Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 15
SIGURBJÖRN EINARSSQN:
Biblían, kirkjan og visindin.
Því efni, sem hér skal ræða, verða ekki gerð rækileg skil í stuttu máli.
Ætlun mín með þeim orðum, sem hér fara á eftir, er heldur ekki sú að grípa
yfir það allt, heldur að vekja athygli á nokkrum grundvallaratriðum, sem snerta
samband Biblíunnar, og þar með kristinnar trúar, við vísindalega hugsun og
viðleitni Norðurálfuþjóða, víkja síðan að fáeinum sögulegum atriðum og loks
að heimsmynd Biblíunnar og afstöðu hennar til vísindalegra kenninga um
heimsfræðileg efni. Með „heimsmynd" er átt við þá mynd, sem menn gera
sér af hinum ytra heimi á grundvelli þess, sem menn telja sig vita um lögun
hans, gerð og eðlislög, þ. e. á grundvelli þeirra fræða um náttúru heimsins,
nær og fjær, sem menn hafa aflað sér.
I.
Vér lifum á öld vísinda og fleygir nú fram í flugastraumi vísindalegrar
og tæknilegrar framsóknar, sem á sér margra alda aðdraganda.
Enginn vafi er á því, hvaða þjóðir það eru, sem hafa haft forystu í þessari
framsókn. Það eru aðeins sárfáar af þjóðum heims, sem hafa hrundið þessari
þróun fram og borið hana uppi. Og þær hafa verið einar um þá hitu allt til
vorra daga og eru enn. Það eru þjóðir Evrópu og dótturþjóðir þeirra í nýja
heiminum.
Hvað kemur til, að Evrópumaðurinn mótaðist á þennan veg, tók að
leggja þá alúð við vísindalega athugun og rannsókn, sem raun hefur á orðið?
Og hvað ber til þess, að hann hefur í þessu komizt það, sem hann er kominn?
Þetta eru spumingar, sem hljóta að leita á, enda hafa þær verið allmikið
ræddar. Og þó að ólíklegt sé, að þeim verði nokkurn tíma svarað á þann
veg, að óvefengt verði cða óvelengjanlegt, þá eru þær allt um það stórmikil-
vægt athugunarefni.
Fyrsta skilyrði þess, að maðurinn gcti farið að nálgast náttúruna með þess
kyns forvitni, er felur í sér fræ vísindalegrar afstöðu, er það, að hann verði
nokkuð sjálfstæður gagnvart umhverfi sínu. Fyrr fer hann ekki að hnýsast í
það, sem í kringum hann er, né rýna það í þeim huga, sem stefnir áleiðis