Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 10

Andvari - 01.06.1959, Page 10
8 ÓLAFUR HANSSON ANDVAKI að ljúka prófi eftir fimm ára nám. En þegar hann var að hefja próflestur fékk hann illkynjaða augnveiki. Sögðu læknar honum, að víst mætti telja, að hann yrði blindur, ef hann fengist við lestur á næstunni. Varð hann því að hætta við að taka prófið og hverfa heim vorið 1913. Féll honum þetta þungt, eins og geta má nærri. En víst er, að hann var orðinn mæta vel að sér í því námsefni, sem krafizt var til embættisprófs, þegar hann varð að hverfa frá háskólanum. IV. Þegar heim kom tók Bogi að stunda kennslustörf, og þau urðu aðalævi- starf hans. Augnveikin bagaði hann nokkuð í fyrstu, en síðan fékk hann fulla bót á henni. Hann kenndi við ýmsa skóla í Reykjavík, t. d. Kvennaskólann og Verzl- unarskólann. Síðar kenndi hann um skeið við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Aðalstarf sitt vann hann þó við Menntaskólann í Reykjavík. Hann varð stunda- kennari þar haustið 1914. Árið 1918 var hann settur fastur kennari við skólann. Þá lét Böðvar Kristjánsson af störfum þar, og varð þá Bogi aðal- enskukennari skólans og var það þrjá næstu áratugi. Hann varð yfirkennari 1934. Árið 1948 fékk hann lausn frá embætti og Iiafði þá kennt við Mennta- skólann í 34 ár alls. Ekki lék það á tveim tungum, að Bogi var ágætur kennari. Kunnátta hans í enskri tungu var fimamikil, og hann hafði lag á að skýra námsefnið í ljósu máli og alþýðlegu. Hann var og manna skemmtilegastur í kennslu- stundum og lét oft gamanyrði fjúka óspart. Urðu sum hnyttiyrði hans land- fleyg. Á hinn bóginn gat hann orðið hrjúfur í fasi og þungur á brún, ef því var að skipta. Nemendum, sem vanræktu námið, sagði hann afdráttarlaust til syndanna og var þá ekki myrkur í máli. Og hann þoldi illa þá nemendur, sem voru með mont og spjátrungshátt, allur uppskafningsháttur og sýndar- mennska var eitur í hans beinum. Hann vandaði stundum slíkum nemendum lítt kveðjurnar. Það har allotf við, að nemendur fyrtust af umvöndunum Boga. Oftast var þetta þó aðeins í fyrstu. Er menn fóru að kynnast honum betur komust þeir að raun um, að undir hinu hrjúfa yfirborði sló hlýtt hjarta. Nemendur fundu, að hann vildi þeim vel, og að áminningar, sem stundum gátu orðið harðneskjulegar, voru af góðum huga gerðar. í rauninni áttu nem- endur hauk í horni, þar sem Bogi var. Hann var manna tregastur að heita þungum refsingum gagnvart nemendum, lagðist nær alltaf gegn því, að þeim væri vikið úr skóla, þó að þeim hefðu orðið einhver afglöp á. Og manna fúsastur var hann að koma nemendum til hjálpar, ef mjóu munaði, að þeir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.