Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 52

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 52
50 GUÐMUNDUR. DANíJiLSSON ANDVAHI „Forlátið mína glópsku, að ég ekki skyldi þekkja prófastinn minn strax,“ sagði hún lágt. „Eruð þér komnir til að sækja mig?“ „Það mun að vísu liala verið erindi mitt hingað — að sundra Mið- Merkurheimili, eyðileggja ukkur hér,“ sagði Þorleifur Arason, „en nú veit ég að sú dáð rnundi öngu bjarga, hvorki landsfólksins rnóral né mínum embættisheiðri, þaðan af síður minni sálarró, svo ég er nú hættur við það.“ „Prófasturinn getur ekki eyðilagt það sem þegar er eyðilagt," sagði konan harðri röddu. „Símon í Mið-Mörk gamnar sér við Stóra-Dalskirkju í dag, meðan ég stend hér gegndrepa. Það væri honum ekki nema mátulegt þó ég yrði farin héðan þegar hann slæðist heim aftur og hann fengi sjálfur að gegna kindunum sínum framvegis, sem ég reyndar veit þó hann léti heldur svelta en að hann neitaði sér um þær lystisemdir, sem honum standa til boða suður á bæjum.“ Þitt hjarta slær einnig í mínum barmi,“ sagði Þorleifur Arason, „sært og einmana og of stórt fyrir heiminn. Ég heyri að þú elskar bæði Símon Jónsson og málleysingjana hans. Látum það kvitta biskupsins dóm og mig síðan taka afleiðingunum. í Guðs friði, Oddrún Sveinsdóttir." Þorleifur Arason fálmaði hægri hendi út í loftið í kross og muldraði eitthvað í harrn sér um leið, — hann var að signa yfir þennan stað ástarinnar og þjáningarinnar, því næst gekk hann úr kumblinu og var á burt þaðan, Jón Diðriksson hélt í ístað hans meðan hann sté á bak. Prófasturinn lauk úr ferðapelanum við fljótið, í rökkrinu varð ekki greint hvort það hefði vaxið. „Prófasturinn ætti að taka sér gistingu í nótt hér undir Eyjafjöllum,“ sagði Jón Diðriksson, „nú sér ekki lengur til brota.“ „Ekki er Guðs auga blint þó þér förlist sjónin, og gist þú, Jón, undir Eyjafjöllum, en ég ætla heim,“ sagði Þorleifur Arason og stakk í barm sér tómum brennivínspelanum. Þá þagnaði Jón Diðriksson og deildi ekki við dómarann og reið þegjandi út í fljótið, Þorleifur hélt á eftir honum. Þeir fylgdust að meðan vætt var, Jón Diðriksson á undan og virtist þræða brotin, þangað til allt í einu að skall yfir og ekki stætt lengur í botni, þá skildi með þeim, sundreiðin skildi þá að, hið rnikla vatn og myrkrið yfir því. Jón Diðriksson og hestarnir báðir náðu vesturbakkanum lifandi, en Þorleifur Arason dauður, og þó ekki strax — ekki fyrr en að níu dögum liðnum, þá rak hann upp við Landeyjasand og var færður til grafar að Breiðabólsstað. Markverð skjöl fundust engin í hirzlum hans að honum látnum, utan skulda- bréf mörg, sem sönnuðu hans lélegar fjárreiður. Og mátti hans herradómur, Jón biskup Árnason, sjálfur skerast í að kippa þeim í lag, með eigin efnum, heiðarlegu rykti Þorleifs Arasonar til björgunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.