Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 79

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 79
Tímarit íslenskra samvinnufélag-a. 269 indi. Unglingar, bændur og jafnvel prestar gerðust veiði- þjófar og rjúpnamorðingjar. Á 2'á mánuði drápu einstöku menn svo þúsundum skifti af rjúpu. Til voru þó menn og jafnvel heil sveitafélög, sem hraus hugur við rjúpnadráp- inu, og bönnuðu rjúnaveiði í landareign sinni. Sennilega hefir ekki í mannaminnum, verið drepið eins mikið af rjúpu og á þessum stutta tíma, sem hún var friðlaus. Eftir skýrslum að dæma voru 215700 rjúpur fluttar úr landi fyrir nýár í vetur, og 88862 rjúpur fyrstu mánuðina, af friðunartímanum, eftir nýár. það verða sam- tals 249062 fuglar, eða sem svarar 2—3 rjúpur á hvert mannsbarn á landinu. Sama daginn og friðunin var úr gildi feld (15. okt.) voru rjúpur á boðstólum í búðum í Reykjavík síðastliðið haust og hafa verið það óslitið hingað til. Og í jan- úarmánuði, viku eða hálfum mánuði eftir, að friðnartím- inn var byrjaður, auglýstu kaupmenn eftir rjúpu. Um það leyti voru líka lagðir inn í verslanir hestburðir af henni. Eftir þessu að dæma virðast lögin hafa verið brot- in bæði fyrir 15. okt. og eftir 1. jan. Auðvitað hefir eng- inn verið kærður eða sektaður fyrir slík brot, enda ekki þótt viðeigandi hér í þessu Gósenlandi lögbrjótanna. Lögin ættu auðvitað stranglega að banna sölu á rjúpu meðan hún er friðuð, en það gera þau ekki. Lögbrjótamir nota sér þetta og þykjast eiga rjúpuna geymda, frá því í desember, sem þeir selja allan veturinn. Friðun, sem miðar að því að vemda fugla, um örfá ár, í því skyni að drepa þá niður, þegar þeim fjölgar aft- ur, og friðunartíminn er útrunninn, er bygð á eigingirni og ránseðli manna, en ekki á tilfinningu fyrir réttmætri tilveru fuglanna í náttúrunni. Nokkrir fuglar eru taldir upp í lögunum, sem eiga að vera „alfriðaðir“. En um leið er tekið fram að aðrir í'uglar skuli vera „friðlausir". þetta verður varla skilið öðruvísi en svo, að lagalega beri mönnum skylda til, að útrýma hverjum einasta fugli á landinu, sem ekki er tal- inn meðal þeirra, er „alfriðaðir“ eru. Og það eru ekki

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.