Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 35

Andvari - 01.06.1959, Page 35
andvari SIGURÐUR TROLLI 33 „auðmýkt innsta" sé ekki til í fari Sig- urðar, sem kveður starf sitt meiru varða: En hvað komst flest á faðm í garða af fé, svo gjöfin yrði að notum? Prestur segir: — skylt var ritning helgri að hneigja og hlýða lögum guðs og manna. En Trölla fannst, að allir ætti á eigin trú sem hönd að bjargast. Að viðræðum loknum ganga þeir til hvílu, og lýkur þar kaflanum. 1 VI. kafla er lýst ferð prests til byggða. Situr hann á hesti sínum, en Sigurður teymir undir, og í fannkynginni „finnur hann leiðir sér og hestinum". Ekki ræð- ast þeir við. En svo birtir í fjarska, og við Seljavörðu á þeir og virða fyrir sér fagurt og margbreytilegt skin aftureld- uigarinnar. Nú er komið að því, að Sig- Urður snúi við, enda: — klerknum horfinn allur ótti, að út af leið sig kynni að bera. í VII. og síðasta kafla heldur Sig- urður trölli varnarræðu sína þar hjá Seljavörðu, áður en leiðir þeirra séra Hannesar skilja. Segir hann honum ævi- sögu sína. Hann skýrir frá því, að dalur- lnu, þar scm hann nú býr einn, hafi verið sveit feðra sinna. Sjálfur fæddist hann og ólst upp við sjávarsíðuna, og þar missti hann foreldra sína, faðirinn drukknaði í sjó, móðirin varð úti á kirkju- göngu: Mér virtust óvæg örlög stefna a ættkvísl mína og ryðja úr vegi. Eg var þá ungur, hét að hefna — en hverju þá! Það vissi eg eigi. Hann sér, að óhöpp, sem „farga varnar- lausum mönnum", hljóta að vera vilji þcss, sem stjórnar tilverunni. Því finnst honum hann ekki koma fram hefndum á annan hátt en þann að bjarga mönnum úr klóm hins harðlynda stjórnanda, berj- ast við hann urn mannslífin. Og hann flyzt í sveit feðra sinna: sem orðin var að feigðargötu, Honum tekst að hefna sín. Og lýkur kvæðinu þannig: — En nú á ekki inn hæsti hjá mér. Og héðan af ég tel oss sátta. Þó tveggja líf hann tæki frá mér, mér tókst úr dauða að frelsa átta. III. FYRIRMYNDIR. í fyrstu útgáfu Andvakna skipar Stefán Sigurði Trölla ekki í flokk með sögu- ljóðunum, hins vegar gerir Sigurður Nor- dal það í úrvali sínu, og er það rétt- mætt. En hvers vegna? Er Sigurður trölli sannsöguleg persóna? Því svarar skáldið. I eintaki því af And- vökum, sem hann átti sjálfur og nú er í eigu Landsbókasafnsins, ritar hann víða skýringar á spássíu, oftast fáein orð til glöggvunar á efni kvæða. Um Sigurð Trölla segir: „Gert upp úr munnmæla- sögum, af einsetu karli undarlegum, sem átti að hafa búið í Gönguskörðum, milli Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, í minni eldri manna, sein uppi voru þegar ég var ungur. í þeim sögum var, að hann hefði bjargað mörgum mönnum frá að verða úti á vetrum, aldrei til kirkju komið, gengið framhjá, þó messa stæði yfir, átt sauðfé vænna en aðrir. o. s. frv. Hitt er mitt." í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.