Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 87

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 87
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 277 skjóli kringum hús, einkum í trjám og blómgörðum. Um- hyggja fyrir blómum og trjám garðanna færist nú yfir á fuglana að vetrinum. Meðan fuglarnir eru styggir eru fóðurborðin sett fjær húsum, en færð nær eftir því sem þeir spekjast, og venjast manninum. Drengur nokkur hændi fugla að herbergisglugga á öðru lofti í húsi sínu með þeim hætti, að hann fékk sér sterkan streng, batt öðrum enda hans við tré 40 fet frá húsinu, en hinum festi hann inni í herbergi sínu. Neðan í strenginn, fast við tréð, festi hann fóðurborð og hnýtti í það bandi, sem náði inn í stof- una. Var svo um búið, að borðið gat hlaupið eftir strengn- um, ef tekið var í bandið. þegar fuglar settust á borðið og fóru að gæða sér á matnum, sem þar var látinn, tók drengurinn í bandið ofurhægt og smá mjakaði borðinu að glugganum, án þess að fuglarnir vrðu varir við. par var því fest og árið eftir sett yfir það þak, til að skýla fuglun- um fyrir úrkomu meðan þeir sátu að máltíð. þess er vand- lega gætt, þar sem fuglum er gefið, að kettir komi ekki nálægt þeim. þegar jólin eru liðin, og fólkið búið að skemta sér við jólatréð, er sumstaðar siður að reisa það upp nálægt íbúðarhúsum handa fuglunum. Allskonar fuglafæða, svo sem: ber, hnetur, korn og fræ er fest á greinarnar. Fugl- arnir þyrpast þá kringum það eins og börn, og tína með mestu ánægju upp í sig góðgætið. Varla getur dásamlegri dýrategund á meið íslenskrar náttúru, en fuglana. En þeir hafa samt orðið að hlíta álíka meðferð og flest önnur náttúrugæði þessa lands. Fugladráp hefir ekki aukið velmegun þjóðarinnar og ekki lyft henni á hærra menningarstig. En það hefir nært villi- menskuna gagnvart náttúrunni. Sá sem drepur fugl,. í hvaða skyni sem það er gert, setur sig á bekk með skyn- iausum skepnum, eða hann er eins og napur frostvindur, sem kelur fuglana til heljar. Hættið því að drepa fugl- ana, verndið þá og gefið þeim á veturna. Guðm. Davíðsson.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.