Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 29

Andvari - 01.06.1959, Síða 29
ANDVABI BIBLÍAN, KIRKJAN OG VÍSINDIN 27 tómlát á líkan hátt og þú ert tómlátur um þá spumingu, hvort mosagróður sé á Marz miðað við áhuga þinn á lífi og velferð barnsins þíns, eða tómlátur um fjarlægð yztu vetrarbrautar á þeirri stundu, sem sker úr um það, hvort ást þinni er svarað eða ekki. Þau áhrif, sem Biblían hefur haft á þekkingar- viðleitni, mannfélagsumbætur og slíkt, eru ekki hið raunverulega erindi hennar við mannkynið, því að eitt er nauðsynlegt, segir meistari hennar og Drottinn, og einnig um vísindalega þekkingu og afrek gilda orð hans: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en híða tjón á sálu sinni? X. Biblían talar barnslega um alheiminn, lögun hans og gerð. Lúther segir réttilega, að í landfræðilegum efnum og öðrum slíkum tali Biblían samkvæmt því, sem augunum sýnist (secundum visionem oculorum). Hún talar um himininn fyrir ofan oss og jörðin takmarkist af hvelfingu hans hringinn í kring. Jesús steig niður til heljar og upp til himna. Allt er þetta tal harla óvísindalegt. Og til eru þeir, sem segja: Þetta málfar, svo frum- stætt sem það er, cr óhafandi á vorum tímum. Vér verðum að leiðrétta það, hætta að nota svona úrelt orðatiltæki í kristnu máli. En ef vér eigum að leggja niður þetta málfar, hvaða mál eigum vér þá að fara að tala? Það er ófyrirsynju að gagnrýna eða leiðrétta Biblíuna eða trúar- játninguna í þessu, vegna þess að vér tölum allir þetta sama mál og höfurn ekkert annað. Maðurinn talar sarna barnslega mál um heim sinn, einnig á vísindaöld, og mun aldrei neitt annað tala. Því að sá heimur, sem vér lifum í, er heimur augans og eyrans, ekki smásjánna eða firðsjánna. Sú mynd, sem veröldin, umhverfi vort, tekur á sig ósjálfrátt 1 huga vorurn, er sú sama og myndin af henni var í huga Abrahams og Páls og sú mynd verður óbreytt urn allan aldur. Sólin heldur áfram að ,,hækka“ og „lækka", „koma upp“ og „ganga undir", þótt vísindin kenni, að hún geri hvorugt og vér vitum, að það er jörðin, sem snýst. „Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til nætur- hvíldar byrgir", segir Hannes Hafstein, rétt eins og Kópemíkus hefði aldrei verið til. Hannesi fyrirgefst, en sumir samtímamenn hans og vorir hafa hneyksl- azt geysilega á því, að Biblían skuli tala ámóta óvísindalega um fyrirbærin — og engu síður skáldlega. Vér tölum um himinhvolfið enn, án þess vor vísinda- lega samvizka óróist að mun. Jónas þýðir: „Vestingin víða hrein og há . . . logandi hvelfing ljósum skírð". Vér syngjum um stjörnurnar „uppi á himins bláum boga“ o. s. frv. Og vér áskiljum oss rétt til þess að halda áfram að tala svona, þótt það sé í trássi við alla þekkingu, en allt slíkt tal er mein- ingarlaust út frá heiinsmynd nútímans. Það er engin festing til, ekkert „uppi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.