Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 91

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1925, Side 91
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 281 í erfiðum árum lækka þessar tekjur mikið, en þó eru jafnan margif menn hér á landi, sem þola vel töluverðan aukaskatt. þegar þess er gætt, að meginhlutinn af tekjum landssjóðs fæst með nefsköttum, sem hvíla jafnþungt á bláfátækum barnamanni og stórauðmanni með jafnmargt sifjalið, þá er ekki nema eðlilegt, að ríku mennirnir verði að taka á sig verulegar aukabyrðar til þjóðfélagsheilla. Enn sem komið er má telja, að stórtekjumenn greiði til- tölulega mjög lítið til almannaþarfa, eftir því sem gerist annarsstaðar. Grundvöllurinn undir slíkum skattstofni er þannig mjög traustur, hvernig sem á er litið. Skattstofan hefir ekki gefið út neina skýrslu um tekjur manna hér. þvert á móti reynt að fela niðurstöð- umar með því áð blanda saman í skattskránni skatti af eignum og tekjum. Er því ómögulegt á þessu stigi máls- ins að gera sér í hugarlnd, hve miklu hátekjurnar nema. Nú í ár er álitið að stórgróði nokkurra manna í Reykjavík sé um 20 miljónir. Áreiðanlega er ekki gengið nærri „þurftarlaunum" slíkra manna, þó að tekjurnar væru svo sem 2 miljónir í hágróðaskatt til að rækta og bæta það land, sem hefir alið upp þá menn, sem framleitt hafa þennan gróða. Vafalaust eru til þeir menn, sem fyndist harðræði að auka skattabyrðar á stórefnamönnum landsins. En fyrir utan þá röksemd, sem fyr var fram borin, að efnalausa fólkið ber nú afarþungar skattabyrðar, þar sem tollarnir eru, og að réttlætiskend mælir þá með að hinir efnuðu beri að sínu leyti hinn sameiginlega þunga eftir þeirra getu, þá ber að líta á það, að hvenær sem efnamönnunum hlekkist á, tapa bankarnir á þeim stórfé. En sitt tap vinna bankamir upp á öllum almenningi með háum vöxtum. Úr því almenningur ber ábyrgð á glappaskotum og óhöppum stórspekúlantanna, verða þeir líka að sætta sig við að greiða til almannaþarfa nokkuð af happdrættisgróða sínum. Eg þykist hafa sýnt fram á tvent. Fyrst þörfina fyrir sjóð, sem gæti hjálpað til að byggja og rækta landið. í

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.