Andvari - 01.06.1959, Síða 35
andvari
SIGURÐUR TROLLI
33
„auðmýkt innsta" sé ekki til í fari Sig-
urðar, sem kveður starf sitt meiru varða:
En hvað komst flest á faðm í garða
af fé, svo gjöfin yrði að notum?
Prestur segir:
— skylt var ritning helgri að hneigja
og hlýða lögum guðs og manna.
En Trölla fannst, að allir ætti
á eigin trú sem hönd að bjargast.
Að viðræðum loknum ganga þeir til
hvílu, og lýkur þar kaflanum.
1 VI. kafla er lýst ferð prests til byggða.
Situr hann á hesti sínum, en Sigurður
teymir undir, og í fannkynginni „finnur
hann leiðir sér og hestinum". Ekki ræð-
ast þeir við. En svo birtir í fjarska, og
við Seljavörðu á þeir og virða fyrir sér
fagurt og margbreytilegt skin aftureld-
uigarinnar. Nú er komið að því, að Sig-
Urður snúi við, enda:
— klerknum horfinn allur ótti,
að út af leið sig kynni að bera.
í VII. og síðasta kafla heldur Sig-
urður trölli varnarræðu sína þar hjá
Seljavörðu, áður en leiðir þeirra séra
Hannesar skilja. Segir hann honum ævi-
sögu sína. Hann skýrir frá því, að dalur-
lnu, þar scm hann nú býr einn, hafi
verið sveit feðra sinna. Sjálfur fæddist
hann og ólst upp við sjávarsíðuna, og
þar missti hann foreldra sína, faðirinn
drukknaði í sjó, móðirin varð úti á kirkju-
göngu:
Mér virtust óvæg örlög stefna
a ættkvísl mína og ryðja úr vegi.
Eg var þá ungur, hét að hefna —
en hverju þá! Það vissi eg eigi.
Hann sér, að óhöpp, sem „farga varnar-
lausum mönnum", hljóta að vera vilji
þcss, sem stjórnar tilverunni. Því finnst
honum hann ekki koma fram hefndum
á annan hátt en þann að bjarga mönnum
úr klóm hins harðlynda stjórnanda, berj-
ast við hann urn mannslífin. Og hann
flyzt í sveit feðra sinna:
sem orðin var að feigðargötu,
Honum tekst að hefna sín. Og lýkur
kvæðinu þannig:
— En nú á ekki inn hæsti hjá mér.
Og héðan af ég tel oss sátta.
Þó tveggja líf hann tæki frá mér,
mér tókst úr dauða að frelsa átta.
III.
FYRIRMYNDIR.
í fyrstu útgáfu Andvakna skipar Stefán
Sigurði Trölla ekki í flokk með sögu-
ljóðunum, hins vegar gerir Sigurður Nor-
dal það í úrvali sínu, og er það rétt-
mætt. En hvers vegna? Er Sigurður trölli
sannsöguleg persóna?
Því svarar skáldið. I eintaki því af And-
vökum, sem hann átti sjálfur og nú er
í eigu Landsbókasafnsins, ritar hann víða
skýringar á spássíu, oftast fáein orð til
glöggvunar á efni kvæða. Um Sigurð
Trölla segir: „Gert upp úr munnmæla-
sögum, af einsetu karli undarlegum, sem
átti að hafa búið í Gönguskörðum, milli
Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, í minni
eldri manna, sein uppi voru þegar ég
var ungur. í þeim sögum var, að hann
hefði bjargað mörgum mönnum frá að
verða úti á vetrum, aldrei til kirkju
komið, gengið framhjá, þó messa stæði
yfir, átt sauðfé vænna en aðrir. o. s. frv.
Hitt er mitt."
í Sögu Skagstrendinga og Skagamanna
3