu. Náttúran veldur afskaplega miklu tjóni á fuglum. En þess á milli nærir hún þá og elui' upp í skauti sínu. Afskifti manna af þessu starfi náttúrunnar, eru jafnan þau, að þeir ganga í lið með öflum hennar, sem eyða fugl- um, en hallast síður á þá sveifina, sem miðar að því, að halda þeim við. Minsta kosti vill það svo vera hér á landi. Ætla mætti, að fuglar væru færari en önnur dýr, að bjarga sér og forðast hættur, þar sem þeir geta borið sig um loftið, og flogið á svipstundu úr einum stað í annan, en það er öðru nær að svo sé. Náttúran hagar því svo til, að þeir eru sömu lögum háðir, hvað hættur snertir, eins og aðrar jarðbundnar verur. 5. Fræðsla um í'ugla. Hefðu íslendingar, bæði fyr á öldum og nú á tímum, verið eins natnir við að rannsaka og efla náttúrugróður og dýralíf landsins og sögu, ættfræði og skáldskap, væri nú högum manna öðruvísi háttað. Nú verður að telja þá eftirbáta flestra — ef ekki allra — mentaðra þjóða í því að þekkja og skilja náttúru síns eigin lands. Talið er víst, að engin þjóð gefi út eins mikið af prentuðu máli og Is- lendingar, miðað við fólksfjölda. Og þó er víst engin þjóð eins fátæk af náttúrufræðisritum, samanborið við annað efni, sem út er gefið. Náttúruvísindin eru því miklu skemmra komin áleiðis hjá oss heldur en aðrar fræðigrein- ar. þau eru heldur ekki virt svo mikils að skipa þeim á bekk með öðrum námsgreinum hér við háskólann. þar ættu þau reyndar að skipa öndvegi, eða að minsta kosti, standa jafnfætis öðrum námsgreinum. Menn virðast skoða náttúru landsins með hálfgerðri fyrirlitningu. Og eflaust mundi margur kjósa heldur að bjarga öllum bókmenta- forða þjóðarinnar, en náttúrugæðum landsins, ef annað- hvort ætti að varðveita frá gereyðing, — sem þó væri hið sama og að glata hvortveggju.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.