Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 24

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 24
22 SIGURBJÖRN EINARSSON ANDVABI gjarnan vitnað í 1. kap. 1. Mósebókar, rétt eins og þar sé um sambærilega liluti að ræða, og annars vegar sé þá barnaleg, forn og fyrnd trúarbók krist- inna manna, hins vegar staðreyndir raunvísinda nútímans. Slíkur samanburður væri réttmætur, ef talað væri beggja vegna um sama efni á sama veg, en hann er misskilningur og markleysa að öðrum kosti. Það er alveg sitt hvort að tala um uppruna mannsins í náttúrufræðilegri merkingu annars vegar, og guðfræðilegri eða heimspekilegri bins vegar. Ef erfðafræðin héldi því fram, að Jón Jónsson geti ekki verið Guðs barn, af því að Jón og Gunna eru for- eldrar hans og Gvendur afi hans, þá væri slíkt flapur eitt og engin vísindi. Ef maðurinn getur ekki verið sköpun Guðs, af því að hann er í rekjanlegum, líffræðilegum tengslum við aðrar lífverur á móður jörð, þá er það viðlíka fásinna. Og ef því er haldið fram — hvort sem væri af kristnum mönnum eða ókristnum — að hina kristilegu náttúrufræði sé mestan part að finna í 1. Mósebók, þá er það álíka mikill sannleikur og skynsemi og cf því væri haldið fram, að náttúrufræði og vísindaleg þekking Jónasar Hallgrímssonar sé fólgin í kvæðinu ,,Ég bið að heilsa“ — og andagift lians og mannvit væri svo metið eftir því. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa Þetta kvæði verður næsta skrýtið, ef það á að metast út frá vísindum Veðurstofunnar eða dæmast eftir því, hvort það er í samræmi við t. d. kennslu- bækur dr. Bjarna Sæmundssonar um sjó og loft og íslenzka fugla. Jónas var mikill náttúrufræðingur, eins og kunnugt er. En hér var liann ekki að „briljera" í þeirri grein. Hann ætlaði sér allt annað. Hann var að túlka tiltekna skynjun, tjá vissa tegund, sem á ekkert skylt við raunvisindi. Sú tjáning, svo yndisleg og undursamlega spök sem hún er á sínu sviði, verður fáránleg, ef hún er gagnrýnd með rökum, sem gilda ekki um hana, heldur eiga við allt önnur svið. Jónas er ekki að kenna löndum sínum náttúru- fræði með kvæði sínu. En hann segir dálítið við þá urn ísland og íslenzka kennd, íslenzkan veruleik, sem snertir dýpri strengi í sál þeirra og vekur þeim lífrænni skynjun en vísindin um strauma lofts og lagar, um fugla og fiskimið, um konur og klæðabúnað þeirra, munu nokkru sinni geta gert. Ég segi þetta ekki í þeirri veru, að upphaf Bihliunnar eða annað í henni sé skáldskapur, livorki í merkingunni uppspuni né einher list. Ég segi þetta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.